Heima er bezt - 01.09.1977, Qupperneq 24
Feréapistlar Símonar
í Litladal
Ritaéir um 1920, en nú endurritaéir og færðir til betra máís
í maí 1943 af Steláni Jónssyni á FlöskuIdsstöSum.
Þetta handrit Símonar eignaðist ég eftir lát hans. Var það ekki
vel aðgengilegt að ýmsu leyti, en þó sæmilega greinilega skrifað.
Hefi ég allmikið endurbætt það að orðfxri, veit þó, að enn muni
ábótavant um rithátt, sem vxnta má hjá þeim, er ekki kann mál-
fræði og ritreglur að öðru en því sem brjóstvit til segir, að eigi
að vera. En tilsvörum flestöllum og lýsingum hefi ég sem minnst
breytt.
Símon var sögufróður og sagði einkennilega og vel frá, urðu
flest atvik, er eitthvað snertu hann (og aðra) söguleg í munni
hans. Hefi ég reynt að halda frásagnarstíl hans eftir getu í smá-
þáttum þessum. Að vísu er ekki sagt frá stórfelldum atburðum,
en þættir þessir bregða samt ljósi inn á svið liðins tíma (fyrir
80—100 árum). Símoni mun hafa þótt vín allgott á stráksárum.
Eftir að Símon þroskaðist og hóf búskap, hætti hann vínnautn;
Var þó ekki í bindindi. Var ég í nágrenni hans síðustu 25 ár
hans og honum mjög kunnugur; mátti því vel um slíkt vita.
Nokkurrar kýmni gætti oft í frásögn Símonar. Nýtur slíkt sín
lítið í rituðu máli, en því meira í munnlegu frásögninni. Var og
líka stundum ekki laust við að hann léki málhreim og tilburði
þeirra, er hann sagði frá. Símon var hagorður sæmilega og drátt-
hagur vel. Teiknaði hann einkum hestamyndir, og eru enn til
nokkrar þeirra.
S. J.
I
egar ég var á 15. ári hjá föður mínum Eiríki
hreppstjóra Eiríkssyni í Djúpadal, sendi hann
mig út að Bakka í Viðvíkursveit; þar bjó þá
Bjarni bróðir hans. Hafði Bjarni náð til sín
kaffi, sykri og einhverju fleiru smávegis fyrir föður
minn utan úr Hofsósverzlun. Atti ég nú að sækja þetta,
0g var ég fús til þess. Þetta var snemma vetrar, jörð
frosin, en snjóföl nokkurt; var þó gott gangfæri.
Hóf ég nú ferðina snemma morguns og sóttist leiðin
vel, því að ég var léttur á fæti. Kom ég að Bakka hall-
andi degi. Tafði þar um hríð við góðar veitingar. Ekki
man ég eftir, hvort mér var boðin gisting, en hvort
svo hefir verið eða ekki, var hugur í mér að halda eitt-
300 Heima er bezt
hvað heimleiðis. Lagði ég nú pokann með kaupstaðar-
vörunni í á bak mér og hélt af stað. Gekk ég um tún á
Narfastöðum, þar bjó sr. Björn Arnórsson, uppgjafa-
prestur. Kona hans var Helga Eiríksdóttir, systir föður
míns. Þótti mér of snemmt að setjast þar að, þó að
farið væri að rökkva. Arnór hét eitt af börnum Helgu
og sr. Björns. Þekkti ég hann lítið, þó að við værum
systkinasynir. Ekki var hægt að kalla hann hálfvita, en
var afar einkennilegur, hafði jafnan mikið málæði og
gjarnan mest um mat, fór þó síðar oft milli frænda sinna
og kunni vel skil á þeim.
Ég hitti Arnór úti á túni. Óð hann öll ósköp við mig,
hélt ég hann vera vitlausan og kvaddi hann hið snar-
asta. Fýsti mig ekki að gista þar, því að ég hræddist
hann, þó að við værum náfrændur. Gekk ég nú með
poka minn fram fyrir Gljúfurá og kom að Hofstaða-
seli. Þar bjó Kristján Kristjánsson kammerráð og sýslu-
maður. Þar þekkti ég ungan mann á heimilinu og hugð-
ist fá þar gistingu.
Það vildi svo til, að svslumaður var að koma út úr
7 j
bænum, þegar ég gekk í hlað. Heilsaði ég honum hæ-
versklega, en hann spurði mig strax að heiti og hvaðan
ég væri. Sagði ég honum það.
„Ertu sonur Eiríks hreppstjóra?“ spurði hann. Ég
kvað svo vera.
Þá sagði hann: „Er faðir þinn farinn að safna skaða-
bótafénu í hreppi sínum vegna kláðaniðurskurðarins- “
Ég kvaðst ekkert vita um það. Hafði hann þá allhörð
orð um þá tregðu, er menn hér sýndu gagnvart skaða-
bótunum. Mundi ég þá, að hann og faðir minn höfðu
deilt allharkalega á fundi fyrir skömmu. Missti ég þá
allan kjark að biðjast gistingar, kvaddi sýslumann og
hugði að fá gistingu á Hofstöðum og var skammt þang-
að að fara. Þar bjó vinur föður míns, Pétur Jónsson.
Þar var líka Björn sonur hans fullorðinn, hélt ég nú
þangað. Var þá komið myrkur, en ekki þó mjög dimmt
til jarðar vegna snjófölsins. Var og líka öðruhverju
skíma af tungli.