Heima er bezt - 01.09.1977, Qupperneq 9
Hann
BENJAMIN SIGVALDASON:
K
b
var neppnismaour
Qamansöm ferhasaga
Við hallur, vinur minn og félagi, vorum í þann
veginn að leggja af stað í langferð, og ætluð-
um meira að segja alla leið „austur á land“,
eins og það var kallað. Ekki var um neitt ann-
að að ræða en að fara ríðandi, því að þetta var nokkr-
um árum áður en „jepparnir“ komu til sögunnar. En
það var heldur engin neyð fyrir okkur Hall, að ferð-
ast á hestum eða „fara ríðandi“ þessa ferð, því að við
áttum marga og góða hesta. í fyrsta lagi áttum við sinn
reiðhestinn hvor — sannkallaða gæðinga. Og í öðru lagi
áttum við marga prýðilega „ferðahesta“, en svo nefn-
um við þá hesta, sem eru þrekmiklir og duglegir, þægi-
lega viljugir og sæmilega góðgengir, þótt ekki geti þeir
talist beinlínis reiðhestar. En í þriðja lagi ætluðum við
með nokkra tamningafola. Suma áttum við sjálfir en
aðra tókum við af góðkunningjum okkar og vinum, sem
engan tíma höfðu til að sinna þesskonar verki, eða þeir
blátt áfram treystu okkur betur en sjálfum sér.
Við vorum ákveðnir í því, að leggja af stað 24. júní,
eða á sjálfan Jónsmessudaginn, því að þá höfðum við
lokið öllum okkar vorverkum, en heyskapur gat ekki
byrjað fyrri en í fyrsta lagi eftir tíu daga. Þetta var
því eini tíminn sem við höfðum til umráða, enda var
þetta lang hentugasti tíminn til ferðalaga.
Daginn áður en við lögðum af stað, höfðum við
mikið að gera við að undirbúa ferðina. Fyrst þurftum
við að athuga og yfirfara reiðtygi, síðan laga skeifur
undir hestunum og bæta um þar sem þurfa þótti. Og að
síðustu þurftum við að járna suma tamningafolana. En
það var bæði seinlegt og erfitt, þótt við værum tuskinu
vanir. Þegar kominn var venjulegur háttatími, vorum
við orðnir þrevttir og ætluðum að fara að taka á okkur
náðir, því bezt var að vera óþreyttur er lagt væri af
stað.
En rétt í þann mund, er ég ætlaði að fara að loka
bænum, svo sem siður er á góðum sveitaheimilum, þá
sjáum við hvar maður kemur flugríðandi með tvo til
reiðar.
„Hver kemur nú þarna?“ spurði Hallur.
„Ég sé ekki betur en að þetta sé hann Kári í Keldu-
dal,“ svaraði ég.
„Hvað getur hann viljað?" spurði Hallur.
„Það kemur brátt í ljós,“ svaraði ég. „En sennilega
vill hann fara í eitthvert brask. Hann er sagður mjög
gefinn fyrir það. Kannske það sé þessvegna, sem hann
er orðinn svona efnaður, að hann gat keypt af Guð-
mundi gamla jörðina og búið í fyrravor þegar hann
fluttist inn í sveitina.“
„Já, um það skal ég ekkert segja, því ég þekkti mann-
inn afar lítið. En þó þykir mér frekar líklegt, að hann
hafi féflett karlinn, sem búinn var að missa konuna og
einkasoninn, sem átti að taka við jörðinni. Hann var
því neyddur til þess að hætta búskapnum, og ekki
kaupandi við hendina. Kári mun því hafa fengið þetta
allt fyrir ótrúlega lágt verð.“
Að þessum orðum töluðum, var Kári kominn heim í
hlað. Hann kastaði kveðju á okkur og snaraði sér af
baki með riddaralegum tilburðum, um leið og hann
sagði:
„Ég var að frétta, að þið séuð að leggja af stað í
langferð. Þvf kom mér til hugar, að biðja þig að fara
með þennan brúna fola fyrir mig og selja hann í ferð-
inni. Ég keypti hann síðastliðið haust, svín-ól hann og
tamdi í vetur, svo að hann er sannarlega útgengilegur,
enda er þetta ágætasta hestefni." Hér tók hann sér ofur-
litla málhvíld. svo að ég svaraði:
„Þetta á nú fyrst og fremst að verða skemmtiferð,
auk þess sem við höium áríðandi erindi að reka. Þetta
getur því ekki talist venjuleg hestasöluferð. Að vísu
getum við okkur að meinalausu selt eitthvað af tamn-
ingafolunum okkar, en það er algjört aukaatriði, og
leggjum við enga áherslu á það.“ Kári greip orðið þeg-
ar og svaraði:
„Þið komið víða við og hittið margan manninn. Það
þarf ekki að segja mér það, að hvar sem þið komið,
munu ungir og gamlir þyrpast kringum hinn glæsilega
hestahóp ykkar. Og þá bregst mér ekki, að þið verðið
spurðir hvort eitthvað af þessum hestum kunni ekki að
vera til sölu, og þá getur þú bent á þann brúna, ef þú
ferð með hann, jafnframt sem þú sýnir þeim tamninga-
folana ykkar, þá er þið viljið selja.“
„Það er nokkuð til í þessu hjá þér. En hvað á folinn
að kosta?“
„Ég þarf að fá fyrir hann 800 krónur.“
„Það er alltof hátt verð. Tamningafolana mína sel ég
á 4 til 5 hundruð krónur, ef þeir verða þá hálftamdir,
að minnsta kosti. Þætti mér því hæfilegt, að verðið
á þeim brúna — segjum 5 til 6 hundruð krónur. Ég er
hræddur um, að hann seljist ekki fyrir hærra verð.“
Kári var sannarlega á annarri skoðun, og sagði að
Heima er bezt 285