Heima er bezt - 01.09.1977, Síða 19

Heima er bezt - 01.09.1977, Síða 19
grýlumusku Suðurlandsins, og undanfarinni ótíð á því ríki Heljar á heiðum uppi. Héist blíðan og heiðið mest- an næsta dag. Var nú ekið heim, og flogið til Nýjadals, og eg orðlaus af undrun og andvaka af fögnuði. Virtist mér allt þetta ótrúlegt og óverðskuldað með öllu. Varla stigið fæti á Sandinn, en árangrinum náð. Skag- firsk lygi í hágengi. Svona hafði allt haldist í hendur. Framvindukeðja slitnað, en sett sig saman aftur úr ósam- stæðum hlekkjum, að því er virtist, sem allir runnu saman í eina samfellda atburðarás. Og kórónan veðrið! Hér er þó ekki helmingurinn af atburðarásinni tiltal- inn, þótt langt mál sé orðið. En eg tel það allt nauðsyn- legt, sem hér er frá skýrt, af mörgum ástæðum. Ekki einasta til fræðslu og skemmtunar, heldur ekki síst til að firra fjallamenn blygðun eða afbrýði í minn garð, utanveltugemlings af Marklandi. Hér sést hvað vel get- ur gengið þegar vitlaust er farlð að. Vil eg benda f jalla- mönnum á að þeir hafa einstæða aðstöðu til að bera viðmiðanir kenninga Einars Pálssonar á landið sjálft, og auka þannig að mun, unun sína af skoðun landsins. Kennileiti, álagablettir, þjóðsagnastaðir og landslag allt fær nýja vídd, þegar „kerfi“ Einars er á það borið. Einnig vil eg glaður gefa þeim heiðurinn og ánægjuna af að finna hin örnefni „gömlu“ leiðarinnar, lýsa og merkja Sveina, Sprengi og Háöldu. Og hafi þá hvorir nokkuð að iðja í sínum erroribus. Næsta dag í heiðskíru veðri um allt land, flugum við Jón enn á setunni, uppá og yfir Hofsjökul, að athuga þau mið dýrahrings, sem getið var í upphafi. Sést greini- lega af brúnum jökulsins yfir allt landið, sem það legg- ur sig, út á flest annes nema Melrakkasléttu. Mælifell í Skagafirði, Herðubreið og Snæfell skera sig mest úr, einnig eru Baula og Snæfellsnesið, tilkomumikil, en Bárður Snæfellsás hafði dregið sæng yfir höfuð sér, náttugla og dagstyggur eins og eg, blessaður karlinn. Hornstrandir, Drangey, Kerling (Eyf.) og Austfjarða- fjöll sáust, svo og Hekla, Bláfell og flest önnur kenni- leiti Suðurlands með risi. Síðan flugum við á fund mæðgnanna, hringflugum þær og mynduðum úr lofti. Lentum síðan á Sandbúðum og biðum Eiríks. Hann hafði verið gerður út á Sprengisandsveg, SV frá Fjórð- ungsvatni, að athuga vörður þar, flestar hlaðnar af eyfirðingum 1830—31. Hafði Guðlaugur dalvíkingur rútubílstjóri, sagt mér kvöldið áður, að nyrsta varðan þar, á bakkanum sunnan og vestan Fjórðungsvatns, hafi haft grunnsteina í allar höfuðáttir, odd- eða tígul- laga, er hann sá hana fyrst, en árið eftir hefði hún verið skemmd af „jeppadjöflunum“, svo grunnsteinar sjást ekki. Þetta er síðasta varðan að sunnan, áður en gengið er á ristina fyrrnefndu, sem áður var krækt vesturfyrir, en frá 1830, gengið yfir rétt á vatnsbakkanum. Nú er dvalið í góðu yfirlæti hjá Sandbúðarhjónum, og leggjum við Eiríkur upp, eftir hádegi, að skoða, mynda og mæla þann hinn fríða flokk. Fyrst er stansað hjá búðartóftinni, hún lauslega mæld, athuguð og mynduð vel. Læt eg öðrum eftir þá ánægju að lýsa henni og grafa upp, en mér nægja það sem áður er sagt. Hefi eg tilkynnt þjóðminjaverði tilveru henn- ar og yfirvofandi hættu að hún yrði borin burtu stein fyrir stein af forvitnum farandmönnum, eða tröðkuð niður. Virðist mér að heppilegasta lausnin á þeim vanda væri að grafa hana upp, vandlega og endurreisa sem fornminjar. Setja netta en lága girðingu umhverfis, og nokkuð víða, til að auðvelda myndatöku. Örva ferða- mannaleiðtoga til að stoppa þar á ferðum sínum og láta fólk virða fyrir sér mannvirkið og svipmynd þess af þjóðháttum okkar. Væri það líklega öruggasta vernd- unarráðstöfunin. Við gaumgæfan uppgröft kynnu að koma fram munir, sem bentu á aldur tóftarinnar. Nú er þar aðeins að sjá ryðgaða blikkdós undan ketbúðingi frá hernámstímunum. Rústin er þó eldri miklu. "tLoiíKunin/N1' úíi Lom. N * / Ny S' ^ i. ,(mu íiunt Týpai. u " N lh Heima er bezt 295

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.