Heima er bezt - 01.09.1977, Blaðsíða 13
Ekki man ég eftir öðru heimilisfólki þar en Ólínu og
syni þeirra hjóna á fyrsta ári Jóni og Guðríði móður
Halls, sem þá var orðin gömul kona. Jón Hallsson hef-
ur átt heima á Silfrastöðum nú um mörg ár. Hann hef-
ur tekið hestamennskuna erfðum og er vel í blóð borið
að fara vel að hestum og ná úr þeim því besta. Hygg
ég að ekki sé á neinn hallað þó ég telji hann einhvern
mestan hestamann í Skagafirði nú um langt skeið.
Frá Brekkukoti fórum við Sigurður heim síðia um
kvöldið.
Slepptum gráu klárunum okkar ofan við túngarð á
Miklabæ, röltum heim með hnakkana á bakinu léttir
í lund og vel ánægðir yfir dagsverkinu.
Hallur kom með hestana úr tamningunni seinna um
sumarið. Skjóni reyndist meðal skeiðhestur en enginn
framtaks fjörhestur. Bleikur reyndist öllum góðum
kostum vel búinn. Hafði allan gang hreinan, bar sig
með ágætum vel og ágætan vilja. Honum var gefið
seinnipart næsta vetrar og komið til Bjarna Jóhannes-
sonar, „Hesta-Bjarna“ næsta sumar. Bjarni skilaði hon-
um hálfum mánuði fyrir göngur um sumarið. Bjarni
taldi hann snilldarhest. „Ágætt fjör, mikill tölthestur og
gott skeið, reisti sig alveg upp í fang á manni, taum-
léttur og allur fjaðurmagnaður.“ Bleikur varð seinna
reiðhestur föður míns og hafði hann mikið dálæti á
honum.
Veit ekki með vissu en held það þó, að það sé fyrir
þennan bleika klár, sem ég man svo vel eftir frá æsku-
árum mínum að mér hefur alltaf þótt fífilbleiki hrossa-
liturinn fallegri en aðrir hrossalitir og sá liturinn skarta
best. En það er staðreynd að við höfum átt mörg hross
fífilbleik, þar með fífilbleika hesta. Á nú nokkur fífil-
bleik hross, sum í ætt við þennan bleika, og einnig af
öðrum úrvals hrossakynum svo sem frá Drottningu,
Ottós í Víðimýrarseli, sem er verðlaunagripur í allar
áttir.
ANNAR ÞÁTTUR.
Það var í vikunni fyrir jólaföstuinngang á öndverð-
um Ýli. Tíð hafði verið góð að undanförnu, þó búið
að hýsa sauðfé alllengi. Frost var og freri nokkur á
jörð. Héraðsvötnin þó ekki farin neitt að fylla af krapi
og auð út í sjó, eða að minnsta kosti það sem til sá
frá Miklabæ.
Þennan morgun var kaldara útkomu en vant var.
Skarpt frost hafði verið um nóttina. Loft var að miklu
leyti heiðskírt, skýjamökkurságangur í austurfjöllum.
Klósigar víða um íoft, uppgenginn þokubakki til hafs-
ins jafnt Tindastóli. Þeytti krummum fyrir héraðinu
í suðurátt. Snerpings byljarokur en dúnalogn á milli.
Eftir hádegi fór að verða styttra á milli byljarokanna
og fór að syrta í lofti. Undir nón skali á austan stór-
veður nær óstætt með moldveðurs stórhríð.
Við vorum nokkurnvegin rólegir yfir hrossunum
úti. Álitum þeim engin hætta búin af því að Vötnin
voru auð og ekki kominn burður í þau.
Það hrikti í bæjarhúsunum og glumdi tröllslega
í fjöllunum er stormurinn og hríðin æddu yfir landið
í mik'ium algleymingi. Það var víst flestum nærri hroll-
kalt í baðstofunni á Miklabæ í rökkrinu þetta hríðar-
kvöld.
Móðir mín blessuð hafði fengið okkur Sigurði Einars-
syni gamalrolluskinn til að elta. Líklega hefur það átt
að vera í bryddingar og þvengi á jólaskó fólksins. Nú
fóru að nálgast jól. Allur undirbúningur undir jólin
þurfti að vera búinn í tæka tíð.
Jón sauðamaður var kominn inn, kominn úr úlpunni
og búinn að tína klakastönglana úr skegginu, var að
troða tóbaki í pípuna sína, ætlaði að fara að setjast nið-
ur og kemba ull fyrir Fríðu vinnukonu, sem þeytti
rokkinn af miklu kappi og söng, „Úr þeli þráð að
spinna, mér þykir næsta indæl vinna“. Hann sat þar á
kvöldin og kembdi ull en hún spann á rokkinn sinn. Þau
hafa ef til vill átt þar sína hugarhsima og æfintvralönd,
sem aldrei urðu raunveruleg, en aðeins hillingar.
Við Sigurður höfðum aðgang allharðan með skinn-
ið. Snerum upp á það og teygðum það á milli okkar
og tókum sem fastast hver á móti öðrum. Gekk svo til
um hríð. Móðir mín kom og hélt að við mundum eyði-
leggja skinnbjórinn með þessum aðförum og bað okk-
ur að fara vægilega með það. Við höfum sjálfsagt eitt-
hvað slakað til á mestu látunum en skinnið var heilt
í okkar höndum.
Hallgrímur Friðriksson í Úlfsstaðakoti var á Mikla-
bæ við smíðar. Hann var að verki í útiskemmu úti á
hiaði. Þegar leið á daginn kom Hallgrímur inn frá
smíðunum, hélst ekki við úti fyrir kulda og óveðri.
Hallgrímur var stilltur maður, gætinn og vel þótti
hverju verki borgið, er í hans höndum var. Þegar Hali-
grímur var búinn að vera inni stund og reykja pípu
sína varð það úr að hann tæki við skinnbjómum af
okkur Sigurði. Hann fór að öllu gætilegar en við höfð-
um gert, hnuðlaði því saman á milli handa sér og kippti
svo úr fellingum. Móðir mín sagði að nú mundi vel
fara. Það væri ekki hættan á að Hallgrímur skemmdi
skinnið.
Ég var að smá gæta að hvernig Hallgrími gengi.
Tók ég þá eftir því að það var að rifna í sundur þegar
hann kippti því úr fellingunum, og götin voru að verða
nokkuð mörg, því mjög stökkt var í gamalærbjórnum.
Mér hló nú hugur við er ég sá hvernig komið var.
Segi því við Hallgrím: „Þér gengur vel að elta skinnið
Hallgr.'mur minn.“ Hann svaraði og horfði á götin:
„Ja há, ég er víst búinn að gjöra það ónýtt.“ Það var
víst orð að sönnu, en það gjörði lítið til því nóg var
til af skinnum á Miklabæ í þá daga. Þar var gnægð af
flestu, sem nota þurfti til daglegra þarfa. Við Sigurð-
ur vorum víst ekki neitt ókátir yfir þessari útkomu með
skinnræfilinn.
Hríðin hélst óslitið allan daginn og langt fram á nótt
með hamförum og ágangi. Fórum að hátta döpur í
bragði út af hrossunum, sem úti voru. Vonuðum þó
að ekki yrði slys því það hafði aldrei hent. Veðrið líka
svo hart og illt að ófært var talið að vera úti á ferð í
Heima er bezt 289