Heima er bezt - 01.09.1977, Side 33

Heima er bezt - 01.09.1977, Side 33
„Vilja fleiri segja álit sitt áður en ég kveð upp dóm- inn?“ spurði konungur. Júlía prinsessa reis úr sæti sínu og mælit: „Yðar konunglega tign. Ég tek algjörlega í sama streng og Bjarnharður prins, unnusti minn og tilvonandi eigin- maður. Það væri ekki í samræmi við þá réttsýni, sem dómar vorir eru svo rómaðir fyrir, ef við nú níddumst á manni, sem er miður sín af sorg og örvæntingu, sem stafar af þeim hörmungum, sem hann hefur liðið, bæði andlega og líkamlega. Eftir frásögn hans að dæma hafði hann unnið sér það eitt til óhelgi að fara eftir þeirri rödd hjartans, að trúlofast stúlku, sem hann unni. Ég vil taka mig og prinsinn til samanburðar. Báðir eru þeir Bjarnharður og fanginn Valdimar konungssynir og því jafnir að tign. Ekki hefði yðar konunglega tign, Manfreð konungur, látið varpa mér í fangelsi né heldur þeim manni, sem ég hefði fest ást á, enda þótt hinn sami hefði verið fátækur greifi í þessu víðlenda ríki yðar. Ég vil stíga enn stærra spor en unnusti minn í þá átt að biðja Valdimar prins griða. Ég legg það til, að fanginn verði leiddur hingað inn aftur og honum birtur dómur í málinu, að hann sé sýkn orðinn í máli þessu. Þætti mér það og líklegt að þá greiddist úr þeirri sálarflækju, sem nú þvingar hann og kvelur. Eða, vorar konunglegu tignir, hvernig yrði okkur innanbrjósts, ef Elísa unnusta hans kæmi í leitirnar síðar meir,- en þá væri Valdimar prins horfinn af sjónarsvið- inu?“ Júlía prinsessa settist. „Vilja fleiri segja álit sitt?“ spurði konungur. Einn aðalsmannann í r.'kisráði konungs reis á fætur og tók til máls á þessa leið: „Vor konunglega tign. Ég mæli fyrir mína hönd og minna samstarfsmanna í ríkisráði yðar, þeirra, sem enn hafa ekki látið álit sitt í ljós, er ég segi vilja okkar, þess- ara þriggja, í máli fangans. Álit okkar fer mjög í sömu átt og Bjarnharðar prins og Júlíu prinsessu. Má vera að saga fangans hafi snortið viðkvæman streng í brjóstum okkar allra. En sé svo, þá hljómar sá strengur þýtt og unaðslega. Ég vil benda á, þvílíkur liðsmaður þessi mikli maður verður málefnum vorum, ef hann mætti verða læknaður af þeirri andlegu kröm, sem nú þjáir hann.“ Að svo mæltu settist ríkisráðsmaðurinn aftur í sæti sitt. Konungur gaf varðmönnunum frammi við dyrnar merki um að sækja fangann. Bráðlega birtust varðmennirnir aftur í dyrum dóm- salarins með fangann bundinn á milli sín. Hann var látinn staðnæmast frammi fyrir hásæti konungs og standa þar á sama stað og áður. Andlitið var eins og meitlað í stein, engin svipbrigði sáust, en eldur augnanna var minni en áður og speglaðist örvæntingin þar þögul ‘og myrk. Koungur tók til máls á þessa leið: „Valdimar konungssonur. Ég get ekki ávarpað þig með föðumafni, því ég veit ekki hvers sonur þú ert né frá hvaða ríki þú ert kominn. Þú stendur þarna með bundnar hendur á bak aftur, fundinn sannur að þeirri sök að hafa reynt til þess að ræna prinsessunni, ekki einu sinni heldur tvisvar. Þetta liggur mjög ljóst fyrir. Það þarf ei að ræða meir. Þú stendur hér og býst við dómsorði j' máli þessu. Mér og ríkisráði voru hefur komið saman um að kveða engan dóm upp í málinu. Þess