Heima er bezt - 01.04.1973, Blaðsíða 18

Heima er bezt - 01.04.1973, Blaðsíða 18
THEODOR GUNNLAUGSSON FRA BJARMALANDI: Labbaé á milli lancisborna Fimmtán daga ferðalag (FRAMHALD) Fagurt síðsumarskvöld stóð hann eitt sinn við suður- gluggann á stóru baðstofunni sinni á Skinnastað og horfði yfir túnið og skógarhlíðarnar, sem nú voru að sveipast skarlatskyrtlum haustsins. Sér hann þá allt í einu hvar önnur vinnukona þeirra hjóna kemur út úr bænum og stefnir beint suður túnið og fer mikinn. Hann horfir á hana um stund. Hann virðist skyndilega átta sig, því hann segir svo að glöggt heyrist: „Stóra Anna, stikar glannalega, framm til granna í fjörðinn hér, að fá sér mann. Nú líkar mér.“ Svo hló hann stóra hláturinn, svo undir tók í baðstof- unni. Á hlaðinu á Beigalda var okkur fagnað af heilum hug. Næstum öll athygli mín beindist þó að húsmóðurinni, Þóru, sem ég þekkti strax af föður og systur, þótt ég hefði aldrei séð hana áður. Hún var stórglæsileg. Af svip hennar stafaði mildi móðurinnar en úr augunum sindraði af gáfum föðurins. Og öll framkoma hennar var í senn eðlileg, óþvinguð og aðlaðandi. Ég var sann- færður um það, að í brjósti þessarar konu bærðist heitt og göfugt hjarta. Grönfelt virtist mér hár maður, dökk- ur á brún og brá, íhugull, myndarlegur og viðmótið sérstaklega aðlaðandi. Jón fannst mér aftur á móti hafa breytzt mikið. Hann var fremur lágur maður en þrek- inn, dökkur á hár og skegg, venjulega fámáll og hæg- látur, en mildin í augum hans og brosið gleymdist eng- um, sem veitti því athygli. Það var líka óbreytt, en mér fannst hann miklu fullorðinslegri en ég bjóst við. Mér sýndist hann hafa elzt um mörg ár. Og um leið og ég hafði heilsað honum fannst mér að sltjótur og algjör skilnaður við bernsku- og æskustöðvar hefði ef til vill tekið meira á hann en hann hefði látið uppi. Sumir menn byggja óyfirstíganlegan múr umhverfis sína helgu hnd, sem alltaf streymir, en enginn fær að sjá. Og — nið hennar skilja þeir einir, sem eiga sjálfir aðra, með sama umbúnaði. Kvöldið inni í hlýju stofunni á Beigalda varð mér ógleymanlegt. Ég þurfti fáu að svara og lagði ekkert til mála. Ég gat því ótruflaður fylgzt með samræðum, spurningum Þóru og Jóns fyrst og fremst, sem allt og alla þekktu svo vel heima, svörum Munda bróður og ótal minningamyndum, sem brugðið var upp, með bros á vör og gamanyrðum, sem gáfu atburðunum vængi. Og — margir svifu þeir fyrir ljóshfandi eins og fiðrildi milli fagurlimaðra bjarka, sem gengið er hjá á kyrru og sólgylltu sumarkvöldi. Eg veitti því líka athygli, að það glaðnaði yfir fleirum en mér og þeim, sem töluðu. Húsbóndinn Grönfelt varð líka oft að einu brosi, svo innilega gladdist hann yfir þessum löngu liðnu atburðum, í örmum þeirrar sveitar, sem kona hans og mágur unnu svo mjög, og honum var án efa sjálfum farið að þykja vænt um. Skógarhlíðarnar, fjallafaðmurinn víði, undirlendið og hafið í norðri, hlutu jafnvel í hug hans að búa yfir ómótstæðilegum töfrum, þegar júnínóttin sveipaði allt silfurblikandi og gullnum rósaslæðum. Og í kyrrðinni barst þá að eyrum niður árinnar, eins og voldugur bassi, við tímans háværa og stundum hjáróma göngulag. Um kvöldið, þegar við gengum út var veðrið svo milt og loftið var svo létt og tært og hressandi. Ég áttaði mig ekki strax á breytingunni. Þetta var svo líkt og heima. AUt var líka svo hljótt og hátíðlegt og fólkið svona aðlaðandi. En þá var eins og hreimfögur rödd hvíslaði að mér: „Þú virðist ekki átta þig á því, að þú ert kominn burtu úr Reykjavík, þar sem hávaðinn og ónæðið eltir mann. Hér finnur þú sjálfan þig-“ Og alveg ósjálfrátt leit ég í suðurátt. Þarna voru heiðríkjublettir á lofti. Þeir boðuðu eitthvað gott. — 2. KAFLI Morguninn eftir vaknaði ég við mannamál. Ég heyrði ekki betur en það væri fagnaðarhreimur í röddinni. „Nú er óvenju fagurt að líta út,“ sagði einhver. Ég reif opin augun. Sólskin. Og nú skildi ég allt. Sumarið v a r kom- 126 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.