Heima er bezt - 01.08.1978, Page 28

Heima er bezt - 01.08.1978, Page 28
Fyrir rétt liðlega eitt hundrað árum (1877) kom út ljóða- bók sem bar heitið Svanhvít og fékk strax afbragðs við- tökur. Þetta voru þýdd ljóð eftir skáldin Matthías Joch- umsson og Steingrím Thorsteinsson. Matthías þýddi að meginhluta eftir Norðurlandaskáld. Steingrímur mest eftir þýsku- og enskumælandi höfunda. Bók þessi var ekki stór en-þó ótrúlega fjölbreytt að efni; hún flutti söguljóð, ástarkvæði, trúarljóð, ádeilur, ættjarðarkvæði, baráttuljóð og þjóðvísur. Hér komust menn í kynni við kveðskap höfuðskálda svo sem Goethes, Schillers Runebergs og Byrons, að ógleymdum Skotanum Robert Bums sem sagt er að Steingrímur hafi dáð mjög í æsku og boðskapur hans fyllti ávallt stórt rúm í hjarta hans og braust fram í mörgu Ijóðinu, eftir því sem Hannes skáld Pétursson heldur fram í ýtarlegri ævisögu um Steingrím. Roberts Burns hefur áður verið lítillega getið í þessum þætti og skal engu við það bætt hér. í Svanhvít birtir Steingrímur þýðingu sína á ljóði Bums Því skal ei bera höfuð hátt? Mig langar til að birta þessa þýðingu Steingríms því ég tel að margar meitlaðar og hnitmiðaðar setningar hans hafi fest svo í minni fólks að áhrifa þeirra gæti í ýmislegri orðræðu enn í dag, svo sem það að maðurinn sé gullið þrátt fyrir allt — og fleira í þeim dúr. ÞVÍ SKAL EI BERA HÖFUÐ HATT? Því skal ei bera höfuð hátt í heiðurs-fátækt, þrátt fyr’ allt? Svei vílsins þræl; — þú voga mátt að vera snauður þrátt fyr allt, þrátt fyr allt og þrátt fyr allt, þreytu, strit og baslið allt, allt hefðarstand er mótuð mynt, en maðurinn gullið þrátt fyr allt. Þó fæðið okkur fáist spart og flíkur aumar, þess kyns allt, en flónum matsæld, mungát, skart, er maður maður, þrátt fyr allt, þrátt fyr allt og allt og allt, ofskraut, fordild, þess kyns allt, hver heiðursmaður, allslaus eins, er á við konung þrátt fyr allt. Sjá lávarðs-durginn darka um láð með dramb og glys og þess kyns allt, þó mannmergð stór sé honum háð, er herrann glópur þrátt fyr allt. 276 Heima er bezl Þrátt fyr allt og allt og allt, alstirnd brjóst og þess kyns allt, hver ágæt sál, í anda frjáls, mun að því hlæja þrátt fyr allt. Þó kóngur greifa kjósi og jarl úr knapa sveit — og þess kyns allt, á miklu hærri hefðarpall kemst heiðursmaðurinn þrátt fyr allt, þrátt fyr allt og allt og allt, upphefð, nafnbót, þess kyns allt, hið innra verð og vitund þess er vegsemd meiri en þess kyns allt. Því biðjum við, sú veitist tíð, að verða mun það þrátt fyr allt, að vit og drenglund sigri um síð í sannleiks stríði þrátt fyr allt, þrátt fyr allt og þrátt fyr allt, mun þetta verða um heimsból allt, að maður manni bindist blítt með bróðurhendi þrátt fyr allt. Ekki verður um það deilt að þýðingar erlendra ljóða er nokkur bókmenntaviðburður og stækkar sjónhring skáldskapar. En hvað um viðtökur almennings? Mörg þýddu ljóðin hafa náð miklum vinsældum, einkum ef þeim hafa fylgt geðfelld lög. Svo er um ýmsar Heine-þýðingar góðskálda, t.d. Jónasar Hallgrímssonar á Stóð ég útí tunglsljósi sem er orðið íslenskt í vitund al- mennings. Þá má nefna vinsældir þýðinga Steingríms Thorsteinssonar og Benedikts Gröndals o.fl. Áður hefur verið drepið á það í þessum þætti að það hafi verið hinn létti og þjáli bragarháttur Heines sem félli svo vel að hugsun og geði íslenskra góðskálda og freistaði þeirra til þýðinga. En þrátt fyrir einfalt snið ljóða Heines er ekki hlaupið að því að þýða hann yfir á þjóðtungur snurðulaust, eftir því sem hinn snjalli ljóðaþýðandi, Helgi Hálfdánarson, heldur fram af mikilli rökvísi í ritgerð, Heilsaði hún mér drottningin, sem ég las eigi fyrir löngu Og var víst upphaflega flutt sem erindi á fundi með nokkrum stúdentum. Helgi segir m.a.: „ ... Fátt er talið auðveldara en að snara Heine, svo einfaldur í sniðum sem hann er og blátt áfram. Og fyrir bragðið hafa hlaðizt upp á ýmsum þjóðtungum heilar fjalldyngjur af leirburði í nafni Heines. Jónas vissi hvað hann söng þegar hann þýddi Nœturkyrrð á fomyrðislag, en orti sjálfur Annes og eyjar á Hein- es-hætti.“ Eitt allra kunnasta Heines-ljóð í íslenskri þýðingu er Lorelei Steingríms Thorsteinssonar og því fylgir hið seið- magnaða lag F. Silchers sem þekkt er um allan heim. Ég hef fyrr gert það til skemmtunar og fróðleiks að bregða upp fleiri en einni þýðingu á sama ljóðinu, ef ég hef vitað um að lesendur þekktu lagið. Enn langar mig að bregða á leik og birta þýðingar þeirra Steingríms Thorsteinssonar og Magnúsar Ásgeirssonar á hinu fræga Lorelei-ljóði Heines.

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.