Heima er bezt - 01.08.1978, Qupperneq 11
ari við Kings College háskólann í London. Kristensa fór
ung að aldri til Kaupmannahafnar og dvaldi þar mörg ár.
Bjó hún með gamalli frænku sinni, annaðist hana og erfði
eftir hana a.m.k. ýmsa verðmæta muni, sem hún kom nú
með að Vöglum. Kristensa var að dómi þeirra er best
þekktu, frábær gæðakona, smekkvís og listhneigð og
byggði upp heimili sitt og manns síns með ríkum menn-
ingarblæ, þrátt fyrir fremur þröng húsakynni. Auk sér-
stæðra og vandaðra húsgagna og veggmynda fylltu rósir
og önnur inniblóm nálega hvert það nothæft rúm, sem
gafst, og þetta allt stakk mjög í stúf við það, sem tíðkaðist
um flest önnur heimili í sveitinni, þótt oft væru snyrtileg í
einfaldleik sínum og fátækt. Látlaus og alúðleg stóð hún
gestum sínum og manns síns fyrir beina, en eiginleg ís-
lensk sveitakona varð hún aldrei. Þau Kristensa og Stefán
eignuðust ekki börn.
Samtímis þeim hjónum fluttu að Vöglum Kristbjörg
fóstra Stefáns, nú gömul kona í skjól hans, og Margrét
fóstur systir hans og maður hennar, Sigurður Pétursson.
Þessi hjón önnuðust mjög búskap og heimilishald þar
næstu árin. Þá bauð Stefán einnig til sín nýfermdri hálf-
systur sinni, Helgu, sem verið hafði í fóstri hjá móður-
systur sinni, Amþrúði, og Helga manni hennar á Hróars-
stöðum í Fnjóskadal. Stefán kostaði hana til náms í
gagnfræða- og kennaraskóla og veitti henni síðan margs-
konar stuðning meðan bæði lifðu. Þar var hún til heimilis
í níu ár. Það var á orði, hvað mikið ástríki og eindrægni
ríkti með öllum þessum fjórum konum áVöglum. Nær
einstæð snyrtimennska og háttvísi gaf heimilinu sérstæð-
an blæ. Og þótt húsbóndinn kynni stundum að vera
fremur fálátur, eða jafnvel þurrlegur, í daglegum sam-
skiptum, var vitundin um heilindi hans og hugarhlýju þvi
valdandi, að þar leið öllum vel. Vandalaust fólk, sem þar
var oft, einkum á vorin, naut ágætrar aðbúðar og reglu-
semi, og vinnutími var fastbundinn við tíu stundir, sem þá
var nálega einsdæmi í sveitum.
Stefán var ákaflega iðjusamur maður og hagsýnn, svo
að honum notaðist allur tími vel. Einnig las hann mikið,
bæði fagurfræðilegar bókmenntir, sem hann átti nokkuð
af á erlendum málum, og ýmis fagleg rit, bæði viðkom-
andi starfssviði sínu og um ýmiss konar handíðir. Stund-
um greip hann gjarna íslendingasögu úr skáp sínum.
Hann lét sér annt um heimaiðju, og vildi að sveitafólk
temdi sér fjölbreyttari störf og notaði tíma sinn betur til
hagsbóta og menningar, en margir virtust þá gera. Sjálfur
hafði hann t.d. lært sápugerð úti í Danmörku. Hann
keypti til hennar vélar og framleiddi um skeið fleiri teg-
undir sápu, sem hann bjó sumar í smekklegar umbúðir
með íslenskum nöfnum og seldi.
Einnig vann hann lítið eitt muni úr birki, að norskri
fyrirmynd, og bækur sínar batt hann margar sjálfur. Þá
tók hann fyrir að steypa staura í girðingar skógræktar-
innar, þótt ekki yrði það í stórum stíl. Hann var ekki
sérstaklega listfengur, en gjörhugull og vandvirkur. Elsta
steypta smábrúin á þjóðvegi í Fnjóskadal var gerð af
honum og að hans fyrirsögn, og stendur hún enn í fullu
gildi, þó að nú hafi verið steyptur á hana breiðari pallur.
