Heima er bezt - 01.04.1960, Blaðsíða 28

Heima er bezt - 01.04.1960, Blaðsíða 28
GOÐRtJN FRA LUNDI 1 UTTUGASTI OG ÁTTUNDI HLUTI Þá færði hún sig svo nærri honum, að hún gat talað í hvíslandi málrómi: „Blessaður vertu ekki að ergja þig yfir því þó hún færi. Það verður víst eins gott fyrir þig að vera laus við hana.“ Hann ýtti henni svo harkalega frá sér, að hún var nærri dottin, og sagði: „Hafðu þig í burtu frá augun- um á mér.“ Þá uppgafst hún við að reyna að hugga hann. Hún bjóst við, að hann jafnaði sig með tíð og tíma. Varla yrði hann svona fúll lengi. Ekki batnaði ástandið þegar heim í bæinn kom. Geir- laug talaði varla aukatekið orð við hana. Heimilislífið var hræðilega leiðinlegt. Asdís rölti þá upp að Bala og sat hjá Stínu gömlu, ef hún hafði ekkert að gera utanbæjar. Hún var hvort eð var eina manneskjan, sem var glaðleg í viðmóti, án þess að vera með glósur og hnifilyrði yfir ástandi hennar. Það var margt skrafað í nágrenninu næstu daga eftir að þingið var á Hóli þetta vor, því að hjónaskilnaðir voru sjaldgæfir á þeim árurn. Konurnar gengu milli hjá- leigukotanna í Hofstorfunni og ræddu oftast um sama efnið, hvað aumingja Rósa hafði tekið nærri sér að yfir- gefa æskustöðvarnar í annað sinn. Sumar konurnar voru hissa á því, að hún skyldi ekki reka stelpuólánið burtu og setjast í sitt sæti, eins og ekkert hefði í skorizt. En aðrar bjuggust við að hún væri orðin svo hrifin af Reykjavíkurlífinu að hún gæti ekki hugsað til að verða í sveitinni lengur, enda væri manneskjan orðin svo fín og falleg að hún væri hreint og beint óþekkjanleg. Þvílíkur munur að sjá þau saman. Rósu, þessa skínandi blómarós, eða hann, eins og kal- inn kvist. Þvílíka afturför höfðu þær aldrei séð og á honum hafði orðið þetta síðastliðna ár. Bogga kallaði upp eitt kvöldið, þar sem hún var á stekknum við rúninginn: „Ég hef nú bara aldrei séð Engilráð í Þúfum fara dag eftir dag upp að Bakka fyrr en núna. Hún þarf ekki að stimpast við rollurnar eins og við.“ „Þær hafa nú kannske eitthvað til að ræða um núna, kjaftakindurnar hérna í nágrenninu,“ sagði Kristján. Þá flissaði Ásdís: „Já, hvort þær hafa það, skilnaðar- málið,“ sagði hún. „Það var nú meira lánið fyrir þær.“ „Þú ert meiri bjáninn,“ hreytti Kristján út úr sér til hennar. Þá hætti Ásdís að hlæja en sagði borginmannlega: „Ég býst við að ég gæti stungið upp í þær, svo að þær hættu sínu þvaðri. En ég ætla að láta það vera, nema þær ráðist á mig.“ Þessu svaraði Kristján engu. Þegar búið var að rýja, varð að fara að hugsa til að þvo ullina. Þá kom Gerða þegar búið var að setja pott- inn á hlóðirnar og leggja að. „Ég skil nú ekki að það hefði þurft að sækja mann- eskju á aðra bæi til að þvo ullina,“ sagði Ásdís við hús- bónda sinn. „Ég hefði sjálfsagt komið því af.“ „Alltaf vilt þú þvæla í því sem erfiðast er,“ sagði hann. „Ég hélt að það yrði þægilegra fyrir þig að halda á hrífu. Það verður bráðum farið að slá.“ Þetta fannst Ásdísi nærgætnislega hugsað. Hún var slíku óvön. Gerða var skrafhreifin eins og vanalega. „Náttúrlega fer hann að láta þig hafa það rólegt,“ sagði hún, þegar Ásdís sagði henni frá þessum miklu gæðum húsbónd- ans. „En þú hugsar þá kannske um að breiða og þurrka ullina. Það er ólíkt hreinlegra en að þvo úr pottinum og notalegra en að þvo úr læknum.“ „Já, það ætla ég að gera. Það er líka alltaf húsmóð- irin sem gerir það,“ sagði Ásdís. Hún vissi líka að hún fengi þá að vera með húsbóndanum, því að hann var vanur að líta eftir því, hvernig ullin væri þurrkuð. „Svo skaltu ríða með ullarlestinni, eins og hver önn- ur húsmóðir, og kaupa eitthvað utan á soninn, svo að hann hafi föt til að fara í þegar hann kemur í heim- inn,“ sagði Gerða. „Já, náttúrlega geri ég það,“ sagði Ásdís. Geirlaug bað Gerðu í öllum bænum að vera ekki að koma svona löguðu inn í kollinn á Ásdísi. Hún væri nógu frek og óþolandi, þótt ekki væri verið að ýta undir hana. Það lá vel á Ásdísi þá daga sem ullarþvotturinn stóð yfir. Þó það væri oftast nær Geirlaug, sem vann með henni, þá kom húsbóndinn alltaf seinni partinn og tróð 136 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.