Heima er bezt - 01.04.1973, Page 5

Heima er bezt - 01.04.1973, Page 5
tæki komu til sögunnar, utan sá síðasti við Þverá. Hand- verkfæri og hjólbörur voru hjálpartækin við gerð garð- anna, en grjóti ekið á bílum. Verkstjórar við þessi miklu mannvirki voru þeir Ólafur Bjarnason frá Eyr- arbakka til ársins 1945 og síðan Eysteinn Einarsson á Brú sem síðan hefur séð um garðana og styrkt þá alla. Með öllum þessum öflugu görðum var bægt frá bráðri hættu, sem ekki einungis vofði yfir Landeyja- sveitunum heldur engu síður Fljótshlíðinni og Þykkva- bænum. Talið er að Þverá hafi runnið í þessum farvegi fram með Fljótshlíðinni í tvær aldir. í Austur-Landeyjasveit ríkir gamalgróinn félagsandi. Búnaðarfélag var stofnað þar árið 1890 og sama ár lestr- arfélag. Söngur var þar æfður og iðkaður mikið, enda voru þar góðir söngstjórar eins og Björgvin Filippus- son á Bólstað, Guðjón Jónsson, fyrrverandi hreppstjóri í Hallgeirsey, sem líka kenndi þar sund um árabil og Ingimundur Guðjónsson frá Austur-Hjáleigu. Enda þótt allir þessir ágætu menn séu hættir að lyfta tón- kvísl í sínum heimahögum lifa áhrifin enn meðal fólks- ins í sveitinni. Margir góðir glímumenn slitu sínum bernskuskóm í byggðarlaginu eins og Magnús Gunn- arsson frá Hólmum, Óskar Einarsson frá Búðarhóh, Tómas og Ingimundur Guðmundssynir frá Ljótarstöð- um. Enn eru íþróttir í hávegum hafðar þar í sveit og góð aðstaða til íþróttaiðkana við félagsheimilið. Forustumaður í öllum framfaramálum Austur-Land- eyinga hátt í þrjá áratugi hefur verið Erlendur Árna- son, oddviti á Skíðbakka. Hann er gæddur sívakandi framfarahug og fylgir áhugamálum sínum eftir af óbil- andi dugnaði. Það var á vordögum árið 1947 að fyrsta skurðgrafan kom austur yfir Affallið í Austur-Landeyjahrepp. Jarðræktarsamband höfðu Landeyingar stofnað árið Byggingarnefnd félagsheimilisins i „GunnarshólmaStand- andi: Siguröur Haraldsson trésmiðameistari, Kirkjubce. Geir- mundur Valtýsson, Seli og Haraldur Jónsson, Miðey. Sitjandi: Guðmundur Pétursson, Stóru-Hildisey. Erlendur Arnason, Skíðbakka og Guðmundur Jónsson, Hólmi. Félagsheimili Austur-Landeyinga „Gunnarshólmi". áður. Með framræzlunni hófst hrein bylting í gróður- sögu sveitarinnar. Unnið var skipulega við að grafa skurðanet um sveitina, sem Ásgeir L. Jónsson, vatns- veitufræðingur hafði mælt út. Vélaniður skurðgröfunn- ar hljóðnaði ekki einu sinni á nóttunni. Á einum áratug var grafið á annað hundruð kílómetrar af skurðum. Nokkru síðar var grafið umhverfis hverja einustu jörð í sveitinni á landamerkjum. Á þann hátt héldu bændur upp á 70 ára afmæli Búnaðarfélagsins undir forustu Er- lendar á Skíðbakka. Mýrarnar urðu fljótlega eftir uppþurrkunina hið ágætasta haglendi og nú brá svo við að lömbin úr Land- eyjum urðu vænni en úr öðrum nágrannasveitunum, en þessu var öfugt farið áður, þá var talað um lambakett- ina úr Landeyjum. En brátt urðu mýrarnar að blóm- legum túnum og heimaland margra jarða stækkaði við það, að gömul uppistöðuvötn voru þurrkuð upp. En það er líka gamall, en samt nýr og síungur draumur, sem Erlendur oddviti á sveit sinni til handa, um að stækka allt nytjaland hennar. Nokkurskonar útfærzla. Landeyjasandur er um ellefu þúsund hektarar, og ligg- ur sunnan við hið gróna land. Um þetta mikla land- flæmi hafa eyðingaröflin leikið og gengið á hið gróna land, en nú hefur hér verið snúið við blaðinu. Hér hef- ur Erlendur oddviti lagt Landgræðslunni öflugt lið um sautján ára skeið. Glíman við hinn síkvika sand stendur enn yfir, en eigi þarf að spyrja að leikslokum. Gróðuröfhn vinna á og seinna rætist draumurinn um að nytjalandið nái alveg niður að sjó. Heima er bezt 113

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.