Heima er bezt - 01.09.1977, Síða 32

Heima er bezt - 01.09.1977, Síða 32
góða hlaupa eins hratt og hann gat. Jarl hafði náð miðju skeiðvallarins, er við mættumst. Ógurlegur gnýr heyrðist. Við áreksturinn gaus upp rykmökkur mikill. Þegar hann leið hjá, sást að jarl og hestur hans höfðu fallið. Jarlinn brölti á fætur hálfdasaður. Illur kurr heyrðist frá mönnum hans, sem minnti mig á, hvers ég mætti vænta, ef að ég færi með sigur af hólmi. Ég sá þegar, að nú varð ég að hafa hraðann á. Ég stökk af baki hestinum og hljóp að jarli. Hann hjó til mín af mikilli heift. Ég bar af mér höggið og hjó til jarls með því afli sem ég átti til. Jarl var sýnilega enn miður sín eftir fallið, skjöldur hans hrökk undan högginu með þeim afleiðingum, að sverðið sneið höfuðið frá bolnum. Ég þaut að hestinum, sem var rétt hjá, stökk á bak honum og þeysti af stað. Ægilegt reiðiöskur gaus upp að baki mér og mikill jódynur heyrðist. En gæðingurinn minn var fljótari en hestar þeirra, sem eltu. Mig bar undan. Vindubrúin lá niðri. Ég þeysti yfir hana á fleygiferð. Lífi mínu var borgið. Vindubrúin var samstundis dregin upp aftur. Óvinirnir komust ekki nema að síkinu. Óvinaherinn gerði hvert áhlaupið af öðru á kastalann, en vann ekki á. Þegar mesti hefndarþrostinn var af þeim runninn, tóku þeir hertjöld sín og hurfu brott. Nú byrjuðu veizluhöld og gleði mikil í kastalanum. Þá fyrst sá ég Elísu. Dagarnir liðu við glaum og gleði. Einn veizludaginn komu menn föður míns. Margir flokkar manna leituðu að mér, meðal annars þessi flokkur. Sæludagar minir voru á enda. Ég sagði greifanum í einrúmi frá því, að ég hefði fest slíka ást á dóttur hans, að án hennar fyndist mér lífið óbærilegt með öllu. Greifinn svaraði því til, að sér væri mikill heiður boð- inn með þessum mægðum, en sér segðist svo hugur um, að drambsemi föður míns myndi verða þarna þröskuldur í vegi. Greifinn sótti Elísu og tjáði henni það sem ég hafði sagt honum. Að því loknu sagði greifinn: „Hverju svarar þú þessu, Elísa?“ Elísa mælti: „Elsku faðir minn. Þú átt að ráða gjaf- orði mínu. En þar sem þú kveður mig ráða, þá er svar mitt já. Ég elska þennan mann, en þó segir mér svo hugur um, að nú fyrst fari raunir okkar þessara þriggja að byrja. Hver endir verður þar á, er mér hulinn leynd- ardómur.“ Skjótt sagt, þá bundum við þetta fastmælum. Kvaddi ég Elísu þarna í viðurvist greifans. Var sú stund okkur báðum erfið. Greifinn kvaddi mig einnig mjög ástúðlega. Var auð- fundið, að hann var snortinn af ást okkar Elísu, sem bæði voru neydd til þess að skilja. Þegar heim kom og ég sagði föður mínum frá því, að Elfsa væri festarmey mín, brást hann reiður við og sagði, að á meðan hann væri konungur þessa ríkis, skyldi þessi ráðahagur ekki ná fram að ganga. Ég reiddist einnig og sagðist annað hvort eiga þessa konu eða enga ella. Konungur, sem var óvanur því að sér væri mótmælt og allra sízt í bræðþ varð ókvæða við. Hann skipaði hirðmönnum sínum að handtaka mig og setja í fangelsi. Ég varðist af mestu hörku. Hirðmenn föður míns lágu rotaðir og beinbrotnir allt í kring um mig. En enginn má við ofureflinu. Konungur, sem var orðinn