Heima er bezt - 01.04.1960, Blaðsíða 18

Heima er bezt - 01.04.1960, Blaðsíða 18
Það getur ei hugljúfri för, því andi manns verður svo unaðardreyminn og öðlast þá lífskraft og fjör. Við fljúgum í dag og flugum í gær, við fljúgum á morgun sem endranær. :,: Þú öryggi finnur á Loftleiða-leiðum, það ljóst á hvert andlit er skráð. Á veginum háloftsins víðum og breiðum er væniegast árangri náð. Svo hvert sem þú hyggur um heiminn að fljúga, og hvar sem þig ber að sem gest, þá muntu að lokum því, ljúfurinn, trúa, að Loftleiðir reynast þér bezt. :,: Við fljúgum í dag og flugurn í gær, við fljúgum á morgun sem endranær. :,: Eitt ljúfasta lag, sem leikið er fyrir dansi, er lagið Violetta. Það er upphaflega kafli í óperunni La traviata eftir Verdi. Hár birtist íslnezkur texti, sem lengi hefur verið sunginn við þetta lag. Ekki veit ég, hver er höfundur eða þýðandi að þessu ljóði, sem nýtur sín vel við lagið. Hér birtist þá ljóðið: Máninn á himni hlær, húmið það færist nær, báturinn vaggast vært, vindur fær laufið bært. Lleyr mitt Ijóð, Violetta, er ég leik við gluggann þinn. Komdu ein út í bátinn minn, komdu ein í bátinn minn. Eina ég þrái þig, þig, sem að eiskar mig. Hjarta mitt aðeins finnur frið í faðmi þínum, fagra mey. Komdu ein út í bátinn minn. Komdu ein í bátinn minn. Þórir Steingrímsson og Gunnar Kvaran, símstöðinni Brú í Hrútafirði, Anna, Stína, Sigrún og Gunna í skól- anum á Höllustöðum o. fl. biðja um ljóðið Marína á íslenzku. Hljómsveit Svavars Gests hefur kynnt ljóð og lag í útvarpi. Höfundur ljóðsins er Sigurdór Sigurðsson. Annar íslenzkur texti er nú að birtast undir þessu lagi: Ég sá hana fyrst við Capri-sundin bláu á sólskinsströnd við klettaeyna háu, svo yndislega snót í æskublóma og ekki neinu í þessum heimi lík. í huga mínum mynd þína ég geymi, og allar stundir um þig þá mig dreymir. Ég aldrei aftur á þig fæ að líta og aldrei aftur heyra sönginn þinn. Marina, Marina, Marina, minn hugur er alltaf hjá þér, Marina, Marina, Marina, ég mynd þína geymi hjá mér. :,: Þó að allir segi að ég megi, að ég megi til að gleyma, ég svara nei, nei, nei. :,: Jóhanna Brynjólfsdóttir, Grámann í Garðshorni, Bryndís á Bálkastöðum, Hrönn og Helga í Bæ, Jóhann Arngrímsson, Odda, og fleiri hafa beðið um Ijóðið Komdu niður. Lag og ljóð er eftir sama höfund, Jón Sigurðsson, starfsmann í Búnaðarbankanum, en hann hefur áður verið kynntur í þessum þætti. Soffía og Anna Sigga hafa sungið Ijóðið á hljómplötu. Hér kemur þá ljóðið: Þegar ég var lítil var ég voða feimin oft, og væri einhver ókunnugur skauzt ég upp á loft, en ef að ég var úti, þegar gest að garði bar, ég geystist upp á hlöðuburst og settist niður þar. Komdu niður, kvað hún amma, komdu niður, sögðu pabbi og mamma. Komdu niður, komdu niður, komdu niður, sungu öll í kór. Svo stækkaði ég meira og þá varð ég voða kát, og veslings pabba og mömmu oft ég setti hreint í mát, ég klifraði og hentist yfir hvað sem fyrir var, ég hoppaði upp á skólaþak og settist niður þar. Komdu niður, o. s. frv. En seinna verð ég stærri, og það verður gaman þá, og víst er það að margt þið fáið þá til mín að sjá. Þá ætla ég nú upp í tunglið strax að fá mér far, að finna karlinn skrýtna, sem að á víst heima þar. Komdu niður, kveður amma, komdu niður, segja pabbi og mamma, komu niður, komdu niður, komdu niður, syngja öll í kór. Af sérstökum óhöppum féll niður dægurlagaþáttur- inn í marzblaðinu, en þetta er nú bætt upp hér. Stefán Jónsson. 126 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.