í stað ber mér sem æðsta manni ráðsins að kunngera þér þann vilja vorn, að í stað þess að kveða upp dauðadóm yfir þér, Valdimar prins, þá höfum við áformað að hefja leit að Elísu unnustu þinni í þeirri von, að hún finnist. Okkur grunar einnig, að finnist hún og þið þannig getið sameinazt að nýju^ þá muni losna um þá andlegu kreppu, sem nú þjáir þig og kvelur. Þú mátt því líta svo á, að þú sért sýkn fundinn af verknaði þessum. Þetta er sagt hér í heyranda hljóði, þótt ekki verði fært á málsskjöl eða bókfært. Ég og ríkisráð vort byggjum sýknu þessa á þeim forsendum, að enda þótt þú sért sekur fundinn um verknaðinn, þá hafir þú framið hann í því sálarástandi, að þú varst ekki sjálfráður gerða þinna. Saga þín bar vott um, að þú hefur liðið slíkar hörmungar, að fátítt er. Það ber ekki að dæma þig fyrir það, þótt hörmungar þessar yrðu þér til tjóns á sál og líkama. Nú byrjar nýr kafli í lífi þínu, Valdimar prins. Myrkrið er að baki. Vonin og ljósið framundan. Hvað segir þú við þessu, Valdimar konungssonur?“ Er konungur hafði lokið máli sínu, reyndi fanginn að taka til máls, en kom engu orði upp. Blik kom í augu hans. Ekki brjálæðiseldur hins vitskerta manns, heldur gleðileiftur sálar, sem er að eygja í fjarska takmark, sem týnt var, ljós, sem álitið var, að væri slokknað með öllu. Allt í einu slitnuðu böndin af höndum fangans. Her- mennirnir hrukku frá honum. Bjarnharður prins stökk á fætur. „Setjist niður, herra prins,“ sagði Valdimar. „Ekkert illt er mér í huga. Geðshræringin er að vísu jafnsterk og áður, en nú eru það jákvæð öfl. sem ráða gerðum mínum, í stað þeirra neikvæðu áður. Satt er það. Ekki var ég sjálfum mér ráðandi, þegar æðisköstin gripu mig. Þó held ég, að ég hafi ekkert níð- ingsverk unnið um ævina, fyrst mér mistókst í bæði skiptin að ræna prinsessunni. Þó er mér nær að ætla, að ég hefði reynt til að verja hana fyrir allri vansæmd, ef slíkt hefði átt fram við hana að koma. En sem betur fór kom aldrei slíkt til. Tilræðið misheppnaðist með öllu. Það að heyra ykkur, konunglegu tignir, áforma að skipuleggja leit að minni týndu unnustu og svala mínu sorgmædda og hrellda hjarta á þann hátt, fyllir sál mína gleði, sem ég ræð varla við. En mitt í þessari gleði minni og fögnuði yfir því, hvernig málin hafa nú snúizt, finn ég með viðbjóði til þess athæfis sem ég ætlaði að fremja. Hvernig get ég búist við því, að nokkurt ykkar trúi mér, hvað þá að þið getið treyst mér?“ Hér þagnaði Valdimar og tók sér málhvíld. „Þó er það svo, að héðan í frá mun ég leggja líf mitt í sölurnar, ef með þyrfti ykkar vegna. En auðvitað trúið þið mér ekki.“ Konungur mælti: „Valdimar prins. Nú eruð þér frjáls maður. Nú ávarpa ég yður samkvæmt því, sem hirðsiðir vorir krefja að talað sé til tiginborinna frjálsra manna. Jú, vissulega trúum við orðum yðar, Valdimar prins, og treystum einnig. Komið hingað upp að hásætinu. Þér slituð böndin af höndum yðar áðan með ofurafli yðar. Réttið mér hönd yðar. Látum handtak vort votta algjöra sátt á milli mín og yðar. Á milli yðar og allrar konungsfjölskyldunnar.“ Valdimar prins rétti konungi höndina og mælti: „Ég Heima er bezt 309

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.