Heima er bezt - 01.09.1977, Side 21
an, að skálar- eða kvosarbotninum. Grunnklappirnar
liggja þrjár í nákvæmar höfuðáttir, eru fremur odd-
eða tígulmyndaðar, vita í V, N og A. Óglögg mörk
eða engin eru til S og SV. Heíur Beinakerlingu vafa-
laust verið valinn þessi staður vegna há-átta-smáralaufs-
lags klappanna.
Beinakerling, maddaman, er bókstaflega úttroðin af
beinum, mosa, jarðvegi, og háfjallagróðri, s. s. lamba-
grasi, geldingahnappi, músareyra og grasi. Beinin eru
bæði innaní henni, utaná, ofaná og með jaðri, eða pils-
faldinum. Langflest hrossabein, mest leggir, sumir
brotnir. Einn var hristur, en bara mold innaní. Mosa-
bleðlar eru yfir flest bein, eins þótt einstakt liggi, sér
á klöpp. Allsengan gróður er að finna feti fjær pils-
faldi kellu, eða ögn frá beini. Áberandi er að fjölskrúð-
ugastur er gróðurinn gegnt lægstri sól, frá V—N, lítill
sem enginn móti hágengi sólar, A, S, SV, nema þá innst
í iðrum kellu. Enda er megin örlagavaldur Sprengisands
hinn ógurlegi suðvestan garri, ísköld bræla sem síðar
getur.
Ekki virðist hafa verið hróflað við neinu á þessum
stað, hvorki vörðum né beinum. Engin merki manna-
ferða nema okkar. Þær vörður, sem taldar eru hér, eru
reistar af tveimur eða fleiri steinum, á grunnklöpp, sem
ýmist eru stórir steinar eða bjargfastar klappir. Þó
virðast þrír steinar hafa hrunið, tiltölulega nýlega, af
toppi Beinakerlingar. Líklega af frosthræringum. Tel
eg að svo sé, vegna þess að þeir liggja sem hrafl þar sem
þeirra virðist ekki von, á hliðum kellu. Og hver um
sig hefur einn eða tvo fleti mórauða, hálfraka, en ekki
sorfna eða veðraða, þótt upp snúi. Botnfletir þeirra eru
hinsvegar sandblásnir. Setti eg þá upp á Beinakerlingu
sem höfuðdjásn, eftir því sem mér þótti vel fara. Mynd-
ir hér með sýna gömlu konuna eins og að var komið,
og eftir höfuðbúnað þennan. Við öðrum vörðum var
ekki hreyft, en eg tók nokkur laus bein og setti á kerl-
ingu til nærmyndunar, síðan hvert á sinn stað. Loks
hnaut eg um legg er lá á steini, sér, og mosableðill yfir
hann miðjan. Losnaði hann, en eg setti hann aftur á
sinn stað, og vona að svo við sitji.
Umhverfi Beinakerlingar og þeirra mæðgna, er best
lýst með meðfylgjandi myndum, og skýringum þeirra.
Takið eftir á austursýn, útlínum Fjórðungsöldu. Og á
kolli hennar er stallur, eða fell, sem er all áberandi og
kallast mætti „Fjórðungsöldufell“, og smá-hnjúskur þar
suður af, sem kalla mætti „Fellskálf“. Þessi mörk liggja
eftír ás öldunnar og vísa í nær-suður.
Þegar litið er til N—NA, sést risið á öldunni norðan
við kvosina, „Norðuröldu“, sem komið er eftir til og
frá mæðgunum, og byrgir alla útsýn frá NV til NA.
Á henni nær miðri er þúst, sem vel gæti verið góð til
vegvísunar. Þegar þangað er komið sjást sum kennileiti
Norðurlands, og Sandbúðaalda. Frá og með Sandbúða-
öldu eru háir hryggir og öldur í N—NA, og þar tel eg
„Háöldu“ vera, rétt NA af Sandbúðum. Sést þaðan
Loftmynd af Sprengisandssvœðinu. B
S*Nbiát,m.
J'-T' "
Toft
posl
KSRLlNGfíjthoS
L/ritERpI d JtS A*aiN4Ut-A. iv A ví
\ / <
srmm ijí '
-FEL
T fícm>ur,^fou
KftLFua'
I i
J\tec,c,tAcTF>-
vftriM.
'r/L_
MÝLflOHLÍ )
Heima er bezt 297