Heima er bezt - 01.09.1977, Side 17

Heima er bezt - 01.09.1977, Side 17
Svo segist þeim góða manni. En mikill fjári. Þetta er þá líklega allt komið á kaf í sand, enda þótt kefjunin virðist eiga við klappirnar, fremur en mæðgurnar. Þó gæti verið að toppur nokkurra dætranna, eða kerlingar sjálfrar, standi uppúr, og því þeim mun auðveldara að ganga framhjá þeim ef „hringurinn er brotinn“. Þá að spekúlera í hvort nýjasta tækni gæti orðið hér til liðs, ss. innrauðar myndir, ef sandurinn yfir og um- hverfis hálf- eða algrafnar vörður hitnaði meira en þær, og litabreyting sæist? Eða þá hljóðbylgjurit? Nei, sandurinn líklega of þéttur í sér fyrir hið síðara, og hitabreyting of lítil fyrir hið fyrra. Nóg um það. Nú tek eg mig til og les öll bindin ofan í kjöl. Viti menn, hér eru þá fleiri lvsingar. sem matur er í. Pétur sýslu- maður Þorsteinsson fer þennan hættulega „gagnveg“ Hannesar biskups, og fyrirhittir einn flokk af vörðum hér um 10 á Sprengisandi hér um miðjum, og undrast um grjótsmæð og -fæð á þeim stað. Eftir lýsingu á Sandinum almennt, að sunnan, segir svo 2. bindi bl. 266-267: „Á hér um miðjum sandinum fyrirhittum vér einn flokk af hér um 10 vörðum, en annars var mikið óvíða þeirra merki að sjá eður þau plátz að finna, hvar grjót væri svo stórt, að vörður af því hlaðnar yrði.“ Lýsing Péturs er frá ferð farinni 1776, en Eiríks frá ferð 1740, svo vörðurnar eru þá ekki allar sandi orpn- ar fyrir 201 ári. Loks finn eg lýsingu í 3. bindi, sem Hjálmar Þor- steinsson tekur upp í veglýsingu sína, bls. 172—3, og er frá ferð um árið 1838 að norðan: „Vestan undir Fjórðungsöldu eru tjarnir, og fyrir vestan þær fer maður, rétt svo sér til tjarn- anna... Svona er nú Fjórðungsalda farin fyrir,..“ Það er þá farið fyrir vestan Fjórðungsöldu töluvert, og bollaleggingar mínar þá kanske ekki útí hött. En, nú er hún Snorrabúð stekkur, og Fjórðungsvatn bara tjarnir um 1838, og ekkert lekur út um gatið á tánni. Svo vatnið hefur breyst að stærð á tiltölulega skömm- um tíma, og gerir enn samkvæmt loftmyndunum, lík- lega eftir snjóalagi frá ári til árs. Sláandi er að hvorki vatnsins né öldunnar er getið í eldri lýsingunum. Styð- ur það þá tilgátu að farið hafi verið framhjá því, all- víða lykkju, en ekki stefnt á það, eða ölduna. Að ald- an sé Háalda taldi eg ólíklegt, og með fundi mæðgn- anna útilokað. Gömul leið austan Fjórðungsöldu, sem Einar Brynj- ólfsson fór í ágúst 1772, er hann fann Fjalla-Eyvind og Höllu var einnig tekin til athugunar sem mögu- leiki, sérstaklega fyrr á tímum er Ódáðahraunsleið kann að hafa legið allmiklu sunnar, vegna smæðar Vatna- jökuls, og þá jafnvel líklega Vonarskarð farið sem aðal- leið. En eftir yfirflug þess svæðis, og í fullu samþykki við álit Hallgríms Jónassonar, sem eg hitti að máli á Útivist af tilviljun, var þeirri tillögu hafnað. En Hall- grímur hughreysti mig jafnframt með því að stað- hæfa, að hann gæti vel gengið um Sprengisand önnur 50 ár, og farið fram hjá Beinakerlingu, ef hann væri ekki að leita hennar. Kannaðist hann við lýsingu Eiríks, en Beinakerlingin hefði ekki vakið áhuga sinn sérstak- lega. Hafði eg ákveðið að skoða fyrst og leita á flugi, en síðar á landi, svæði vestan Fjórðungsöldu, 5 km á hlið, en fljúga fyrst lágflug alla leiðina milli grasa, frá Biskupsþúfu til Kiðagils, til að kynnast leiðinni, ef veð- ur leyfði. Hafði eg til þessa flugs fengið Jón E. B. Guðmundsson, flugmeistara íslands í nákvæmnisflugi og marklendingu, og lagði hann til KZ, TF—JON sína, og kallar Klósettsetu. En það flygildi lendir á títu- prjónshaus og tekur sig upp af kúaskán. Gætum við þá sungið á langfluginu: Vanhússetu vildi eg gefa til,.. Eiríkur Magnússon hjá SÍS bauð mér sjálfan sig og Bronkó-Brún sinn, fjallajálk, góðan á grjóti, en þóttist þó sjálfur of ókunnugur á þessum slóðum til að verða mér að gagni. En eg taldi það til bóta, við værum þá báðir jafnvitlausir, og gæti hvorugur öðrum um kennt ef ekkert fyndist. Vildi eg síst vera undir áhrifum og leiðbeiningum „kunnugra“ manna, sem kynnu að eiga erfitt með að taka viðmiðanir mínar og viðhorf til greina, og kynnu því ef til vill að leiða mig „afvega“ af góðum ásetningi og einmitt vegna þekkingar sinnar á svæðinu. Þetta segi eg þeim góðu fjallamönnum síst til lasts, því að þeir hafa „gildar“ ástæður til sinna skoðana, þar sem mínar „ástæður“ myndu virðast þeim og öðrum fjarstæður einar. En Eiríkur minn var of vammi firrtur, hvað kunnáttu snerti, til að láta sig slík smáatriði, sem viðmiðanir út í bláinn nokkru skipta. Heldur hlakkaði í honum að verða kannske heimsfræg- ur Pancho þessa Don Quixote í slíku ævintýri. Ja. vind- myllur á fleygiferð og beinakerlingar á bólakafi, þar mátti ekki á milli sjá hvort betra væri. Svo er lagt upp, þriðjudaginn 19. júlí, rétt fvrir há- degi, því að í ýmsu var að sýslast og fyrirvari okkar Eiríks nær enginn. Jón E. B. átti að koma einhvern næstu daga þegar gæfi á klóið. Við Eiríkur örkum svo upp á Sprengisand og erum komnir á móts við Skrokköldu eða nokkru norðar þegar Klósettsetan birtist úr norðri um 8 leytið. Lend- ir Jón, eftir allglæfraleg köst og dýfur til og frá, rétt hjá okkur í kvos á stærð við undirskál, í krossvindi. Eins og að skella loki á klósettsetu. Kveðst hann ætla til Sandbúða að hafa samband við veðurstofu um tal- stöð þeirra, og mæta okkur síðan í Nýjadal. Nú verður að gera innskot, sem kemur mjög við sögu, þótt þess sé ekki getið áður. Eg hafði mælt vegalengd- ir Eiríks Hafliðasonar fyrir hvern spöl þeirra 5 sem hann gefur, og fundið þær of langar sem nemur 3—5 km á hvern spöl. Reiknaði eg með að hér hefði orðið sálfræðileg strekking á vegalengdarbandinu, af mörg- um ástæðum. Hjátrú á forynjur og útilegumenn, órti vegna algerrar óvissu um að komast lífs af leiðina, æska förumanns, sem var um tvítugt, fylgisveinn Jóns sýslu- Herna er bezt 293

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.