Heima er bezt - 01.04.1960, Blaðsíða 32
„Það er bara það lakasta, að þér kemur það ekkert
við, garmurinn. Þú ert að reyna að setja þig á háan
hest, en það verða vist fáir, sem gera mikið með þig.
Reyndu svo að hafa þig inn og láta eins og þú sért með
fullu viti, en híma ekki hér og jagast. Ég læt ekki minn
hlut, hvað sem þú rausar,“ sagði Geirlaug og fór út að
Jæk til að skola þvott. Hún forðaðist að koma inn í bað-
stofuna það sem eftir var dagsins.
Um kvöldið spurði Kristján Ásdísi, hvort þessi ltrakld
argaði ekki svo mikið, að ekki væri hægt að sofa inni í
húsinu fyrir honum. Sér þætti hálfleiðinlegt að sofa
annars staðar en í rúminu sínu.
„Aldrei heyri ég til hans,“ svaraði hún fálega. „Mér
þykir ólíklegt að ég sé það svefnþyngri en þú, þar sem
þilið er þó á milli þín og baðstofunnar.“
Kristján flýtti sér að ná í sængurfötin og bera þau
inn í rúmið sitt. Ásdís kom inn í húsið á eftir honum,
svipmikil og hnakkakerrt, og bauðst til að búa um
rúmið fyrir hann.
„Það get ég gert sjálfur,“ sagði hann þurrlega.
„Það er hálfeyðilegt rúmið, þegar ekki eru nema ein
sængurfötin,“ sagði hún glottandi.
— Skyldi henni detta í hug að hann færi að bjóða
henni að sofa í tóma rúminu? hugsaði hann?
„Það er víst ekkert nýtt að það líti svoleiðis út,“ sagði
hann upphátt.
Hún ræskti sig tvisvar, áður en hún byrjaði að tala
um það, sem henni Já þyngst á hjarta. Loks kom hún
því upp: „Þú verður að tala við kerlinguna og það í al-
vöru. Þú sérð það sjálfur, að það er engin meining í
því að ég sitji inni í bæ yfir barninu, þar sem engjarnar
era fullar af heyi, sem þarf að þurrka og flytja heim.
Hvað skyldi hana muna um að hafa barnið?“
„Ég hef aldrei gert ráð fyrir því að hún gerði það.
Hún hefur nóg að gera annað,“ sagði hann. „Svo skaltu
Jiafa þig í bólið. Ég þarf að fara að sofa. Það eru aðrir
tímar til að nöldra en svefntíminn. Þér dettur þó ekld
i hug að fara að láta sjá þig úti á engjum nokkrum dög-
um eftir að þú lagðist á sæng?“
Það gæti ég áreiðanlega,“ sagði hún og færði sig treg-
Jega fram fyrir dyrastafinn.
Kristján var fljótur að skella hurðinni á hæla henni.
Ásdís háttaði döpur í huga. Það leit út fvrir að allar
hennar skýjaborgir og vökudraumar ætluðu að koll-
varpast. Hún hafði vonað að fá að flytjast inn í þetta
fallega hjónaherbergi þegar drengurinn fæddist. En það
var ekki þesslegur svipurinn á húsbóndanum, að slíkt
gæti orðið. Hún bjóst við að Geirlaug gamla gerði allt,
■sem hún gæti, til að spilla honum. Hann hafði verið
öðruvísi í tali við hana fyrstu vikurnar, sem hún var
hérna í fyrrahaust. Hún þóttist vita, að það breyttist
allt, ef Geirlaug færi burtu, og að því ætlaði hún sér að
róa öllum árum.
Það liðu margir dagar áður en Ásdís gæti náð tali af
Kristjáni. Hann var horfinn út fyrir allar aldir á morgn-
ana til vinnunnar, og á kvöldin náði hún ekki í hann
heldur.
Svo kom sunnudagur, sem ekki var hægt að þurrka.
Annars hefði sjálfsagt verið þurrkað, því að hver stund
var notuð til vinnu og þrældóms
Þá dreif Ásdís sig inn í hið dásamlega hjónahús.
Kristján sat við skriftir og notaði kommóðuna henn-
ar Rósu fyrir skrifborð.
Ásdís gekk rakleitt inn til hans og settist á kollóttan
stól skammt frá honum. Hún var nýgreidd og hrein-
lega til fara, en slíkt var óvanalegt.
„Það er nú svoleiðis, að ég er alveg að verða vitlaus
yfir þessu háttalagi. Þú verður að sjá einhver ráð til
þess, að ég geti verið úti. Kerlingin getur hugsað um
drenginn, og hún gerir það, ef þú talar um það við hana.
Mér vill hún allt gera til ills,“ sagði hún.
„Mér sýnist hún hengja út fötin af barninu,“ sagði
hann. „Þú hefur þá líklega tíma til að þvo þau, ef þér
leiðist mikið iðjuleysið.“
„Það er útivinnan, sem ég þrái, en ekki innanhússnún-
ingar. Þeir hafa aldrei átt við mig. Samt býst ég við að
þeir stæðu ekki lepgi fyrir mér, ef ég ætti að vinna þá,“
sagði hún.
AUÐUNN BR. SVEINSSON:
Vísur
Vetrarvaka.
Til að hrinda vetrarvöku
vil ég mynda kvæði létt.
Mér er yndi að yrkja stöku,
orðin binda saman þétt.
Samanburður.
Þér var löngum gatan greið,
— grimmu firrtur kífi,
en oftast var mín ævileið
eftir kargaþýfi.
Skepnukvalarinn.
Varla dómnum verður breytt
við þig, klækjafýrinn,
því að versta afbrot eitt
er: að kvelja dýrin.
Æskan þráir ....
Æskan þráir ölsins gleði,
eitthvað brennandi.
Setur jafnvel sál að veði,
sé það „spennandi“.
\
140 Heima er bezt