trylltur af bræði, skipaði 308 Hehna er bezt að láta mig í þann kaldasta og fúlasta fangaklefa, sem fynndist í fangelsinu, og hlekkja mig þar fastan við vegg- inn. Þarna var ég látinn dúsa þar til vildis vinum mín- um tókst að yfirbuga fangaverðina og bjarga mér úr fangelsinu. Ég forðaði mér inn í skóginn og komst þannig undan leitarmönnum föður míns. Mér hafði verið afhent sverð og bogi. Ég flýtti mér sem mest ég mátti til kastala greifans og hugðist hvíla mig þar og jafna eftir harðræðið í fang- elsinu. En þegar ég að lokum kom út úr skóginum, var þar engan kastala að sjá. Ekkert.“ Fanginn mátti ekki mæla um stund. En brátt jafnaði hann sig og hélt áfram sögunni. „Ég trúði ekki mínum eigin augum. Ég lét hestinn hlaupa eins hratt og ég kom honum. Ég gleymdi allri varúð og gætti ekki, hvort leitarmenn föður míns væru á næstu grösum. Ég þeysti yfir brúna, þangað sem kastal- inn hafði staðið og sá þar brunarústir einar. Stutt var síðan ódæðið hafði verið framið. Brunasterkju lagði frá rústunum. Ég hrópaði í angist: „Elísa, Elísa mín! Hvar ertu?“ Svo hefur hungur, vonbrigði og angist borið mig ofurliði. Ég kom til meðvitundar aftur við það, að komið var rok og rigning. Ég leitaði skjóls í skóginum fyrir ofviðr- inu, ráfaði eitthvað, vonlaus og sinnulaus, lamaður á sál og líkama. Síðan hef ég fengið æðisköst oft og mörgum sinnum. í æðisköstunum hef ég leitazt við að vinna kon- ungum og svokölluðu fyrirfólki það illt sem ég hef megnað. Þetta er saga mín, konungur. Nú bíð ég dóms, sem hlýtur að verða á einn veg.“ Fanginn þagnaði. Frásögnin hafði sýnilega haft áhrif á alla viðstadda, en þó mest á fangann sjálfan. Þó mátti sjá, að fanganum hafði létt í sinni við að láta sorgina fá útrás í frásögninni. Kongur rauf þögnina og mælti: „Varðmenn! Farið með fangann afsíðis, á meðan við ákveðum dóminn.“ Þegar fanginn var horfinn út úr dyrunum mælti kon- ungur: „Hér hefur verið sögð mikil sorgarsaga, sem hlýtur að hafa mikil áhrif á dóm vorn. Ég bið ykkur, meðdómendur minir, að segja ykkar álit, enda þótt úrslit dómsins séu í mínum höndum enn sem komið er, fyrst Bjarnharður prins er ekki giftur prinsessunni." ' Bjarnharður prins stóð á fætur og mælti: „Yðar kon- unglega tign. Að fengnu yðar leyfi vil ég segja mitt álit um mál það, er bíður dóms vors. Saga fangans gefur mér ástæðu til að ætla, að verkn- aður hans að taka þátt í aðför að prinsessunni sé sprottinn af geðrænni truflun, sem hefur orðið í huga hans við illa meðferð í fangelsinu, og þó fyrst og fremst við hin snöggu og óvæntu afdrif Elísu unnustu hans, sem hann álítur dauða. Ég legg því til, að enginn dómur verði kveðinn upp að sinni. Mér fannst honum létta við það að segja sögu sína. Vil ég því líta á fangann sem sjúkling, sem hafi gert sig sekan um illan verknað í örvita æði, þegar hann var í því sálarástandi að vera ekki vitandi vits og þar með eigi sjálfráður gerða sinna. Ég lít alls ekki á fangann sem atvinnuglæpamann, er af þaulhugsuðu ráði fremur verknaðinn, kaldur og miskunnarlaus. Þar er mikill munur á.“ Bjarnharður prins settist. v.

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.