Heima er bezt - 01.04.1973, Page 14

Heima er bezt - 01.04.1973, Page 14
HINRIK A. ÞÓRÐARSON: SÍÐASTI PRÆLLINN / leyfiskysi. Pað var snemma vors, árið 1849. Snjólaust að kalla, en kuldanepja næddi yfir gróðurvana jörð. Dreifðir torfbæirnir höfðu litlu meiri reisn, en fjóshaugarnir frá liðnum vetri. Aðeins reykir sem stigu upp á einstaka stað, sýndu að þar mundu manneskjur hafast við. Þinghús hreppsins var nokkru reisulegra öðrum hús- um. Veggir þess hlaðnir úr torfi og grjóti, vallgrónir utan. Torfþak á, með hellu yfir rafti. Tjargað timbur- þil á stafni, með járnaðri hurð og stór koparlykill í skrá. Innan úr húsinu heyrðist skvaldur og mannamál. Þar sátu bændur Skeiðahrepps á fundi. Þeir sátu á bekkjum meðfram veggjum, en fyrir gafli stóð borðskrifli og á bak við það sat yfirvaldið, sjálfur hreppstjórinn. Fundinum var eiginlega lokið, en alltaf er nóg um að tala þegar menn hittast. Og hér var ekki um smámál að ræða að margra dómi. Ein blásnauð og umkomulaus vinnukonukind hafði vogað sér að gera tilraun til þess, að endur-nýja sjálfa sig, og það án þess að spyrja nokk- urn leyfis, en lét sér nægja þá tilskipan eina, sem Adam og Eva fengu fyrir reisupassa, þegar þau hurfu frá að- gerðarleysi því sem þau hafði mest plagað í þeirra fyrstu búsetu. Þeir bjartsýnustu töldu ekki endilega víst, að svo hrapallega væri komið, að kvenmanns-rýjan væri með barni. Hún gæti haft sull og af því stafaði þykktin. Kæmu þá ekki til nein naukin sveitarþyngsli. En á þess- um árum voru þau ærin fyrir. Aðrir mótmæltu harð- lega. Töldu stelpuna víst með barni, og sennilega tveim- ur og mundi mesti óráðsíu-maður valdur að þessum ófögnuði. Þeir sem minna máttu sín, gáfu ekki orð í, en höfðu sér til dundurs að læða fingri í skegg sitt eða hár, þar sem þörfin var mest hverju sinni. Hreppstjórinn hafði setið þögull og hlýtt á mál manna. Nú stóð hann á fætur og studdi sig við hriktandi borð- ið. Hann var kominn af léttasta skeiði. Meðalmaður á hæð, en riðvaxinn. Klæddur sauðsvörtu vaðmáli og peysu, með sólaða skinnsokka á fótum. Hárið dökkt og klippt neðan. Nefið í hærra lagi og lítið eitt bogið nið- ur að framan. Augun dökkbrún og óhvikul. í engu var hann að sjá framum aðra menn er þarna voru inni, Og ekkert í útliti eða búnaði sem gaf til kynna embættis- vald hans, nema ef vera skyldi skinnsokkarnir. Þetta var Ófeigur hinn ríki í Fjalli, sem fám árum síðar lét eftir sig þann auð, að hálfan mánuð tók að skipta dánarbúi hans milli konu og barna. Hann ávítaði búendur fyrir þarflausan barlóm, og taldi það létt verkefni heilli sveit, að ala upp einn krakka. Hitt væri miklu verra, ef það yrði aldrei mað- ur. Þetta var staðreynd, en ekki spádómur. En síðar miklu minntust menn þessara ummæla Ófeigs, og töldu sumir að þar hefði forspár maður munni upp lokið. Foreldri. En hvað var það þá sem olli þessum vandræðum öll- um, svo nærri lá að heilt sveitarfélag sporðreistist? Og hverjar voru þær mannskepnur sem komu þessu íra- fári á stað? Um þessar mundir var á Efri-Brúnavöllum, stúlka sem Guðrún hét Gísladóttir. Ógift og annara hjú. Óglöggt var um forfeður hennar, og því talin lítilsigld og ættsmá. Á sama tíma hélt Ófeigur ríki í Fjalli vinnumann, ættlaust hleypimenni, sem Magnús hét Einarsson. Sá gerði sér dælt við konur, og var ekki við eina f jöl felld- ur. Þótti hann óáreiðanlegur í flestu því sem fátækir máttu ekki. Hafði hann gert þungaða Guðrúnu vinnu- konu á Efri-Brúnavöllum, og lá ekkert fyrir afkvæmi þeirra annað en hreppsframfæri. Þar af spruttu vand- ræðin. Ekki varð Magnús mosavaxinn hjá Ófeigi ríka, og hvergi sást, eða er þess getið að hann hafi glapið dætur hans, sem þó má teljast afar líklegt eins og á stóð. Á þessum árum var Ófeigur hjúasæll. Samt dvaldist Magn- ús þar ekki til langframa, því fám árum síðar er hann orðinn vinnumaður á Hlemmiskeiði, hjá Þórunni Stur- laugsdóttur og Ögmundi, sem þar bjuggu á hálflendunni. Hjón þessi áttu sér dóttur, sem Vigdís hét. Ofláti mikill og glysgjörn, svo frægt varð um héraðið. Þegar kom á sumar fram, sást að Vigdís bar þykkt nokkra undir belti, líkt því sem hún væri barnshafandi. Sumir töldu það róg einn og illmæli, að slík skartjómfrú gæti haft sömu náttúrlegu eiginleika til framvindu lífsins og kyn- systur hennar. Hitt mundi sönnu nær, að hún bæri sull nokkurn af hundum kominn, sem engin mannorðsspjöll fylgdu. Bóndi var þá á Skeiðum, sem fékkst við skottu- lækningar og þótti takast vel á stundum. Undir hann 122 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.