Heima er bezt - 01.04.1960, Blaðsíða 16
Ungar í hreiðri biða eftir fceðu.
hríðinni létti. Enginn veit, hvernig sú saga hefur endað
hjá fuglunum á heiðunum. Hreiðrin þeirra voru dreifð
urn víðáttu heiða og hálsa, og það fer ekki mikið fyrir
smáfugli í hreiðri, sem örmagnast á eggjunum og lætur
þar lífið af kulda og skorti.
En sagan, sem gerðist austur í Bjarnarev við Vopna-
fjörð í þessu sama hríðarveðri sýnir, hver örlög þeirra
geta orðið. Þar var æðarfuglinn nýbúinn að verpa, og
sat æðurin á eggjum víða um eyna. Svo kom hríðin og
stóð í mörg dægur. Eftir hríðina fundust margar æðar-
kollur helfrosnar, steindauðar í hreiðrunum. Sama getur
hafa orðið hlutskipti heiðafuglanna, því að varla yfir-
gefur eggjamóðirin hreiðrið, þótt hungur og kuldi
þrengi að.
Margir íslenzkir unglingar hafa séð æðarhreiður, og
allir hafa lesið um æðarfuglinn. Æðurin reitir af sér
dúnfjaðrirnar og myndar úr þeirn eins og dúnkörfu
fyrir eggin, til að geta betur haldið þeim heitum.
Þegar ég minnist á eyjar og æðarfugl, þá kemur mér
jafnan í hug Breiðifjörður með sínar óteljandi eyjar
og iðandi fuglalíf. Þar átti ég einu sinni evju og eignaði
mér æðarfuglinn, sem hélt sig við eyjuna. Oftast voru
hreiðrin urn eitt hundrað til eitt hundrað og tuttugu að
tölu. Talið er, að sömu æðarkollurnar verpi í sömu eyju
og sama hreiðri ár eftir ár. Hreiðrin eru rnörg á sama
stað ár eftir ár, og margir telja sig þekkja þar sömu
eggjamóðurina í sama hreiðri, jafnvel um áratugi. Þegar
æðarkollan fer að eldast, minnkar dúnninn í hreiðrinu.
Hjá ungum, þroskamiklum æðarkollunt bvlgjast dúnn-
inn, mjúkur og hlýr, utan um eggin. Um þrjátíu hreið-
ur gefa V2 kg af dúni fullhreinsuðum. Dúnninn er dýr-
mæt vara og æðarfuglinn nytsamur fugl.
Aldrei fer æður svo úr hreiðrinu ótrufluð, að hún
breiði ekki dúninri yfir eggin. En ef hún hrekkur við
og flýgur snögglega af hreiðrinu, þá getur hún vitan-
lega ekki breitt dúninn yfir. Þá er það föst venja, að sá,
sem styggir fuglinn, breiði dúninn yfir.
Allar eyjar og sker á Breiðafirði eiga sér nafn. Eyjan,
sem ég átti, heitir Skákarey og lá áður undir Helgafell,
á meðan þar var prestssetur. Rétt hjá eynni er allhár
hólmi eða klettur, grasi vaxinn að ofan. Þessi hólmi
heitir Kirkjupóll eða Prestspóll. A honum hvíla þau á-
lög, að hann má ekki slá. Það má ekki bera þar ljá í gras
og ekki flvtja þaðan hey í burtu. Ekki veit ég til að
nokkur hafi brotið þetta boðorð, enda ekki mikið
tjón að láta hólmann vera ósleginn, þar sem hann gæfi
aldrei af sér rneira en tvær til þrjár heysátur, þótt hann
væri sleginn. Á hverju sumri er þó mikið og safaríkt
gras á hólmanum, sem jafnan fellur í sinu, og er því
eins og gengið sé í heybing, þegar gengið er um hólm-
ann.
En hvað á þá að ske, ef hólminn er sleginn? Um það
fer tvennum sögum. Önnur sagan segir, að þá brenni
kirkjan á Helgafelli, en hin sagan segir, að þá brenni
allar kirkjur, sem sjást af hólmanum, en þær eru nú að
minnsta kosti fimm talsins, en það eru kirkjurnar í
Stykkishólmi, Helgafelli, Narfeyri, Breiðabólsstað og
Staðarfelli. Enginn vildi verða valdur að slíkum spjöll-
urn, og því er hólminn aldrei sleginn.
Fuglalíf á íslandi er fjölskrúðugt og mikill yndisauki,
bæði við strendur, eyjar, dali og upp til heiða. Við
„fjallavötnin fagurblá“ á svanurinn sín heimkynni um
sumartímann. Margir fuglar eru alfriðaðir árið um
kring, en leyft er að skjóta suma fugla, eins og t. d.
rjúpuna, eftir föstum regluin, samkvæmt settum lögum.
Hrafnar og svartbakar eru ófriðaðir allt árið. Er talið
að þessir fuglar valdi svo miklu tjóni á nytsömum fugl-
um og jafnvel lambfé. Ernir eru alfriðaðir, þótt þeir séu
ránfuglar, en af örnum er svo fátt á Islandi, að óttazt
er urn að þessi háfleygi konungur loftsins deyi út á ís-
landi.
Smáfuglarnir á fslandi, sem verpa í móum, mýrum,
Æðarkolla á hreiðri.
124 Heirna er bezt