Heima er bezt - 01.09.1977, Síða 2

Heima er bezt - 01.09.1977, Síða 2
Rétlincli eða réttindaleysi Nú undanfarið hefir fjölmiðlum verið um fátt tíðrædd- ara en hversu torveldlega hefir gengið að afla skólun- um, og þá einkum grunnskólunum, kennara með rétt- indum, þ. e. kennaraprófi. Og heyrst hefir, að þegar skólarnir ýti úr vör, sé allt að þriðjungur kennaranna réttindalaus, sem svo er kallað, og þykir mörgum sem slíkt horfi til vandræða ekki síst þegar þess er gætt, að réttindamennirnir fást ekki, til að sinna skólastörf- um. Skólastjórar og fræðsluráð, sem með þessi mál fara, verða að grípa hvern þann, sem til næst til kennslu, þar sem réttindamennirnir séu komnir í aðrar stöður og störf en þau, sem þeir höfðu búið sig undir. I ljós í þessum umræðum hefir komið, að í hópi þessara réttindalausu kennara eru margir, sem þegar eru þaul- reyndir kennarar, er starfað hafa svo árum skiptir við kennslu við góðan orðstír, en ekki fengið fastar stöð- ur, vegna vonarinnar um réttindamann. Vitanlega eru þó hinir fleiri, sem grípa í að kenna einn vetur. I þeim hópi eru t. d. margir stúdentar, sumir þeirra eru ef til vill að þreifa fyrir sér um, hvort þeir eigi að fara í kennaranám og leggja síðan fyrir sig kennslu, aðrir aft- ur aðeins til að fá eitthvað að gera, áður en þeir hyggi á framhaldsnám. Vafalítið má telja, að í þessum stú- dentahópi eru margir, sem síðar stundi kennaranám og staðfestist við kennslu. Má því raunar segja að hin rétt- indalausa kennsla þeirra sé til góðs eins. Væri meira að segja athugunarvert, hvort ekki bæri að tengja slíka kennslu kennaranáminu, þannig að eins vetrar kennsla við skóla yrði gerð að skilyrði fyrir inngöngu í kenn- araháskólann, svo að nokkurn veginn væri tryggt, að þangað færu ekki aðrir, en þeir sem þegar væru reyndir að nokkru, og ætla mætti að staðfestust í kennarastétt- inni. Að vísu væri með því haldið við því vandræða- ástandi, að við skólana störfuðu menn einungis eitt ár, en við því verður aldrei gert til fullnustu hvort sem er, en víst er að margir myndu hverfa aftur að reynslu- skóla sínum, svo að ef til vill væri hættan ekki svo mikil. Flestir eru að vísu sammála um, að það er næsta óheppilegt fyrir nemendur, að þurfa í sífellu að skipta um kennara, en „fátt er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott“. Nýjum kennurum fylgir oft nýr and- blær, sem getur orðið hressandi og vekjandi fyrir skóla- lífið í heild. En hversvegna fást ekki réttindakennararnir? Ekki verður ráðamönnum skólanna kennt um það. Þeir munu undantekningarlaust fylgja settum reglum um að láta réttindamennina sitja fyrir, þótt þeir jafnvel verði að láta góða menn með reynslu, hverfa frá skólanum fyrir óreyndum réttindamanni. Það eru þeir sjálfir, sem á stendur. En hversvegna? Af umræðum um málið sést, að flestir telja megin- orsökina, léleg launakjör kennara og illan aðbúnað í starfi. Eg er að vísu ekki kunnugur launakjörum kenn- ara nú, en hygg þó að þau séu ekki lakari en almennt gerist um opinbera starfsmenn, og hafa stórbatnað á síðari árum. Hitt er fullkunnugt að í kapphlaupinu um starfslið innan ýmissa starfsgreina í þjóðfélaginu, munu mörg fyrirtæki gjalda hærri laun en ríkið, eins og svo mjög er nú deilt um. Þess heyrist því oftlega getið, að hinir kennaralærðu menn hverfi að þeim eldunum, sem betur brenna. Allt um það efast ég um, að launa- kjörin séu það sem mestu ræður í þessum efnum. Starfs- aðstöðu, er vafalítið víða ábótavant, enda þótt miklu fé sé varið til skólabygginga og búnaðar þeirra. En ef þetta er eltki meginástæðan, hvað er það þá? Hér sem annars staðar eru orsakirnar vafalaust fleiri en ein, en sú, sem mér kemur fyrst í hug er, að kennara- starfið hefir verið og er enn oftlega vanþakkað og nýtur engan veginn þeirrar virðingar í þjóðfélaginu, sem því ber. Og engum er í rauninni láandi, þótt hann hiki við að ráðast í æfistarf, sem hann finnur, að ekki er metið að verðleikum eða jafnvel lítilsvirt, og hann finnur kuldann hvarvetna í kringum sig, enda þótt hann hafi búið sig undir að gegna því. Hin mikla þensla í skólakerfinu á síðustu árum krefst vitanlega fleiri kenn- ara, en þeim, sem beint finna köllun hjá sér til kennslu- starfa fer ekki að sama skapi fjölgandi. En því er svo farið, með kennslu, eins og raunar mörg fleiri störf og ef til vill flestum fremur, að hún krefst nokkurrar sér- gáfu, sem ekkert nám, engin próf geta gefið manni. Enginn verður skáld af lærdómi einum saman, enginn góður smiður, ef hann er að eðlisfari klaufi, þótt hann geti fengið sveinspróf í iðninni. Getur ekki verið, að ýmsir, sem lokið hafa kennaraprófi finni að því loknu, að þeir hvorki hafi köllun né hæfileika til kennslu, svo að vel sé. Og er ekki einnig hugsanlegt að kennara- námið beinlínis fæli þá frá því, að takst kennslustörf á hendur. Vér vitum þess mýmörg dæmi, að menn hafa horfið frá framhaldsnámi, sem þeir byrjuðu fullir áhuga, af því að þegar þeir kynntust því í raun, varð þeim ljóst hvernig því var háttað. Þar getur kennaranám ekki verið nokkur undantekning. 278 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.