Heima er bezt - 01.09.1977, Síða 12

Heima er bezt - 01.09.1977, Síða 12
ÞORSTEINN BJÖRNSSON FRÁ MIKLABÆ: urmmningar að er erfið sök að hefjast handa með að byrja skriftir þó að lengi hafi í huga búið. Þá er efni illa tiltækt, þó tími gefist. Hvar skal taka upp þráðarenda og fara að rekja? Það er svo margt sem í hugann kemur. Miklibær í hásumarljóma. Sólin skín á fagurgræna hálfsprottna jörð. Túnið er allt vafið blómaskrúði, mest ber á sól- eyjum. Fíflarnir líka farnir að skjóta upp kollinum ný- útsprungnir. Flólar og hlaðbrekka að búast í sinn feg- ursta sumarbúning. Ærnar eru niður í Nesi með hálf- stálpuð lömb. Sóttu sumar á að komast heim í tún þó að hagar séu kjarngóðir í Nesinu og Fitjaengi. Hross- in voru öll uppi í fjalli, bæði tamin hross og ótamin, því ekki var búið að reka á afrétt hross né sauðfé. Öll- um venjulegum vorverkum var lokið, ávinnsla á túni og snúningar við ær um sauðburð. Viðgjörð á penings- húsum og bæjarhúsum, sem alltaf þurftu mikið viðhald vor og haust ef allt átti að vera í góðu lagi. Mikil regla var á öllum störfum. Þessum störfum var öllum lokið. Foreldrar mínir voru ekki heima. Þau höfðu farið í langferð, að mig minnir helst til Reykjavíkur. Ég var að einhverju leyti til forráða með útistörfin. Hafði líka ágætan liðsmann mér til aðstoðar, sem var Sigurður Einarsson vinnumaður. Við höfðum fasta áætlun með framgang allra verka dag hvern, og gengum að því skelegglega að framkvæma þau. „Þá var til ferðar fákum snúið tveimur." Faðir minn átti tvo hesta á tamningaraldri. Brún- skjóttan hest 6 vetra, brúnan um höfuð og aftur um herðar en hvítur um síður og bak en dökkur að aftan, skipti hreinlega lit. Hinn hesturinn var fífilbleikur að lit, 5 vetra gamall og mesta gersemi að sjá. Hann var meðal hestur á vöxt, vel reistur, höfuð í meðallagi, hár- prúður, faxið klofið eftir miðju, fætur vellagaðir og vöðvastældr, bakið beint, ekki langt, lendin ofurlítið brött. Faxið ljóslitað en rauðbleik mön eftir baki. Allur var hesturinn hinn fegursti, snöggur í hrevfingum og mjög lipran fótaburð. Það var einn liður í áætlun okkar Sigurðar að taka þessa ótömdu hesta og koma þeim í tamningu. Faðir minn hafði í huga að við kæmum hestunum út að Brekkukoti ytri, í tamningu til Halls Jónssonar bónda er þar bjó. Hann hafði lofað að temja þá. Hallur var einhver með mestu hestamönnum í Skaga- firði um þær mundir. Hann fór vel með hesta og náði úr þeim, þeim bestu kostum sem þeir bjuggu yfir eftir eðlisfari, sökum iagni sinnar og lipurðar við þá. Hallur var giftur Ólínu Jónasdóttur skáldkonu frá Fremrikotum. Hann drukknaði í Vesturósi Héraðs- vatna að áliðnu þessu sumri sem við fórum með hestana eða því næsta á eftir. Við Sigurður fórum upp í fjall þennan dag, að ná í hestana. Við rákum allmörg hross heim í rétt á Mikla- bæ. Þar tókum við folana Bleik og Skjóna. Skjóni var hægur, ekki fasmikill. Við lögðum við hann án mikilla stimpinga. Svo lögðum við í að beisla Bleik, hann var ekki árennilegur til að byrja með, mjög hvatvís og styggur og ekki gott að hafa höndur í hári hans, náðum þó að beisla hann eftir allmikið hark. Þeir voru báðir ójárnaðir, við þurftum að koma skeif- um undir þá áður en þeir færu í tamninguna. Við höfð- um engan til að hjálpa okkur við það. Tókum strax til við járninguna meðan folarnir voru forviða eftir fyrstu atrennuna. Byrjuðum á þeim bleika. Sigurður járnaði en ég hélt fótunum. Sá bleiki stóð kyrr og hrevfði sig ekki meðan hann var járnaður, og var það í eina sinn sem har-n var vel þægur við það alla sína æfidaga. Það var oft bundið fyrir augun á honum og hann tevmdur í þýfi áður en hann var járnaður, þá stóð hann venjulega kyrr á með- an á járningu stóð. Skjóni var með smá óþægðarkeipa meðan hann var járnaður. Það gekk þó sæmilega vel að koma undir hann skeifunum. Þegar hestatöku og járningu var lokið, lögðum við Sigurður á klára okkar, tvo hesta gráa sem við áttum sinn hvorn. Héldum svo af stað með folana. Ég teymdi Skjóna en Sigurður Bleik. Það var skemmtilegt ferðalag að fara með þá út Blönduhlíðina þetta hlvja og indæla vorkvöld. Brekkukot stendur undir snarbröttu fjalli utan Þver- ár, sem við teljum enda Blönduhlíðar. Þegar þangað kom var Hallur ekki heima. Ólína tók okkur mjög vel. Sagði að við skyldum hefta hestana í mýri sunnan við túnið og koma svo inn og drekka hjá sér kaffi. Við fórum að hennar ráðum með það. Drukkum þar ágætt kaffi með nógu brauði. Gestrisni og greiðasemi var þar mikil. 288 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.