Heima er bezt - 01.04.1960, Blaðsíða 27
áður. Hann átti hvergi þak yfir höfuðið og hélt sig mest
á þeim stöðum, þar sem helzt var von urn að geta aflað
áfengis. Honum fannst hann vera að mestu andlega
dauður, en þó bærðist stöðugt í undirvitund hans ein-
hver óljós æðri þrá eftir nýju lífi.
Og loks á þessum aðfangadegi jóla hafði hann engin
ráð með að nálgast áfengi, og enginn vildi gefa honum
það, hvar sem hann leitaði fyrir sér. Hann varð því að
vera án þess, því að á óheiðarlegan hátt vildi hann ekki
afla sér neins. Þeint eiginleika hafði hann aldrei glatað.
Hann var svangur og illa á sig kominn, er hann leit-
aði sér skjóls fyrir vetrarkuldanum undir húsveggnum,
þar sem góða ókunna konan kom auga á hann. En hver
vísaði henni þangað? Sú spurning brýzt fram í sál
Gríms. Það líkist mest kraftaverki. Var það jólabarnið
góða, sem hann þekkti í æsku? Frelsari allra manna?
Var Hann ekki búinn að gleyma honum, sem var svo
djúpt sokkinn í synd og niðurlægingu? Grímur er þess
fullviss, að það hafi verið æðri máttur, sem vísaði frú
Eygló til hans á þessari stundu.
Heitur klökkvi gagntekur Grím, og augu hans fyllast
tárum. Hið hreina barnseðli sálar hans er að vakna að
nýju. Hann heyrir orð prestsins í útvarpinu: — Jesús
Kristur er hið sanna Ijós. Hann er fæddur í þennan
heini til þess að lýsa okkur syndugum og vegvilltum
mönnum á rétta braut með sínum eilífa frelsandi kær-
leika. Þetta er boðskapur jólanna. Grími finnst þessi orð
vera töluð sérstaklega til sín. Hann grúfir andlitið í
höndum sér og grætur hljóðlega.
Heims um ból
helg eru jól,
hljómar um stofuna. Guðsþjónustunni er lokið. Gréta
rís úr sæti, býður hinum gleðilega hátíð og gengur svo
fram úr stofunni. En frú Eygló kemur til Gríms. Henni
er Ijóst, hvað honum líður.
— Guð gefi þér gleðileg jól, Grímur, segir hún þýtt
og hátíðlega og réttir honum höndina.
Grímur lyftir höfði og tekur um hönd frú Eyglóar.
Tárvot augu hans mæta augum hennar, og hún les
kvölina og þrána, sem speglast í tárum hans.
— iVlér finnst ég ekki verðskulda neina jólagleði
frarnar, ég er svo syndugur maður, segir hann.
Frú Eygló þrýstir hönd Grírns enn fastar.
— Við erum öll syndug og verðskuldum ekki gjafir
Guðs. En hann veitir okkur þær af náð sinni og kær-
leika. Og fagnaðarboðskapur jólanna nær til okkar allra.
Grímur varpar öndinni:
— Einu sinni átti ég sanna jólagleði. Þá var ég sak-
laust barn heima hjá mömmu. Þær endurminningar hafa
aldrei verið eins skýrar í vitund minni og nú í kvöld.
Eg hef heldur ekki hlýtt á boðskap jólanna í mörg ár.
— Þá skaltu láta þær endurminningar lýsa þér að jötu
jólabarnsins á þessu kvöldi, vinur minn, og þar eignast
þú það ljós, sem lýsir þér eilíflega.
— Get ég eignast það nú, ég sem hef verið myrkurs-
ins barn svo lengi? Þér er ókunnug ævisaga mín, frú
Evgló.
— Já, Grímur, mér er saga þín ókunn, en hversu
myrk sem hún kann að vera, eru engir skuggar svo
dimmir, að ljós Guðs kærleika megni ekki að sigra þá,
ef við viljum sjálf veita því viðtöku í lífi okkar.
Grímur horfir társtokknum augum á frú Eygló, og
leiftur nýrra vona blikar í augum hans.
— Mig langar til að trúa þér fyrir sögu minni, frú
Eygló. Þú hefur auðsýnt mér svo mikinn kærleika, segir
hann. En það á ekki við á þessu kvöldi að rifja upp þá
sögu.
— Jú, Grímur, einmitt á þessu kvöldi, og ég er við-
búin að hlýða á sögu þína.
Frú Eygló tekur sér sæti, og Grímur hefur frásögn
sína:
— Ég átti gott æskuheimili, trúaða og kærleiksríka
móður, sem vísaði mér í bernsku á hinn rétta veg lífsins,
og ég hét því að ganga hann alla ævi. Ég fór ungur að
heiman til að vinna fyrir mér, og sjómannsstarfið heill-
aði hug minn frá upphafi. Ég réð mig háseta á fiskiskip
héðan úr borginni og líkaði það starf vel. En mig
dreymdi stöðugt um að læra, til þess að verða skipstjóri.
Svo var það eitt sinn er skipið, sem ég var á, kom úr
langri veiðiför með mikinn afla, að skipstjórinn, hús-
bóndi minn, sem var kunnugt um að ég átti ekkert fast
heimili hér í borginni, bauð mér að koma heim með sér.
Og satt að segja var ég í talsverðu uppáhaldi hjá hon-
um ... Framhald.
BRÉFASKIPTI
Anna Þorvaldsdóttir, Asavegi 30, Vestmannaeyjum, óskar
eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 16—18 ára.
Einar Kári Sigurðsson, Asgarði 165, Reykjavík, óskar eftir
bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 14—16 ára.
• • VILLI
Heima er bezt 135