Heima er bezt - 01.02.1968, Page 29
★ ★★*★★★**★*★★**★****★**★*★★**★*
Hermennirnir fóru yfir að Kálfskinni og leituðu
þar vel og vandlega, en komu svo yfir aftur. Sveinn
bóndi hefði gjarnan viljað bjóða þeim upp á kaffi,
en kaffið var skammtað eins og annað og entist illa.
Auk þess hafði hiti hlaupið í seinustu brennsluna, og
kaffið því nær ódrekkandi síðan. Ekki var þó talað
um að henda því. Á Hamri var engu matarkyns
fleygt, sem hægt var að leggja sér til munns.
Hermennirnir spjölluðu glaðlega saman og horfðu
hlæjandi upp til fjallanna. Þeir töldu algjöran óþarfa
að leita frekar í þessari vík, fjöllin myndu sjá fyrir
þeim sem þar héldu til.
Krakkarnir horfðu forvitin á þessa ókunnu skrítnu
menn, sem áttu nóg af súkkulaði og brjóstsykri. Einn
mannanna hafði lokkað Sólveigu litlu til sín með
stóru súkkulaðistykki og sat nú með hana á hesta-
steininum og talaði við hana á framandi tungu. Þetta
var ungur maður, svarthærður og brúneygður, hár
og myndarlegur. Telpan ljómaði í framan yfir gjöf-
inni og vissi varla, hvort hún ætti að tíma að bíta í
súkkulaðið eða ekki.
„Ég á líka, líka namm,“ sagði hún í stríðnistón við
Árna bróður sinn, sem stóð rétt hjá þeim með opinn
munninn fullur af öfund og boraði í nefið á sér í
vandræðum sínum. Enginn hafði gefið honum neitt
enn þá, hin voru öll búin að fá gott. Strákurinn tví-
steig og gaut augunum á mennina til skiptis. Sá hann
enginn, eða hvað? eða var það af því að hann var
ljótastur allra krakkanna, að enginn leit við honum?
Loks stóðst hann ekki þessa þrekraun lengur, tárin
fóru að hrynja ofan með nefinu á honum.
„Árni er að grenja,“ sönglaði Sóley og benti
ókunna manninum á bróður sinn. Maðurinn horfði
undrandi á drenginn, en svo skildi hann hvað var að.
Hann dró upp súkkulaðibút og rétti Árna.
Árni saug upp í nefið, þurrkaði sér á óhreinni
peysuerminni og leit með innilegu þakklæti á stóra
manninn ókunna, sem klappaði honum hressilega á
snoðklipptan kollinn. Það var eins og hann gæti ekki
haft augun af Sóley litlu. Svo dró hann upp veski
sitt, tók upp úr því mynd og sýndi krökkunum
tveim.
„Nei, sko fallegu dúkkuna,“ sagði Sóley og horfði
á litla stúlku, og svo sannarlega var hún lík dúkku.
Hárið var í hringuðum lokkum kringum litla fallega
andlitið. Hún var í hvítum víðum kjól og í hvítum
sokkum og skóm. Vala gat ekki stillt sig um að skoða
myndina líka. Maðurinn mátaði með hendinni hvað
telpan væri stór, hún væri aðeins minni en Sóley.
Brosið á andliti ókunna mannsins varð dapurt.
Hann tók myndina, horfði ástúðlega á hana og stakk
henni svo í veskið sitt aftur.
Augu Völu fylltust tárum. Hún flýtti sér inn og
lagðist upp í rúm. Hvers vegna var heimurinn svona
hræðilegur. Hvað áttu menn eins og Úlli og þessi
ókunni maður sökótt hvor við annan. Hvers vegna
voru þeir óvinir og áttu að drepa hvor annan? Hver
réð þessu öllu, gat það verið Guð? Hvers vegna lét
hann þetta viðgang«st?
Vala réð ekki við sig. Hún skreið undir sængina
og skalf öll af gráti.
Þegar hún kom fram aftur og var búin að jafna
sig, voru hermennirnir farnir. Henni fannst þungum
steini vera létt af brjósti sínu, er hún horfði á eftir
stóra gráa herskipinu norður með landinu. Fyrr en
varði var það komið í hvarf. Og Úlli enn ófundinn.
Pabbi hennar tók hressilega í nefið og sötraði kaffið
með háu slokhljóði. Henni fannst hann jafnvel tala
hærra en áður:
„Bara þeir fyndu þessa nazistakálfa, væru þeir ann-
Heima er bezt 65