Heima er bezt - 01.08.1983, Blaðsíða 2

Heima er bezt - 01.08.1983, Blaðsíða 2
Sumri hallar. Haustið færist nær. Grösin sölna. Skógurinn litverpist. Öll hin lifandi náttúra býr sig undir að mæta vetrinum, og miklu skiptir, að tími vinnist til þess, svo að vorið fái aftur breitt sinn græna lit yfir skóg og engi. Sumarið, sem er að líða hefir verið bæði stutt og víða óhagstætt, en haustið á enn eftir að skrifa lokaþátt- inn. En ekki var það ætlan mín að skrifa eftirmæli líðandi sumars né spá um haustið, hvorttveggja er of snemmt, enda þótt nokkur uggur sé í fleirum en mér um að veturinn gangi i garð fyrr en hann á rétt til eftir al- manakinu. Fyrir nokkru var hér á ferð allstór hópur norrænna skógræktarmanna til að skoða, hvað hefir á unnist hér í skógrækt, og bæði gefa góð ráð og safna athugunum, sem mega að gagni koma í harðbýlum landshlut- um í heimalöndum þeirra. Útvarpið flutti samtal við formann nefndar- innar, kom þar margt fróðlegt fram, en tvennt festist mér í minni, annað, að honum leist stórvel á það sem hér hefir verið unnið, en hinsvegar að honum fórust orð eitthvað á þá leið, að þið hafið hingað til hugsað um að klæða landið, en í framtíðinni er við- fangsefnið ræktun nytjaskóga. Það er mikilsvert að fá þessi um- mæli og þennan dóm manns, sem ekki fer með kurteisishjal ferðamanns, heldur skýrir frá niðurstöðum raun- særrar athugunar. En lítum ögn nánar á hlutina. Það má með sanni segja, að rétt um hálf öld sé liðin síðan tímamót urðu í skógræktarmálum vorum. Annars vegar með stofnun Skógræktarfélags Islands 1930 og tilkomu nýs skóg- ræktarstjóra nokkru síðar. Ekki vil ég gera lítið úr störfum fyrsta skógrækt- arstjórans. Hann vann sitt starf af kostgæfni við hinar erfiðustu aðstæð- ur, fjárskort og þó umfram allt skiln- ingsleysi og vantrú almennings á Haustfölvi og vorgrænka málinu. Skógræktarfélögin eiga sinn drjúga þátt í að eyða fordómum og vantrú, og skapa áhuga og athafnir í þess stað. Þau hafa, ef svo má að orði kveða, ræktað hugarfarið. En hinn nýi skógræktarstjóri Hákon Bjarnason hóf fyrir um 50 árum nýja stefnu og leitaði nýrra leiða í skógræktarmálum landsins. Fram að þeim tíma var vemdun skógarleifa megin viðfangs- efnið, og fáir trúðu á, að hér gætu vaxið önnur tré en birki og reynir, nema ef til vill í skrúðgörðum við alla virkt og umhyggju. Það var að vísu lífsnauðsyn að vernda þær skógar- leifar, sem til voru enn í landinu, og svo er raunar enn, þó að ef til vill sé almenn gróðurvernd meira aðkall- andi. En í því sambandi má ekki gleyma að skógur, jafnvel þótt hann sé smávaxinn, er styrkasta vörnin gegn gróðureyðingu af völdum vinda og vatna. Er það reynsla allra þjóða, sem eiga í stríði við uppblástur og skriðuföll. Landverndin hlýtur því um alla framtíð að verða annað megin verkefni skógræktarinnar, sú vernd er fæst mest og best með því að klæða landið skógi, enda þótt hann skili ekki beinum arði í skógarafurðum. Eftir langan góðæriskafla hefir veður kólnað nokkuð hin síðustu árin, og hefir það eftir frásögn sérfræðinga að dæma bitnað verulega á gróðri af- rétta. Þóttist ég einnig sjá þess merki á hraðri ferð yfir Holtavörðuheiði fyrir skemmstu. Svo rýran gróður á heiða- löndum um hásumar sá ég ekki þá tvo til þrjá áratugi, sem ég lagði leiðir mínar flest sumur inn á hálendi landsins. En þegar framvarðafylking- in bilar er hinum hætt. Afréttagróð- urinn er sá gróður sem dafnar við erfiðust skilyrði á landi voru, og gróðureyðing á hálendinu hefir í för með sér aukna hættu á uppblæstri. Vitanlega fáum vér ekki komið upp skógarvörnum í vetfangi, en meðan það varir verður eina vörnin að fækka beitarpeningi og þá einkum óþörfum hrossum. En minnumst þess, að stöð- ugt verður að fara saman hófleg nýt- ing og landgræðsla með einhverju móti. Landgræðsla, hvort heldur með skógi eða öðrum ráðum án þess hófs sé gætt í nýtingu, verður litlu árang- ursríkari en sandburðurinn á Kleppi í gamla daga. Látum nú útrætt um þann þáttinn að klæða landið, þótt í raun réttri sé þar ótæmandi umræðuefni, en hverf- um að hinum þættinum í skógræktar- málunum, ræktun nytjaskóga. Nýstefnan í skógræktarmálum vor- um, er hófst fyrir nær hálfri öld með forgöngu þáverandi skógræktarstjóra Hákonar Bjarnasonar, var sú að rækta nytjaskóg og að leggja þar inn á nýjar brautir með innflutningi nýrra trjá- tegunda, og það er sá árangur, sem náðst hefir af því starfi og stefnu, sem hinum erlenda sérfræðingi þótti stór- mikill og benti á sem framtíðarstarfið. Ég held að allir, sem einhver kynni hafa af þessum málum og ekki eru haldnir fordómum, hljóti að vera honum sammála. Sá merki árangur, er náðst hefir, er ekki fenginn með miklu tilraunastarfi, heldur að miklu leyti fyrir hugkvæmni og dirfsku að þreifa sig áfram. En nú höfum vér fengið tilraunastöð í skógrækt og margvíslega reynslu nær hálfrar aldar um hvað beri að varast og hvert skuli leita. Þetta getur vegið upp gegn þeim erfiðleikum, sem einhver kólnun loftslags kynni að hafa í för með sér. Að minnsta kosti er alls endis óþarft að vera með einhvern uppgjafartón í umræðum um málið, eins og mér virðist næstum vera kominn upp. Þó eitthvað blási á móti, erum vér nú margfalt betur í stakk búnir bæði til sóknar og varnar en vér vorum fyrir hálfri öld. Það er flestum orðið ljóst, að ís- lenskur landbúnaður stendur á tíma- Framhald á bls. 266. 234 Heimaerbezl

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.