Heima er bezt - 01.09.1977, Qupperneq 28
Af fótunum heldur þiggðu lið.
Menn halda, jörðin haldi þér,
því herra margan hún stærri ber.
Hitt sér nú hver með opnum augum,
sem ofurlítið hefur vit,
að stolin nöfn frá dauðu draugum
duga ei til að prýða rit.
Haltu við skírnarheitið þitt,
hafa láttu hann Óðin sitt.
Tiigangur Jónasar með þessum ádeiluskrifum var vit-
anlega sá að hleypa nvju blóði í staðnaða ljóðgerð.
Það heppnaðist, því í spor hans og Bjarna Thorarensen
kom hvert rómantíska stórskáldið á eftir öðu og hreif
nýjar kynslóðir með sér, og þá fyrst létu rímurnar und-
an síga. Áreiðanlega vógu „svanasöngvar“ Steingríms
Thorsteinssonar þar þyngst á metaskálunum, því þeim
fylgdu falleg lög sem hljóðfærislaust fólk gat lært og
sungið. Hinn einfaldi söngháttur rímnanna átti ekki
hvað síst þátt í vinsældum þeirra. Hann var þannig út-
færður að áheyrendum gafst tóm til að ''huga erindið
sem kveðið var, sem ekki veitti heldur af, því mörg
ríman var upp á nokkur hundruð erinda um einhvern
riddara eða hetjudáðir manna, — nokkurs konar frum-
stæður óperuflutningur.
Þótt andstæðingum rímnanna veittist næsta auðvelt
að benda á listfræðilega galla í kveðskaparháttum og
músík þeirra, gleymdist þeim að meta hve hinn þraut-
þjálfaði utanbókarlærdómur hélt huganum vakandi og
þroskaði athyglisgáfuna og skyldi eftir frjóan jarðveg
jfyrir hina nýju andlegu vakningu. Þá gleymdist ekki
síður að meta það hversu loftsýnir hetjufrásagnarinnar
héldu bókstaflega lífinu í fólkinu svo það lifði af hung-
ur, sjúkdóma og allskyns böl. Enda fór það svo að þeg-
ar orrahríðinni út af rímunum slotaði fóru bókmpnnta-
menn að meta réttilega kosti og galla rímnaskáldanna,
og mörg merkisskáldin tóku sér til fyrirmyndar í vísna-
gerð það besta sem Sigurður Breiðfjörð hafði gert á því
sviði. Ekkert skáld hefur haft meiri áhrif en hann á al-
þýðuskáld og hagyrðinga, nema þá helst Hallgrímur
Pétursson. Áhrifa Sigurðar gætir allt fram á þennan dag
í allri lausavísnagerð.
Haustið verður komið þegar lesendum berst þessi
þáttur og það fer vel á því að yfir þeim sé þulin vísa
Sigurðar Breiðfjörðs um þennan árstíma.
HAUSTIÐ
Höfuðin landa hausti á,
því heita veðrið dvínar,
hrista um jarðar herðar þá
hærur gráar sínar.
Jurta móðir litarlaus
í líkblæunum sefur.
Mjólk og blóð í brjóstum fraus,
sem börnin vökvað hefur.
Rósin mjúka verður veik,
í vetra skríður tötra,
af lundi fjúka blöðin bleik,
berir kvistir nötra.
Mæddur þannig maðurinn
mænir á efti dögum
sínum. Hann er hugþrotinn
og harma beygður slögum.
Veraldar gæða vonin þver,
þó valda kunni hann auði.
Til stórræða beinaber
bendir manni dauði.
Lát, ó, faðir lífsins, þá
líknar smyrsli drjúpa
vonhungraða öndu á
í eymda kafinu djúpa.
Lát um síðir lífsins á
leifar vorið skína,
svo moldar skríði myrkrum frá,
og minnstu á sköpun þína.
Hvenær tóku íslendinga upp á því að syngja? Söng-
fræðjngar eru ekki á einu máli um það. Margir halda
því fram að forfeðurnir, landnámsmennirnir, hafi flutt
hingað út með sér tvísönginn eða kvintsönginn svo-
nefnda. fslenskur hefur hann verið nefndur, þótt ætt-
aður sé frá Skandinavíu eða Evrópu, því í dag þekkist
hann hvergi nema hér. Söngfæðingum finnst því rétt-
mætt að eigna okkur hann á sama hátt og tunguna sem
við tölum, og þeir færa sterk rök fyrir sínu máli. Enn
aðrir söngfræðingar halda því fram að forfeðurnir hafi
ekkert kunnað í söng nema galdragól og sé ljúflings-
lagið betir hliðin á særingarþulunum. Ljúflingur merkir
álfur og í fornum skræðum má lesa það að þeir kunnu
ýmislegt fyrir sér í galdradómum, ekki einasta hér á
landi heldur út um alla Evrópu. Þegar nútímafólk tal-
ar um ljúflingslag á það við fallegan söng sem unun er
á að hlýða. Og það er það sem Guðmundur skólaskáld
meinti þegar hann orti neðanskráð ljóð. Björgvin Guð-
mundsson hefur samið við það fallegt lag eins og reynd-
ar við fleiri af ljóðum Guðmundar.
SYNG ÞÚ MÉR NÚ LJÚFLINGSLAG
(Úr Strengleikum)
Syng þú mér nú ljúflingslag,
liðið er á dag!
y Allt er röðulgulli gyllt,
góða, syngdu ljúft og milt
við minn strengjaslag!
Syngdu’ um æsku, ást og tryggð,
okkar kæru dalabyggð,
syngdu’ um sólarlag!
304 Heitna er bezt