Heima er bezt - 01.04.1960, Blaðsíða 15

Heima er bezt - 01.04.1960, Blaðsíða 15
A fjallavat?li skammt frá Sjöundá. hreyfði ég eggin, því að ég vissi að líf unganna, sem í þeim voru að þroskast, gat oltið á því, að eggin væru iátin óhreyfð. Við þessar tíðu heimsóknir varð rjúpan svo spök, að hún hreyfði sig varla af eggjunum, fyrr en ég strauk henni um bakið. En svo var það eitt kvöldið, sem ég kom að hreiðrinu, að rjúpan þokaðist aðeins af því, er ég strauk um bakið á henni, og iá svo kyrr á eyrinni og breiddi út vængina. Ég laut niður að hreiðrinu og sá þá undursamlega sjón, Skurn eggjanna var að bresta, og í eggjunum heyrðist tíst, og allt var þar á iði innan í skurninu. Ungarnir voru fullþroska í eggjunum. Þeir voru að sprengja af sér skurnið. Ég þorði ekkert að stanza hjá hreiðrinu i þetta sinn, því að ég vissi, að nú mátti móðirin ekki vera Jengi fjarvistum, þá gat Jífi unganna verið hætta búin. Nú liðu tveir dagar, þar til ég kom að hreiðrinu aftur. Þá Jágu átta litlir ungar í einni kös í hreiðrinu, iðandi og tístandi, en eitt heilt egg Já fyrir utan hreiðrið. Það var kaldegg. Ekkert Jíf hafði kviknað í þessu eggi. Annað hvort hafði eggið verið utan við hlýjuna eða það hafði verið ójrjótt. LTngarnir uxu dagvöxtum, og einn daginn, er ég kom að hreiðrinu, var þar enginn ungi. Hreiðrið var autt og tómt, en brot af eggjaskurni voru þar ein eftir. Ég fór að svipast um eftir ungunum. Örskammt frá hreiðrinu sat rjúpan milli þúfna, með ungana undir vængjunum. Ég geltk til hennar, en þá vappaði hún af stað og liaðaði út vængjunum, en ungarnir þustu tístandi í alíar áttir. Ég geltlt þa spölkorn frá og beið. Þá vagaði rjúpan upp á þúfnakoll á eyrinni og gaf frá sér sérkennilegt hljóð, og þá komu allir ungarnir þjótandi aftur til hennar og hjúfruðu sig undir vængi móður sinnar. Ég vildi ekki trufla lengur þetta litla heimili og hélt áfram ferð minni. Dagarnir liðu og ungarnir stækkuðu. Þeir þutu í allar áttir og lyftu litlu vængjunum. Ég vissi, að bráðum yrðu þeir fleygir. Enn héldu þeir þó vel hópinn og kúrðu undir vængjum mömmu sinnar. En nú verð ég að segja ykkur frá leiðindaatviki eða óhappi, sem henti mig fyrir ógætni mína, enda var ég ekki nema 12—13 ára. Ég vil segja frá þessu, ef ég gæti komið í veg fyrir að sams konar óhapp henti unglinga á mínum aldri. Það er ákaflega hættulegt að taka á litlum, hálffleygum ungum, þótt hægt sé að ná þeim. Þeir eru svo veikbyggðir og þola ekkert hnjask. Óg hér kemur þá sorgarsagan: Eitt kvöld, er ég heimsótti rjúpnafjölskylduna mína, voru ungarnir orðnir hálffleygir. Þeir lyftu sér til flugs en flugu örstutt. Vængjatökin voru ekki nógu styrk. Mér datt allt í einu í hug að reyna að handsama einn ungann og þaut af stað. Jú, mér tókst að ná einum ung- anum. Honum fataðist flugið og ég greip hann. Hann lá skjálfandi í lófa mér, og ég fann, hve hjartað barðist ótt. Ég losaði örlítið takið og strauk unganum um bakið með hinni hendinni. Þá skeði óhappið. Unginn varð laus og stakk sér út úr lófa mínum. Hann baðaði út vængjunum, en vængjatökin voru of veik, og ung- inn féll til jarðar beint á höfuðið. Unginn hreyfðist ekki, en titringur fór um litla líkamann. Hann var dá- inn. Enginn mannlegur máttur gat gefið honum lífið aftur. Ég fékk kökk í hálsinn og lötraði burt sneypu- legur, en rjúpan fylgdi mér og þvældist fyrir fótum mér. Hún flögraði lágt og hálfvalt eftir eyrinni og barmaði sér. Það var sorgmæddur drengur, sem kom heim frá smalamennskunni það kvrra vorkvöld. En nú víkur sögunni aftur að hreiðrunum norður í Miðfirði vorið 1952. Nokkrir hlýir dagar komu enn eftir að ég var þar á ferð. Líklega hafa báðir fuglarnir fullorpið þá hlýju daga og fjöldi annarra heiðafugla um allt Norðurland. En hvað skeði um mánaðamótin? Þá brast á hríðarveður um allt Norðurland, en upp til dala og heiða varð snjókoman mest. Vafalaust hefur þá skeflt yfir bæði hreiðrin, sem smalamaðurinn fann uppi á háls- inum, og alla heiðafugla, sem þá höfðu orpið um allt Norðurland. Vafalaust hafa eggjamæðurnar kúrt á eggjunum undir snjónum og beðið þess, að upp birti og Þrastarhreiður í Þórsmörk. Heima er bezt 123

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.