Vaglar standa ekki við þjóðbraut. Þó leituðu þangað
margir til gistingar í langferðum. Ýmsir áttu erindi við
húsráðanda, og skógurinn seiddi. Þjóðkunnir menn og
merkir náttúruunnendur lögðu þangað leið sína. Eftir-
minnilegust gestkoma mun heimilisfólkinu hafa orðið
koma Stepans G. Stephanssonar þangað 1917.
Þeir systkinasynimir þurftu margs að minnast frá
Mýrarheimilinu gamla, þó að þeir ættu ekki þaðan
minningar saman. Stefán Kristjánsson var aðeins tveggja
ára þegar móðir hans fylgdi bróðursyni sínum á veg
nokkrum vikum fyrir andlát sitt.
Það var látið berast um dalinn, þegar Stephan var
staddur á Vöglum, ef einhverjir vildu koma og skipta við
hann orðum og handtaki.
Vaglafólkið átti ógleymanlega stund með skáldinu úti á
hlaði um kvöldið. Vaðlaheiðin skartaði þá sínu fegursta,
lifrauð undir hnígandi sól. Skáldið stóð sem í leiðslu.
Fáir komu oftar að Vöglum til gistingar eða stuttrar
dvalar en Steingrímur Matthíasson, sjúkrahúss- og
héraðslæknir á Akureyri. Hann var þar heimilisvinur og
kom þangað til að hvílast. Oft mátti sjá hesta hans þar í
girðingu um helgar á sumrum og skiði hans við bæjarvegg
á vetrum.
Laust eftir 1920 fékk Steingrímur leyfi til að byggja
sumarsel í Vaglaskógi fyrir berklasjúklinga frá sjúkra-
húsinu á Akureyri. Hann kom því upp með aðstoð
margra, ekki síst ungmennafélaga í Fnjóskadal. Enginn
mun þó hafa stutt hann betur í þessu máli en Stefán
Kristjánsson.
Skógarvarðarstarfið
Vaglaskógur var girtur 1909, í tíð Einars E. Sæmundsens
þar, árið áður en Stefán kom þangað Oft er þar snjóþungt
á vetrum, viðhald girðinga mikið, og fénaður, sem vanur
var að ganga þar, eða renna þar um óhindraður af afrétt,
sótti fast á. Mátti þvi segja að varslan væri fyrsta við-
fangsefni skógarvarðarins nýja.
Ekki var laust við að sumum, sem notið höfðu góðs af
skóginum, fynndist nógu stranglega varið. En þar var
hörðu að mæta, hver sem í hlut átti. Trúmennskan í
starfinu brást ekki. — Næst því að vemda skóginn fyrir
beit hlaut að koma að grisjun hans, svo að sjá mætti, hvað
hann gæti orðið með skynsamlegri umhirðu. Stefán leitaði
samvinnu við bændurna. Hann reyndi að vinna þá, sem
sjálfir réðu yfir skógi, til þess að hlíta hans ráðum um
meðferð. Hinum gaf hann kost á að höggva í Vaglaskógi
samkvæmt settum reglum. Ekkert fé var fyrir hendi, til
þess að greiða verkamönnum, en bændur þurftu skógvið
til eldsneytis, húsabóta og girðinga, og sumir þeirra not-
uðu enn á þessum árum lim og börk til fóðurdrýginda.
Mikið fékkst til nytja úr því sem höggvið var, en valinn
raftvið varð að greiða ákveðnu verði. Stefán brýndi fyrir
mönnum að höggva aðeins þau tré, sem augljóst var að
þyrfti að taka. Sjálfur gekk hann síðan um og merkti það,
Heima er bezt 259