Heima er bezt - 01.09.1977, Qupperneq 29
Sitjum þarna, unum ein
upp við þennan stein!
Röddin þín er þýð og veik,
þessum hæfir gígjuleik,
en svo undurhrein. —
Skyldi læra lögin þín,
litli fuglinn, góða mín,
þarna á grænni grein?
Mér hefur verið sagt það og lesið um það í bókum
að amman hafi verið mesti sagnaþulur þjóðarinnar. Ég
get ekki dæmt um þetta sjálfur því ég átti aldrei neina
slíka. Og svo furðulegt sem það þykir minnist ég þess
ekki að mikið væri sagt frá ömmum í þeim barna- og
unglingabókum sem ég las í æsku. Satt best að segja
varð ég ekki var við þetta ömmutal fyrr en á fullorð-
insárum þegar nóbelsskáldið okkar hlammáði sinni á
borð fursta í einni af höllum Stokkhólmsborgar og
skipaði henni á bekk með Snorra Sturlusyni og öðrum
sagnameisturum fornaldar. Eftri það átti annar hver rit-
höfundur og skáld ömmu sem blásið hafði þeim hæfi-
leikanum í brjóst.
Eitthvað hlýtur líka að vera um ömmur í þeim mörgu
barna- og unglingabókum íslenskum sem komið hafa út
á undanförnum árum, því nú hafa sérfræðingar kveðið
upp úr með það að ekki tjói lengur að bera þessa slitnu,
lúnu og tannlausu, sem situr úti í horni með prjónana
sína, á borð fyrir ungdóm nútímans. Hann skilji ekki
svoleiðis ömmu, lesi aldrei um hana af sjálfsdáðum og
sofni undir þeim lestri sé reynt að lesa fyir hann.
Forvitinn á að hafa gert tiiraun með þetta. Hann hóf
lestur gamaldags ömmusögu fyrir son sinn og tók eftir
því að áhuginn var ekki mikill á söguefninu, séstak-
lega þegar hann aðspurður upplýsti að þessi amma hefði
ekki unnið í frystihúsi og kynni ekki að keyra bíl. Les-
ara datt þá í hug að láta ömmuna vera komna með vél-
byssu í hendurnar í stað prjónanna sem hún hafði í
upphafi sögunnar. Þá varð sonurinn allur að eyrum.
Þetta var athyglisverð amma — og af látbragði hans
mátti sjá að nú vænti hann þess að amma byrjaði að
„plaffa“ niður bófaflokkinn sem komst á snoðir um
týnda fjársjóðinn. Ef til vill hefur hann séð afa til-
sýndar með skotfærabelti um sig miðjan þar rauður
loginn brann einhvers staðar á bak við hurð, mundandi
einni til tveim káboj-bvssum, — auðvitað sem baráttu-
félagi ömmu.
Þessa sögu sel ég ekki dýrara en ég keypti hana. En
hvort sem mönnum líka það vel eða illa, þá er það víst
að ungdómurinn skilur ekki þá ömmu sem gat hangið
langtímum saman í dagdraumum hjá bakkafagurri á í
hvammi og gónt upp í heiðloftið blátt. Amma nútímans
segir engar sögur, og hún er ern, jafnvel sexí, vinnur í
frystihúsi og keyrir kannske bíl, birtist í afmælum og
á jólum með fangið fullt af gjöfum.
En eftir umsögn sérfræðinganna rann það upp fvrir
mér að sennilega ættu þeir auðvelt með að sanna að ég
hafi verið ákaflega vanþroska í æsku úr því að mér þótti
Viðlegan á Felli eftir Hallgrím Jónsson ein allra
skemmtilegasta og eftirminnilegasta bókin sem ég las
á þessum árum. Var ég þó kaupstaðarbarn og sá heim-
ur sem bókin lýsti mér framandi. Sérfræðingarnir ættu
líka auðvelt með að sanna að smekkurinn hafi verið
fyrir neðan allar hellur því nafn Hallgríms finnst ekki
í Skáldatali Menningarsjóðs.
Allt kann þetta að vera rétt, þótt ég minnist þess ekki
að málið á þyngri unglingabókunum, eins og t. d.
Dav;ð Copperfield og Oliver Twist, vefðist neitt fyrir
mér, og nánustu hefðu ekki mikinn tíma aflögu tií að
útskýra eitthvað eða lesa fyrir mig. Þó kom það fyrir.
Móðir mín var fátæk ekkja, harðdugleg og sívinnandi
þegar vinna gafst, svo þessi yngsti sonur hennar gæti
hesthusað 10—20 fiskibollur í mál og gengi ekki verr
klæddur en börn efnaðra fólks. Metnaður tátækra ein-
stæðingsmæðra rann oft eftir skringilegum farvegum í
þá daga og gerir vafalaust enn.
Að þessum formála sögðum er það óneitanlega með
hálfum huga gert að verða við óskum lesanda um birt-
ingu a ljóði um gamaldags ömmu, sennilega tannlausa í
ofanálag. Samt sem áður verður nú horfið að því ráði.
Höfundurinn er Jóhannes úr Kötlum, en lagið eftir Ing-
unni Bjarnadóttur.
AMMA RAULAR í RÖKKRINU
Amma gamla er syfjuð og amma gamla er þreytt
Ramba-ramba,
þamba-þamba
og ró-ró-ró!
Hún er orðinn aumingi sem þolir ekki neitt.
Bíum-bíum-bamba
og ró-ró-ró!
Dautt er undir katlinum og kusa orðin geld.
Ramba-ramba,
þambá-þamba
og ró-ró-ró!
Hér-hér vantar mjólksopa og hér-hér vantar eld.
Bíum-bíum-bamba
og ró-ró-ró!
Litlum-litlum manni er kalt á sinni kló.
Ramba-ramba,
þamba-þamba
og ró-ró-ró!
Mamma fór til himins og pabbi sökk í sjó.
Bíum-bíum-bamba
og ró-ró-ró!
Tottar hann og tottar hann nú tóman pelann sinn.
Ramba-ramba,
þamba-þamba
og ró-ró-ró.
Lífið er nú svon-og-svona, litli stúfur minn.
Bíum-bíum-bamba
og ró-ró-ró.
Heima er bezt 805