Heima er bezt - 01.09.1977, Side 23
SIGRIÐUR PALSDOTTIR, MIÐ-MOI, FLJOTUM:
Rauéur minn
Hesturinn var talinn þarfasti þjónn mannsins hér
á landi. Óhætt er að fullyrða að margur hest-
urinn hefur borið hita og þunga dagsins fyrr
á tímum. Þegar ár voru óbrúaðar og vegir
ekki lagðir, þá varð hann að vaða straumvötn og feta
mýrar og forarflóa og slétta jörðina.
Nú er það vélin sem vikið hefur hestinum til hliðar
og má heita að hann sé nokkurskonar leikfang nú til
dags. Því margur kaupstaðabúinn skemmtir sér á hest-
baki í frístundum sínum. En minna er um frístundir
hjá sveitafólkinu og þar af leiðandi tækifærin færri,
þegar skreppa þarf bæjarleið þá er nú orðið annað hvort
farið á bíl eða dráttarvél, sem er til á hverjum bæ, því
það tekur of langan tíma að sækja hest og týgja hann.
Sagt er, að leyniþráður sé milli manns og hests og gef
ég það vel eftir. Þegar ég var lítil fékk pabbi rauðan
hest, var hann ákaflega þægur og góður til allrar vinnu
og gat ég náð honum og klappað hvar sem var.
Einn galli var á Rauð, það var aldrei hægt að binda
hann eða tjóðra, þá gekk hann afturábak þangað til
hann var búinn að slíta sig lausan, þá hljóp hann beina
leið heim, var því aldrei hægt að sleppa af honum
taumunum, þó farið væri á honum út af heimilinu.
Hér ætla ég að segja frá einu atviki um Rauð.
Bræður mínir þurftu að fara yfir á, sem Laxós heit-
ir, þegar þeir fóru í sund að Barðslaug á vorin. Þetta
vor var ákveðið að þeir ættu að fara á Rauð í sundið.
Þeir höfðu með sér spotta og tjóðruðu Rauð hjá öðrum
hrossum skammt frá sundlauginni þar sem þau voru
geymd á meðan kennt var á daginn. Þetta vor var sund-
kennari Sigríður Böðvarsdóttir (úr Borgarfirði eystra).
Sundkennslan byrjaði um kl. 10 á morgnana. Um há-
degi sáu bræður mínir að Rauður var orðinn laus og
ætluðu þeir að ná honum en Rauður var ekki á því og
tók stefnuna heim á leið. Eldri bróðir minn fer þá á
eftir honum og ætlar að komast fyrir hann en Rauður
var alltaf spölkorn á undan honum. Yngra bróður mín-
um leið víst ekki vel þegar Rauður og bróðir hans voru
horfnir því þeir máttu aldrei sjá hvor af öðrum þegar
þeir voru litlir. Fer hann þá upp á hæð skammt frá
sundlauginni, þessi ás heitir Akraás og bar á milli. Þeg-
ar hann kemur upp á ásinn sér hann að Rauður er kom-
inn yfir Laxósinn en hann sér bróður sinn hvergi, hélt
hann þá að hann hefði kannske dottið í ósinn, svo að
hann snýr við heim að Sólgörðum en það er barnaskól-
inn og stendur rétt hjá sundlauginni, þaðan hringir
hann heim og segir hvernig komið sé. En um svipað
leyti kom Rauður í hlaðið og bróðir minn lítið eitt á
eftir honum, síðan fór eldri bróðir minn á Rauð yfir að
sundlaug og sótti bróður sinn.
Ekki veit ég hvaðan Rauður var ættaður, en hann
var orðinn vel fullorðinn þegar pabbi fékk hann hjá
frænda okkar sem hætti að búa og fluttist í kaupstað.
Pabbi átti Rauð í nokkur ár. Rauður var nokkuð stór
hestur með dökka fætur og dökkt tagl og fax. Rauður
var ágætis dráttarhestur og mjög þægur við alla vinnu.
Það var sama hvar honum var sleppt, hann fór alltaf
sjálfur heim.
Einn veturinn rétt fyrir jólin var Rauður horfinn úr
hrossunum, sem hann var með og var þá farið að leita
að honum, en hann fannst ekki fyrr en eftir þrjá daga.
Þá fannst hann ofaní feni eða keldu og var lifandi en
aðframkominn og svo stirður að hann gat ekki staðið
þegar búið var að draga hann upp úr. En svo fór hann
að brölta og þegar hann gat gengið var farið með hann
heim og hann settur inn í hesthús, þar sem hann var
vafinn innan í poka og strigaleppa og hresstist hann
fljótlega.
Eftir þetta þoldi Rauður illa að vera á húsi því hann
virtist ekki þola heyið. Hann fór að hósta þegar búið
var að gefa honum í stallinn. En á sumrin og haustin
meðan hann gekk úti, bar ekkert á honum. Rauður
lifði í þrjá eða fjóra vetur eftir þetta, en eitt haustið
var honum lógað og var mikil eftirsjá að l.onum.
Hér læt ég þessari frásögn af Rauð lokið.
Heppnismaður
Framhald af bls. 281 -----------------------
fram úr Lýsing svo sem lengd sína — og vann þar með
fyrstu verðlaunin.
Þetta vakti gífurlega undrun og mikið umtal við-
staddra. Og varla hefi ég séð öllu montnari mann en
Kára, er hann tók á móti verðlaununum.
Því fór víðsfjarri að Kári kastaði kveðju á mig, eða
léti á neinn hátt í ljós, að Brúnn ætti verðlaunin mér að
þakka. Vinur minn sem stóð við hliðina á mér, og hafði
heyrt orðróminn um hótun Kára, hvísiaði í eyra mér:
„Nú hefur sá brúni bjargað lífi þínu, því að varla
ræðst Kári í nokkur stórræði, eftir að folinn hefur tek-
ið fyrstu verðlaun í kappreiðunum.“
Heima er bezt 299