Heima er bezt - 01.02.1968, Page 6

Heima er bezt - 01.02.1968, Page 6
Ólafur fjölskylda. Helgi og fjölskylda. Aslaug og Jón Pálsson. Myndin tekin árið 1946 af Sigriði Zoega. og snemma liðtækur við heimilisstörf. Léttlyndur og lá ekki á liði sínu. Enga fræðslu hlaut Páll í æsku um fram það sem tilskilið var til fermingar, enda fræðslu- öld ekki runnin á Islandi og engin fræðslulög til. Þeg- ar Páll hafði dvalið á heimili foreldra sinna 23 ár, kvænt- ist hann haustið 1886 Elínborgu, f. 18. des. 1867 Þór- eyjarnúpi, V.-Hún., Stefánsdóttur bónda þar, bróður Halldórs prófasts Hofi í Vopnafirði Jónssonar prests Höskuldsstöðum Péturssonar og k. h. Gróu Sveins- dóttur bónda Forsæludal Ögmundarsonar. Fóru þau að leita fyrir sér um jarðnæði. Áttu kost á að fá Þórgríms- staði í Breiðdal en þar var svo „vel hýst“ að kaupa varð jarðarhús fyrir 200 kr. Það verð var ofvaxið efnahag ungu hjónanna. Þá var og á boðstólum Víðilækur í Skriðudal. Þar var húsakostur lélegur og lítið álag jarð- arhúsa. Vorið 1887 fluttu þau Páll og Ehnborg að Víði- læk með kú og kvígu, 2 hross og trippi, 36 ær og 12 gemlinga og mjög fátæklega búshluti. Bjuggu þarna 4 ár og „græddu á tá og fingri“, eins og Páll orðaði það 42 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.