Heima er bezt - 01.08.1978, Síða 22

Heima er bezt - 01.08.1978, Síða 22
Að fjölgun bjargræðisvega á ís- landi, ekki síst norðan og austan til, sé nauðsynleg, má ekki síst ráða af þrengslum þeim sem leiðirafþví hversu hvert kotið, þó ekki sé nema 2 og 3 hndr. að dýrleika, hefur 2 og stundum fleiri fjölskyldumenn að framfœra, hverjum þó ekki fylgja viðunanlegir landkostir handa einum auk heldur fleirum, og hversu mikið lífsviðurhald hefurþá hvor hinna þegar margirþurfa að nota?* Mundi þá ekki hagfelldara, að þeir sem uppalast við sjávarsíðu og mestu leyti venjast sjávarstörfum, sömuleiðis þurrabúðarmenn, hefðu aðal uppeldi sitt af sjávarafla, heldur gefa sig að ábatalausu landvinnugaufi sem þeir kunna lítið eða ekkert til? Þá yrðu líka sjóferðimar á smærri og stærri skipum sóttar með miklu meira kappi og dugnaði, þegar þær væru þeirra manna sem þær hefðu að stunda einasta lífsviðurhald, þar á móti geta aldrei þeir sem jarðanna hafa að gæta gefið sig af sjávarveiðum með neinum dugnaði, nema til að af- rækja landvinnuna sér til skaða, sem þeir allt að einu ættu að efla og end- urbæta jarðir sínar, þar til þær end- urgildu þeim með ríkulegum ávexti. Þiljuskipaeignin, eins og líka færsla þeirra, er nú að því leyti annmarka- minni en áður, að sjómannaskóli er fenginn í landið, svo lært verður að færa** þau nú með sama hætti og er- lendis. Það sem nú helst vantar í tilliti til að þiljuskipin ekki tapist með öllu, þeim sem kynnu að missa þau er að ábyrgðarsjóður er enn ekki stiftaður í landinu; en eins og þeir sem nú eiga þiljuskip ekki hafa látið ábyrgðar- sjóðsleysið fæla sig frá að ráðast í að eignast þau, sjálfum sér og öðrum til uppbyggingar, svo er líka vonandi og óskandi, að allir þeir sem vegna efna- skorts geta gengið í hinna fótspor, hvorki láti skeytingarleysi um al- mennan velfamað né of einstaklegt sérsinni með öðrum hætti hamla sér frá að fá því sæti, hvar af þeir upp- skæru ríkulega blessun í endurgjaldi kostnaðar þess, er þeir leggðu í söl- uraar, og síðan heiður og þakklæti af allri þjóðinni fyrir það, að þeir hafi * Auðkennt hér af mér. - E.E. ** Stjóma þeim. E.E. verið föðurlandsins sanna farsældar uppspretta. Ég efast heldur ekki um að þegar íslendingar eru sjálfir búnir að bæta úr þurfum sínum í framan- sögðu, að því leyti sem í þeirra valdi stendur, þá muni líka Danmerkur- stjómin verða búin að breyta skoðun sinni á verslunarmálunum, svo að frjáls verslun fáist án tregðu, enda væri landinu þá hið fyrsta sannanlegt gagn af henni. Vegna þess að enginn af þeim, sem þó vel hafa vitað um landsins gagn og nauðsynjar, hafa orðið til að vekja máls á því atriði sem hér ræðir um, þá hef ég ráðist í það, ef ske kynni að einhver sem betur en ég hefði tök á að benda löndum sínum á það sem þeim er ábótavant í þessu og öðru því sem til alþjóðlegra* heilla horfir, kynni að- taka í strenginn að hvetja þá til að sameina anda og efni til að fjölga innlendum þiljuskipum allsstaðar við ísland, hvar sem því verður við kom- ið. Og verða því vinsamleg tilmæli mín um, að Norðri frá Akureyri vildi hafa línur þessar meðferðis þegar hann brigði sér eitthvað til ferða. - Friðrik Jónsson frá Bakka. Svo er þetta orðað. E.E. Þorsteinn Danielsson á Skipalóni. Svo einkennilegt sem það virðist voru þessar skoðanir höfundar Norðra- greinarinnar ekki alveg nýjar af nál- inni. Hálfri annarri öld fyrr eða 1699, hafði Páll Vídalín samið tillögur um endurreisn íslands sem að allri hugsun hníga í svipaða átt, þótt öðru- vísi væru framsettar. Jón Eiríksson konferensráð hafði betrumbætt til- lögur Páls og gefið þær út í bók undir heitinu Deo, regi et patrie (Guði, kon- ungi og föðurlandi) og var hugsuð til styrktar umbótahugmyndum Skúla Magnússonar landfógeta. Jón Eiríks- son vildi njóta styrktar kóngs til við- reisnarinnar, en höfundur Norðra- greinarinnar treystir á framtak og áræðni landsmanna sjálfra, og stafar þessi skoðanamismunur auðvitað af skilum tveggja tíma. Hugmyndir Páls Vídalíns og Jóns Eiríkssonar þóttu of róttækar og einnig skoðanir höfundar Norðra- Björn Jónsson ritstjóri Norðanfara á efri árum, að sögn þeirra í myndadeild Þjóðminjasafns sem á myndina. 270 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.