Heima er bezt - 01.08.1978, Page 13

Heima er bezt - 01.08.1978, Page 13
Aðalfundur Kaupfélags Svalbarðseyrar 1925. Talið frá vinstri. Sitjandi: Daníel Jónsson Sellandi, Ingólf- ur Bjarnarson Fjósatungu, Kristján Jónsson Nesi, (situr aftar) Stefán Kristjánsson Vöglum, Grimur Laxdal Gauts- stöðum, Þorlákur Marteinsson Veigastöðum. Standandi: Tryggvi Kristjánsson Meyjarhóli, Sigurbjörn Pétursson Þverá, Karl Kr. Arngrímsson Landamóti, Jón Sigurjónsson Krossi, Ólafur Pálsson Sörlastöðum, Sigurjón Valdimars- son Leifshúsum, Garðar B. Pálsson Garði, Jóhannes Lax- dal Tungu, Benedikt Baldvinsson Efri-Dálksstöðum, Gunnar Jónatansson Reykjum, Sigurður Sigurðsson Hall- dórsstöðum, Guðni Þorsteinsson Lundi, Karl Sigurðsson Draflastöðum. honum fannst þess við þurfa. Stundum þótti mönnum hann óþarflega formfastur, jafnvel einstrengingslegur. Skal hér aðeins sagt frá einu litlu atviki, er skýrir að nokkru viðhorf hans: Á tímabili var Stefán gjaldkeri hreppsnefndar, en svo um samið, að ekki greiddi hann neitt úr sveitarsjóði, nema samkvæmt tilvísun oddvita. Eitt sinn að vetri til bað faðir minn mig — dreng á skólaaldri — að fara á fund Stefáns og biðja hann um nokkrur krónur, sem hann taldi sig eiga hjá hreppnum fyrir forðagæslustörf og vanhagaði um. Ég kom að Vöglum og bar upp erindið við Stefán. Hann kvaðst ekki mega gera þetta. Líklega hafa vonbrigði mín verið auðsæ, því að litlu síðar bætti hann við með vin- gjarnlegum raddblæ: „Ég veit að faðir þinn á þetta inni, og auk þess þyrði ég að lána honum það sjálfur. En ég vil hvorki brjóta settar reglur eða mismuna mönnum. Farðu því og finndu oddvitann og komdu svo til mín á ný.“ Ég var þreyttur, þegar ég kom heim þetta kvöld. En mér fannst ég enn kenna í lófa mínum ylinn frá handtaki Stefáns, er ég kvaddi hann í síðara skiptið. Frú Kristensa, kona Stefáns, lést á öndverðu ári 1921. Veturinn eftir var fámennt á Vöglum, aðeins tvö ung hjú og svo Stefán. Hann mæltist til þess eftir áramótin, að ég yrði hjá sér nokkrar vikur, byndi með sér bækur og gerði annað smávegis inni við. Við unnum í sömu stofu á dag- inn og sváfum í sama herbergi um nætur. Þá kynntist ég honum best. Það var gestkvæmt og öllum var boðið til stofu. Ég átti ekki annarra kosta völ en halda mig í mínu horni og gæta þess eins að láta sem minnst á mér bera, en hlaut að heyra það sem fram fór. Flestir komu vegna viðskipta og fjárhagsvandræða. Kreppa eftirstríðsáranna var í algleymingi. Stefán var deildarstjóri í pöntunarfélagi, þar sem hver deildarmaður ábyrgðist einn fyrir alla og allir fyrir einn; því varð að fara að öllu með gát. Nú komu þeir, bændumir, einn eftir annan, til þess að leggja fram pöntun á vorvörunum. Allir höfðu þeir skuldað um áramótin, og gjaldeyrir sýnilega Heima er bezt 261

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.