Heima er bezt - 01.08.1978, Síða 12

Heima er bezt - 01.08.1978, Síða 12
sem að hans dómi átti einnig að fara. — Á stríðsárunum fyrri, 1914-1918, var tilfinnanlegur eldsneytisskortur á Akureyri. Þá var ráðist í að höggva við til eldsneytis í stórum stíl í Vaglaskógi, fleyta honum í byrðum til sjávar eftir Fnjóská og flytja hann síðasta áfangann á skipi. Fyrsta árið mun Stefán hafa séð um þetta að öllu leyti á kostnað skógræktarinnar, en síðar var það framkvæmt á vegum Akureyringa sjálfra, nema hvað skógarvörðurinn leit eftir grisjuninni. Skógræktarstjórinn, Kofoed Hansen, kom norður og var með í ráðum fyrsta vorið, og fylgdist með fleytingunni, en Stefán stjórnaði og var með í verki. Menn gengu með ánni, með langa krókstjaka í höndum, ýttu fram strönd- uðum byrðum og losuðu af flúðum. Segldúksbátur var með í för, ef losa þurfti um bendur á óstæðu vatni. Þá hélt Stefán jafnan sjálfur um árar og sagði fyrir. Fleytingin reyndist kostnaðarsöm og lagðist niður. — Græðireitur var gerður á Vöglum um líkt leyti og skógurinn var girtur, og síðar stækkaður smátt og smátt. Mest var í fyrstu sáð birki- og reynifræi, og allt plöntu- uppeldi mjög á tilraunastigi við frumstæð skilyrði. Fyrir komu Stefáns þangað var hafin gróðursetning lerkis og fjallafuru í skóginum utan reitsins, og hélt hann því starfi áfram í smáum stíl, en það gaf ekki góða raun. Þau kvæmi, sem þá var völ á, munu ekki hafa verið ákjósanleg. Enn var það aðeins draumur í vitund fárra manna, að hér kynni að vera unnt að rækta erlend barrtré til nytja. Til dæmis var það ekki fyrr en fimm árum eftir andlát Stefáns, að því fræi var sáð, sem hinn frægi Guttorms- lundur í Hallormsstaðaskógi er vaxinn af. *) Sveitarþegn og forsjármaður Á áliðnu vori 1910, að loknum einum af þremur snjó- þyngstu vetrum aldarinnar til þessa, kom Stefán Kristjánsson heim í æskusveit sína eftir um tuttugu ára útivist. Verkefni hans lágu ljós fyrir, eins og lýst hefur verið hér að framan, stofnun og uppbygging heimilis enn að nýju og skógarvarðarstarfið. En þrátt fyrir hlédrægni hans og heimaannir, var hann einnig fljótt kvaddur til liðveislu í þágu almennings. Helstu fyrirsvarsmenn sveit- arinnar á þeirri tíð voru þeir Ingólfur Bjarnarson hrepp- stjóri í Fjósatungu, jafnframt framkvæmdastjóri Kaup- félags Svalbarðseyrar og síðar alþingismaður, og oddvit- inn, Guðni Þorsteinsson bóndi í Lundi. Hélst sú staða þeirra að mestu óbreytt og við miklar vinsældir og traust meðan báðir lifðu. Stefán sat í sveitarstjórn með þeim og fleiri góðum mönnum nær því frá komu sinni að Vöglum og til æviloka. Hann var einnig sýslunefndarmaður um *) Eftir að þetta var skráð fann Stefán Karisson handritafræðingur skýrslur skógarvarðanna yfir árið 1910 í Þjóðskjalasafni fslands. Þar greinir Stefán Kristjánsson frá för sinni um Þingeyjarsýslur til þess að kanna ástand skóga og skógarleifa. Skýrsla þessi er mjög athyglisverð og mun væntanlega verða birt í Árbók Þingeyinga 1978. — J. Kr. skeið. Ekki var hann margmáll á fundum, en réttsýni hans og málsmeðferð var við brugðið, og dró það til þess að honum var margt falið. Þrátt fyrir harðindi sumra þessara ára og almenna fá- tækt, var framfarahugur í mönnum og vilji til átaka. Vor- hugur aldamótanna lá í lofti. Á fyrstu árum heimastjómar voru mörg lög staðfest, sem kröfðust athafna, og sum þeirra gripu skjótt inn í daglegt líf dalbúa. Lög um skóg- rækt hafa þegar verið nefnd. Þá komu lögin um skóla- skyldu barna, girðingalögin, lög um forðagæslu og fóð- urbirgðafélög og fleiri lög. Allt þetta var Stefáni mjög hugleikið. Áður en varði var hann orðinn formaður fræðslunefndar og lestrarfélags, og eindreginn hvata- maður þess að bændur girtu tún sín og engjar, stofnuðu fóðurbirgðafélag, til þess að tryggja afurðir búa sinna, og brunabótafélag. Síðast, en ekki síst, skal nefnt, að lengi var hann deildarstjóri í Kaupfélagi Svalbarðseyrar, en það var þá pöntunarfélag, og verður að því vikið síðar. — Árferði var fremur hagstætt árin 1910-1913. Þeim, sem muna þá tíð, finnst hún hafi verið sem dögun. Eftir það komu hörð ár, ísavorin 1914-1916, frosta- og isaveturinn 1917-1918, kalsumarið þar á eftir, og síðar köld vor og áhlaupasöm, eins og t.d. 1924. Þó var sem þetta markaði ekki óafmáanleg spor, „Það hefur fyrr og svartar syrt“ var hugsað. En heimsstyrjöldin fyrri, 1914-1918 gerði almenning ráðvilltan. Fyrirhugaðar framkvæmdir sýndust óviðráðanlegar, og atvinnuhættir breyttust. Rjómabú, sem stofnað hafði verið af stórhug, varð að hætta, fráfærur lögðust niður og stefnt var að framleiðslu dilkakjöts. Það innlegg lítilla búa hrökk skammt, þegar vikukaup sláttumanns hækkaði úr 12.00-15.00 krónum í 80.00-100.00 krónur og fyrir eitt kg af sykri þurfti nálega eitt og hálft kg af fyrsta flokks dilkakjöti, svo að dæmi sé tekið úr viðskiptareikningi frá þessum árum. Gengis- breytingin og verðhrunið mikla upp úr 1920 gerði marga bændur öreiga. Líklega hefur sjaldan reynt meira á forsjármenn al- mennings til úrræða en á þessu tímabili, þar sem ekki var um einstakar eða óvæntar náttúruhamfarir að ræða. Þetta var annars eðlis en áður kunnir erfiðleikar, og á fárra manna færi að leysa, fyrst og fremst viðfangsefni þeirra, er fóru með sveitarstjóma- og verslunarmál. Ritara þessa þáttar um Stefán Kristjánsson eru enn fersk í huga manndómsleg viðbrögð hinna áðurnefndu sveitarstjóm- armanna, hvers á sínu sviði, þótt hann haldi sig við það eitt, er Stefáni við kemur og kjósi hér á eftir að rekja frásögnina sem persónulegar minningar. Samkvæmt mínum skilningi var Stefán Kristjánsson fyrst og fremst mannvinur og einlægur umbótasinni. Ábyrgðartilfinning hans var sterk og réttlætiskenndin næm. Hann duldi tilfinningar og hugarþel meira en al- mennt gerðist og forðaðist sem heitan eld að láta per- sónuleg viðhorf ráða gerðum sínum í almennum við- skiptum. Til hins sama ætlaðist hann af öðrum og leitaðist við að glæða sjálfsvirðingu, áræði og metnað viðmælanda, ef 260 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.