Heima er bezt - 01.04.1960, Blaðsíða 9
Tjörnum hjá tengdaföður sínurn, því enn var Páll
Steinsson á góðum aldri, 48 ára (f. 1821, d. 1888), og
stóð í stórfelldum framkvæmdum á jörð sinni, jarða-
bótum og húsagerð.
Vorið 1850 kom Þorsteinn Daníelsson á Skipalóni til
íslands með danskan jarðræktarmann, æfðan plæginga-
mann og fleira var honum til lista lagt. Hann hét Jens
Jensen Stæhr. Þennan mann fékk Páll á Tjörnum 1852
til að plægja fyrir sig vænan túnauka, svo dagsláttum
skipti og þótti mikið í ráðist í þá daga. Var það í fyrsta
sinni í Saurbæjarhreppi, sem þessi jarðvinnsluaðferð
var viðhöfð. Arið 1868 hlaut Páll Steinsson heiðurspen-
ing frá ríkisstjórninni fyrir dugnað og framtakssemi í
landbúnaði.
Var þá ekki annað fyrir hendi en að Jón Davíðsson
tæki við jörð og búi á Litla-Hamri, og gerði hann það
vorið 1869, og næsta ár kvæntist hann Rósu Pálsdóttur.
En þegar svo var komið högum þeirra Litla-Hamars-
bræðra og sýnt var að báðir gátu ekki búið þar, hefur
Davíð Davíðsson ákveðið að flytjast burt frá æsku-
stöðvunum og leita fyrir sér um jarðnæði á fjarlægum
slóðum. Verður það svo að framkvæmd vorið 1869, og
flytur hann þá vestur á Skagaströnd í Húnavatnssýslu.
Þar hefur hann þó hlotið að vera öllum ókunnur, því
ekki er vitað að hann hafi nokkru sinni fyrr að heiman
farið til dvalar, og sízt á fjarlægar slóðir.
A þessum árum bjó á Saurum á Skagaströnd Jón
Jónsson bróðir Davíðs Jónssonar á Litla-Hamri. Hann
var lærður timbursmiður, fæddur í Villingadal í Saur-
bæjarhreppi 1808. Kona hans var Björg Þórðardóttir á
Sörlastöðum í Fnjóskadal. Jón var búinn að dvelja
nokkur ár á Skagaströnd við húsasmíði og landbúnað.
Hann hefur því þekkt mjög vel til manna og málefna
þar á Ströndinni. I nágrenni við hann bjó á Háagerði á
Skagaströnd Jón óðalsbóndi Jónsson. Hann var hrepp-
stjóri og sáttamaður í Vindhælishreppi, athafnamaður
mikill, greindur og fróður. Kona hans hét Guðríður
Olafsdóttir, kvenskörungur mikill, vinsæl og veitul
þurfalingum og bágstöddum nágrönnum.
í Háagerði þótti vera hinn mesti myndar- og snyrti-
bragur á öllum búnaðarháttum. Húsbóndinn var smið-
ur góður á tré og járn, atorkumaður mikill til allra
verka. Hann stundaði sjósókn allmikið bæði fisk- og
hákarlaveiðar. I Háagerði var jafnan gnægð matar í
búi og efni allgóð. Það hefur sagt mér sonardóttir Jóns
í Háagerði, að gestum hefði þótt gott að koma í hjall-
inn til bónda. Þar var á rám harðfiskur og hákarl og
ekki þótti þar skemma allvænn brennivínskútur, grænn
með girnilegu innihaldi.
Þau Háagerðishjón eignuðust 16 börn og lifðu 12
þeirra föður sinn. Tveir synir þeirra dóu þegar í æsku,
og elzta soninn misstu þau uppkominn. Auk þessa stóra
barnahóps tók húsfreyjan til fósturs, lengri eða skemmri
tíma, umkomulaus börn og börn bláfátækra nágranna
sinna. Á bernsku- og umkomuleysisárum sínum var
þar um skeið Valtýr Guðmundsson, síðar doktor og
ritstjóri Eimreiðarinnar.
