Heima er bezt - 01.04.1960, Blaðsíða 14
ÞATTUR ÆSKUNNAR
RITSTJÓRI
HVAÐ UNGUR
Varpt
iim og vo
rnret
Fyrir nokkrum árum fór ég um Húnavatnssýslur
seinni hluta maímánaðar. Fyrri hluta mánaðar-
ins hafði verið stöðug kuldatíð, en 10—12 síð-
ustu dagana var suðvestanátt, hæg og hlý. Var
mjög hlýtt suma dagana. Vorleysingin var í algleym-
ingi. Hver iítill lækur og sérhver árspræna flæddi upp
úr venjulegum farvegi. Ekki ineð þjösnaskap og um-
brotum, eins og í haustrigningum, heldur ólgandi og
hoppandi, eins og glaður og fjörmikill unglingur, sem
nýtur lífsins og lætur ekki smámuni hefta sig.
Einn daginn lá leið mín yfir hrjóstrugan lágan háls
milli efstu draga A'Iiðfjarðardala. Eg var ríðandi og með
mér ötull ungur maður frá Skeggjastöðum, en þangað
var ferðinni heitið, og hafði hann komið yfir hálsinn að
sækja mig.
Enn voru ær hafðar við hús og á túnum heima, þótt
komið væri frani undir maílok, og hafði pilturinn srnal-
að fénu daglega.
Mikið fuglalíf er jafnan inn til dala og heiða, og voru
nú vorfuglarnir sem óðast að flykkjast til Norðurlands-
ins. A hálsinum er víða mosagróið mólendi, lækir, tjarn-
ir og mýradrög, en slíkt fjalllendi er unaðsland fugl-
anna. Farfuglunum hafði fjölgað mjög í heiðinni síð-
ustu dagana, og voru þeir önnum kafnir við hreiður-
gerð. Hafði smalinn fundið daginn áður næstum fullgert
lóuhreiður, en ekkert cgg var komið í hreiðrið, og svo
hafði hann fundið hrossagaukshreiður með tveimur
eggjurn.
Vrafalaust hafa allir lesendur þessa þáttar séð hreiður
smáfugla, sem verpa í mýrum og móurn til heiða og
dala. Þau eru misjöfn að gerð, en öll eru þau gerð af
mikilli leikni og kunnáttu og reglulegt listaverk, ef nán-
ar er athugað.
Ég hef einu sin'ni fvlgzt nákvæmlega með hreiður-
gerð rjúpu, en hreiður hennar telst ekki vandað, ef að
miðað er við hreiðurgerð smáfuglanna, eins og t. d.
maríuerlu og sólskríkju. Þegar ég sá rjúpuna fyrst, var
ég á rölti eftir grasigróinni eyri meðfram Kaldá í Kol-
beinsstaðahreppi. Þá flaug rjúpa snögglega upp af mosa-
þúfu rétt við fætur mér. Þegar ég athugaði þúfuna, sá
ég að rjúpan hafði ýtt mosanum til hliðar á þúfnakoll-
inum og myndað þar dálitla laut eða skál í laginu eins
og undirskál, en þó nokkuð meiri um sig. Mosinn, sem
rjúpan hafði ýtt frá, myndaði eins og umgerð um skál-
ina, en niold var í skálarbotninum. Ég sótti nokkra smá-
steina og hlóð dálitla vörðu þarna rétt hjá, til að geta
fundið staðinn aftur. Næsta dag kom ég þarna aftur, og
var þá bersýnilegt, að þarna var rjúpan að gera sér
hreiður. Ég kom svo þarna á hverjum degi næstu daga,
og alltaf fríkkaði hreiðrið. Að lokum var hreiðurskálin
öll þakin að innan, svo að hvergi sá í mold. Smátt og
smátt hafði rjúpan tínt saman mosatætlur, strá og hross-
hár og rnyndað úr þessu ófullkomna körfu eða þekju
í hreiðurskálina. Nú var hreiðrið fullgert, og þá byrjaði
rjúpan að verpa eggjunum. Eftir fáa daga voru komin
níu egg í hreiðrið. Var þeirn haganlega raðað í skálina
þannig, að þau nytu öll sem bezt hlvjunnar, er rjúpan
sat á eggjunum, svo að ekkert þeirra yrði út undan. Nú
komu langir og kyrrlátir dagar. Aldrei kom ég svo að
hreiðrinu, að rjúpan sæti ekki á eggjunum. En aldrei