Heima er bezt - 01.04.1960, Blaðsíða 29

Heima er bezt - 01.04.1960, Blaðsíða 29
því, sem þurrt var orðið, í poka og bar þá lieim í skemmu. Einn morguninn voru svo hrossin rekin heim og lagðir á þau reiðingar. Það átti að fara að flytja ullina út á Eyrina, þó að mikið af henni væri óþvegið. „Ég var að hugsa um að ríða með lestinni í kaup- staðinn,“ sagði Ásdís. Kristján leit ekki á hana en anzaði þó: „Þú getur víst alltaf farið út eftir, það er ekki svo langt. En núna er enginn hestur handa þér, því ekki get ég farið að ganga á eftir lestinni.“ „En Bleikur? Ekki er hann hér,“ sagði hún. „Ég á hann ekki lengur,“ sagði hann. „Það hefur sjálfsagt nóg annað að skrifa suður, nágrannafólkið, en að ég þvælist með hest, sem ég ekki á,“ bætti hann við. „Þá skal ég ná honum. Adér er svo sem sama þótt það segi frá því,“ sagði Ásdís. „Þú snertir hann ekki,“ sagði hann vonzkulega. Hún horfði á hann alveg hissa og gekk svo inn í bæ vonsvikin. Þá var þessi draumur búinn. Náttúrlega væri ekkert hægara en að taka hestinn, því að hann var rétt við túngirðinguna. Og ekkert myndi ergja Geirlaugu gömlu eins mikið og það. En hún þorði ekki að gera Kristjáni þetta á móti skapi. Hún fór því gangandi út eftir daginn eftir, því þá var enginn þurrkur. Þegar hún var komin heim og búin að hressa sig á kaffi og segja ferðasöguna, sem ekki var löng eða við- burðarík, gekk hún beina leið inn í hjónahús. Þar sat Kristján við skriftir. Hún sýndi honum fína og fallega álnavöru og sagði brosandi: „Þetta á nú að fara utan á hann son okkar. Þú líklega lánar mér saumavél til þess að sauma það í.“ Hann gaf þessu ólundarlegt hornauga og sagði: „Ég á enga saumavél, enda efast ég um að þú kynnir að snúa henni.“ „En saumavélin sem er þarna á kommóðunni með kassanum yfir?“ sagði hún. „Hún verður þarna þangað til eigandinn tekur hana. Svo er hún líka læst,“ sagði hann. „Hvað á það að þýða að hafa þessar eigur Rósu hér, fyrst hún er farin?“ sagði Ásdís. „Skiptu þér ekkert af því,“ greip hann frarn í fyrir henni, því að hún hafði ætlað að tala núna. Ásdís rölti upp að Bala og bar vandræði sín upp fyr- ir Stínu gömlu. Alltaf var hún þó bezt af þessu Hofs- torfudóti. En hún gat samt ekki leyst þennan vanda. Hafði aldrei sniðið eða sumað ungbarnsföt. Saumavélar- garm átti hún, en ómögulegt var að sauma í henni nema helzt vaðmál. Hún ráðlagði Ásdísi að fara með efnið suður að Þúfum eitthvert kvöldið. Lauga væri bráðlag- in að sauma. „Það dettur mér nú bara ekki í hug,“ sagði Ásdís. „Ég veit svo sem ekki hvað hann Kristján segði, ef ég færi að biðja Þúfnahyskið að gera mér greiða.“ „Þú varft víst ekkert að láta hann vita það og því síður að vera að hnjóða í Þúfnafólk, sem er mikið al- mennilegt, þótt Kristján hafi haft það upp á móti sér eins og flestalla, sem hann hefur kynnzt,“ sagði Stína gamla. „En fyrst þú ert nú í þessari klípu, vesalingur- inn, skal ég fara með þetta fram að Hólkoti til yfir- setukonunnar. Ég býst hvort eð er við, að þú eigir eftir að kynnast henni eitthvað.“ Ásdís gekk ánægð heimleiðis. Þann sama dag kom kaupamaður. Það var sá sami og hafði verið þar sumarið áður. Geirlaug spurði Kristján eftir því, hvort konan hans hefði ekki getað komið. Henni hafði fallið ágætlega við hana. „Ég kærði mig ekkert um hana,“ sagði Kristján. „Ég hef nóga eftirvinnu. Ásdís vinnur á við hálfa aðra stúlku ef ekki tvær,“ „En mér datt í hug, að hún verði kannske liðlétt seinni hluta sláttarins,“ sagði hún hikandi. „Það er engin hætta á því, að hún verði lengi frá verkum,“ sagði hann og brosti drýgindalega. „Gerða verður hérna þessa viku og kannske lengur.“ Svo byrjaði slátturinn. Karlmennirnir urðu að slá á engi líka, ef Ásdís átti ekki að raka ofan af þeim skóna. Það var þurrkur á hverjum degi svo það lá vel á hús- bóndanum, en slíkt var orðið óvanalegt. Geirlaug hafði sífelldar áhyggjur af því, að Ásdís myndi standa við hrífuna þangað til hún tæki léttasótt- ina. Þá myndi hún leggjast í slægjuna eins og skepna og fæða krakkann. Það yrði ein sómafréttin, sem bærist út af þessu heimili. En það leið svo ein vikan af annarri að ekkert bar til tíðinda. Geirlaugu ofbauð alveg, hvað vesalings mann- eskjan var orðin fyrirferðarmikil, en samt gat hún ekki vorkennt heilni, svo erfitt var samlyndið. Einn morgun seint á engjaslætti fannst henni Ásdís vera hræðilega „vögusíð“, þegar hún þrammaði úr hlaði. Samt rakaði hún rösklega fram að miðaftni. Þá gekk hún beina leið til húsbóndans og sagði stuttlega: „Það er líklega bezt fyrir þig að hafa þig eftir yfirsetukon- unni. Ég reyni líklega að koma þessu frá svo fljótt sem ég get.“ „Reyndu þá að hafa þig heint manneskja,“ sagði hann í skipunartóni, ekki ólíkt því að honum dytti það sama í hug og Geirlaugu. „Ég býst við að reyna það,“ anzaði hún. Geirlaug vissi, hvað nú var um að vera, þegar hún sá til ferða Ásdísar. Hún var óvanalega seinfær, vesa- lings bjálfinn. Bara að hún sjálf gæti horfið burtu frá þessu öllu, sem í vændum var. Hún sá, að það var Bogga, sem send var af stað eftir yfirsetukonunni. Ekki var það svo, að hann gæti sjálfur farið, ómennið það. Samt fór hún að búa um Ásdísi og bað hana í öllum bænum að reyna að fara að hafa sig í rúmið og hafa hægt um sig, þá drægist þetta kannske þangað til Guð- björg kæmi. En Ásdís ætlaði heldur að vera á fótum: „Mér finnst hann hefði getað farið sjálfur eftir yfirsetukonunni, það Heima er bezt 137

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.