Háagerðisbörnin þóttu öll hin mannvænlegustu og
ber sögnum saman um að þeim hafi allmjög kippt í
kyn til foreldra sinna um myndarskap, útlit og atorku.
Sonur þeirra var Jóhann Jónsson póstur. Er hans get-
ið í Sögum landpóstanna. Annar sonurinn var Björn
Jónsson bóndi og hreppstjóri á Veðramóti í Skagafirði,
faðir Þorbjörns á Geitaskarði og þeirra systkina. Háa-
gerðissystur voru átta, sem upp komust, greindar og
glæsilegar sýnum og þóttu hinir beztu kvenkostir. Ein
af eldri systrunum hét Margrét, fædd 9. jan. 1836. Hún
fór að heiman 23 ára að Hrafnabjörgum í Svínadal.
Ein systirin, Björg, fædd 1844, giftist Bjarna bónda á
Hofi í Vatnsdal Jónssyni. Dóttir þeirra er Halldóra
Bjamadóttir fyrrverandi skólastjóri á Akureyri og rit-
stjóri Hlínar.
Eins og áður segir var búskapur allur í Háagerði
blómlegur og með myndarbrag, og stóð svo enn fram
á efri ár þeirra hjóna. En 16. apríl 1865 lézt húsbónd-
inn Jón Jónsson 67 ára, fæddur 1798. Var þá stórt
skarð brotið í heimilisgarðinn. Þó hélt ekkja Jóns, Guð-
ríður Olafsdóttir, áfram búskapnum í Háagerði með
aðstoð barna sinna, er enn voru heima. Þá var Björn
sonur hennar aðeins 17 ára. Þó mun hann hafa tekið
við búsforráðum með móður sinni, og stóð svo um
nokkur ár.
Víkur nú sögunni aftur til Davíðs Davíðssonar. Eins
og áður er að vikið tók hann sig upp frá föðurgarði og
fluttist vestur á Skagaströnd, öllum þar ókunnur, eftir
því sem bezt verður vitað. Tildrög að þeirri ráða-
breytni eru ekki vitanleg, hvorki skráð né í munnmæl-
um, sem ég hef getað fundið. Ekki er vitað hvort hann
hefur í þessu efni leitað til Jóns Jónssonar frænda síns
á Saurum, eða Jón hafi átt fmmkvæðið að flutningi
Davíðs vestur, og þykir mér það sennilegra.
Jóni Jónssyni hafa hlotið að vera kunnar allar ástæð-
ur hjá bróður sínum og frændum á Litla-Hamri. Þá
gjörþekkti hann og til allra heimilishátta í Háagerði.
Ekkjan bjó þar enn 1869, en var tekin að reskjast, orð-
in sextug og flest börn hennar gift og farin að heim-
an. Er því mjög sennilegt að Jón Jónsson hafi litið svo
á, að hér væri ákjósanlegt tækifæri fyrir Davíð, frænda
hans, að fá hvort tveggja í senn, góða og efnilega konu
og jarðnæði í Háagerði. Ekki er heldur fráleitt að hugsa
sér að ekkjan sjálf hafi átt hér nokkurn hlut að máli,
einkum að því er kvonfang snerti. Ein dóttirin var þá
orðin þrítug og enn ekki gift, en sannar sagnir munu
vera til um að ekkjan hafi átt verulegan hlut að máli
við giftingu minnsta kosti þriggja dætra sinna. En hvað
sem um það kann að vera, má telja nokkurn veginn
víst að fyrir atbeina og milligöngu Jóns á Saurum hafi
Davíð Davíðsson fengið ábúð í Háagerði, að vísu á
litlum hluta til að byrja með.
Vorið, eða sumarið, 1869 flytur svo Davíð Davíðs-
son vestur að Háagerði. Sarna vorið kemur Margrét
dóttir þeirra Háagerðishjóna heim aftur. Hún hafði
verið að heiman nokkur undanfarin ár, og var nú orð-
in þrítug og ógift. Við manntal í Spákonufellssókn í
janúar 1870, er hún talin „bústýra“ Davíðs Davíðsson-
ar, og má vel geta sér þess til, að hér hafi meira undir
Heima er bezt 117