Heima er bezt - 01.09.1977, Síða 14

Heima er bezt - 01.09.1977, Síða 14
því hríðarmyrkri. En þess iðruðumst við seinna að hafa ekki lagt í að fara til hrossanna um kvöldið. Morguninn eftir var bjart veður. Veður hafði lægt og hríðinni slotað um nóttina. Snjó haíði allan drifið saman í stórfenni í giljum og slökkum. Vötnin voru upp full fram um Steinstaðahólma. Frost var og kalt. Nú var mál að svipast um eftir hrossunum, vita hvernig þeim hefði liðið í hríðinni. Ég fór strax um morguninn að rölta til þeirra. Sum hrossin höfðu verið á Mýrunum ofan við Gegni fyrir hríðina. í þeim hóp sá ég að Skjóna, sem taminn var um sumarið áður vant- aði. Hann fann ég dauðan í vök í Gegni rétt sunnan við vaðið á stokknum. Hafði hann spennt út í snjó- krapið í hríðinni. , Flest hrossin voru neðan við Gegni niður í Nesi. Þau gátu hafa verið í mikill hættu ef þau hefðu spennt fram af bökkunum og lent í flaumólgunni er vötnin fylltu. Þegar við fórum að kanna hrossin í Nesinu fundum við veturgamalt trippi og folald standa djúpt í vatni við norðvesturhorn Nessins. Þau höfðu lent þarna fyrir flóðinu, þegar Vötnin fylltu. Þá voru komn- ir menn af næstu bæjum okkur til hjálpar. Gísli Ásmundsson húsmaður í Grundarkoti hafði brugðið rösklega og fljótt við eins og hans var vandi þegar hann sá að eitthvað var að. Eins voru þeir Víði- vallafeðgar Sigurður og Gísli komnir. Sigurður hafði komið með hest og sleða til afnota ef á þyrfti að halda, sem þarna kom brátt í ljós að þyrfti. Sást þar glöggt hans hugkvæmni og hjálpsemi í rauninni. Vatnið var mjög djúpt á trippunum. Mig minnir að þau væru á sundi eða við sund. Smeygt var böndum undir þau og þau dregin upp. Þau hríðskulfu er þau komu upp úr Vötnunum. Fol- aldið var svo illa kalið að því var lógað strax. Flóaðri mjólk var hellt ofan í veturgamla folann og honum svo ekið strax heim í hlýtt hús. Kom það að góðu haldi, hesturinn og sleðinn sem Sigurður á Víðivöllum kom með, einnig skinn og brekán sem sleðanum fylgdi. Trippið hresstist fljótt en var við hús allan veturinn á eftir. Ég hirti það um veturinn og það þreifst vel. Folinn bar nafnið Vatnar upp frá því. Þegar betur var farið að leita í hrossunum vantaði tvö enn, sem hvergi sáust. Það var móálótt hryssa tamin og tvævetur foli grár með henni. Þau voru hvergi sjá- anleg. Svo fann ég þau síðla á Góu um veturinn þegar ísa leysti ofan í evrum undir miðjum Nesbökkunum, þar hafði þau spennt fram af bakkanum í hríðinni og orðið fvrir Vatnaflóðinu þegar vötnin fvllti um nóttina. Undir kvöld drógum við Skjóna upp úr sinni heljar- vök í Gegni. Af honum var hirt húðin en einhver fékk kjötið. Það lítt eða ekki notað á Miklabæ í þá daga. Eftir þessa hríð fórum við Sígurður æfinlega til hrossanna ef hríð gjörði, og voru þær sumar snarpar. Þá fluttum Við þau heim undir húsveggina og létum þau vera þar meðan hríðin stóð. Svo var þeim gefið eftir hríðarnar. SIGURÐUR GÍSLASON frá Kvíslaseli MINNING Signi þig englar, sofðu vært Sigurður góði, oss er kært að minnast þín unz dagur dvín, dásama snjöllu ljóðin þín, far vel, far vel. í æsku leiðstu oft þunga þraut, þyrnum stráð var þín rósabraut, en rós er rós og æskuást aldrei þér gegn um lífið brást né brúður blíð. Starfsemin var þinn aðall eins ávallt þótt fyndir til þíns meins, með veikum kröftum vannstu þrátt vonardjarfur með lyndið kátt, og dáð og dug. Svo komu blessuð börn á kreik brástu vel við í þeirra leik, að starfa fyrir brúði’ og börn bezta varð lvf og heilsuvörn, svo lúft og létt. Þú kunnir vel að vanda starf, vilji er allt sem til þess þarf, áfram sigldirðu, kempan kát með konu’ og börn á heilum bát þó brvsti byr. Áfram, áfram og allt fór vel, erfiðleikar brátt horfið él, veikindum mættir vinnandi, veitandi’ en aldrei þurfandi, mcð v.'su’ á vör. Brúður, synir og dóttirin dýr dásama lífs þíns æfintýr, barnabörnin með létta lund léttu’ honum afa marga stund um elliár. Ástarþakkir frá öllum þeim cinlægar fylgja þér svo heim, heim í gleðinnar heima þá hvar hópurinn síðar mætast á, far vinur, vel. Kristín M. J. Björnson. 290 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.