Heima er bezt - 01.08.1983, Blaðsíða 21
Gísli Högnason, Læk:
við tjaldið Draumar og fyrirboðar
Ég man þetta ekki alveg upp á dag, en
þetta gerðist í fyrrasumar. Ég var dá-
lítið lasinn, fór nú samt í mat, en
endaði með því að maturinn fór aðra
leið en honum var ætlað að fara. Þá
komu hjúkrunarkona, forstöðukona
og einhver sú þriðja og segja, að nú
þurfi endilega að skoða mig. Það átti
nú svo sem að láta eitthvað ske í mál-
inu, helst að panta einhversstaðar
pláss fyrir mig á spítala, eða eitthvað
þvíumlíkt.
Nú, svo rölti ég heim, einhvernveg-
inn komst ég heim og settist þar á
legubekkinn. Þá sýnist mér, að það sé
búið að slá heilmikið einhversstaðar í
túni og búið að dríla þar upp heyi, en
svo líður það svolítið frá og ég sé
margt fólk. Það var mest kvenfólk,
þær komu í hópum og nokkrar þeirra
settust hjá mér, sitthvorumegin við
mig á legubekkinn.
Fyrir framan mig var borð, svo lítið
að þar er varla hægt að koma fæti fyrir
hvað þá að setjast á það. Þá veit ég
ekki fyrri til en að það kemur kven-
maður, gríðarlega stór, sver og feit og
er hún með hvítt sjal á herðum,
prjónað eða heklað, eða svo sýnist
mér. Þessi kona sest á borðið fyrir
framan mig, þar sem í rauninni var
ekkert pláss til að setjast á og tekur
upp hjá sér hlut líkast og það væri
silfurdós, er virtist svolítið ílöng,
Konan opnar þetta silfurhylki, tekur
upp úr því bréfmiða og réttir mér. Ég
fer að skoða þennan bréfmiða, en það
er þá enginn bréfmiði og engin kona
hjá mér, ekki nokkur vera, allt horfið.
Konan sem rétti mér miðann úr silf-
uröskjunum var alveg stórkostlegur
kvenmaður, svo stór og ferleg. Gat
sest á svo til ekki neitt, rétti mér blað,
og þegar ég hafði litið á blaðið var
hvorki það nú hún, allt horfið og ég
alheill.
Nú —, það gleymdist þá þetta, sem
þær voru að tala um, hjúkrunarkon-
an, forstöðukonan og sú þriðja, það
gleymdist í tvo daga. Veikindin voru
lika búin svo ég þurfti ekki á neinni
hjálp að halda meira, það var búið að
hjálpa mér. Ég sagði Gísla forstjóra
frá því, hvað komið hafði fyrir, og
hann taldi að þetta væri besta lækn-
ingin.
Þegar ég var að alast upp á
Reykjavöllum, héldum við með okkur
félagsskap, Sveinbjörn, síðar bóndi að
Uppsölum, þá vinnumaður hjá Þor-
steini í Langholti. Steindór, sonur
Njáls bónda að Uppsölum og ég. Það
mun hafa verið árið 1909, ég nýlega
orðinn 18 ára, að við hittumst í Upp-
sölum rétt fyrir jólin. Þar mæltum við
okkur stundum mót, þegar snjór var,
þar er mishæðótt og gott að renna sér
á skíðum. Þetta kvöld ákveðum við að
fara saman á vertíð, og ráða okkur á
sama skip, að Húsatóftum í Grinda-
vík. Það gerðum við og urðum skips-
félagar næstu tvær vertíðir á sama
stað, Húsatóftum.
Litlu síðar dreymir mig, að við er-
um að leika okkur á harðfenninu í
Uppsölum.
Þar er hóll og við erum eitthvað að
sniglast íkringum þennan hól. Svo tek
ég á rás upp hólinn frá félögum mín-
um, og veit þá ekki fyrri til en, að ég
dett ofaní hólinn. Og þá sé ég það, að
þetta muni vera forstofa og eldhús þar
rétt hjá. í eldhúsinu eru öldruð hjón
og strákur. Ég hugsa með mér að
hérna verði ég að skilja eitthvað eftir,
því þetta mundi vera huldufólk. Þá
gellur kerling við: „Þú þarft þess ekki,
þú kemst út aftur og komdu með
mér,“ segir hún. Já —ég geri það, rölti
á eftir konunni. Þetta voru þá stofur,
meira að segja með dúk á gólfi og
teppi. Þetta var óvanalegt þá, svoleið-
islagað hafði ég aldrei séð, og sá ekki
fyrr en löngu síðar.
Já, hver andskotinn, hugsaði ég
með mér, ég verð að taka af mér
skóna, þetta lét undan fæti teppið var
svo mjúkt. Konan fór með mig í
gegnum ein þrjú eða fjögur herbergi.
Svo opnar hún eitt og fer þar inn. í
herberginu var rúm, uppbúið með
hvítum sængurfötum, og jjað var ein-
hver í rúminu. Kerling fer inn að
þessu rúmi, en ég stoppaði í dyrunum.
Þá segir hún við það, sem er í rúminu:
„Viltu eiga þennan mann?“ Það er
sagt „já“ í rúminu. Þá víkur kerlingin
sér að mér og segir: „Viltu eiga dóttur
mína?“ Æ —, ég var nú ekki á því en
hugsa, að ef ég neiti þá leggi hún á mig
og ég verði einhvernveginn í fjandan-
um að snúa mig útúr þessu. Þá koma
þeir, karlinn og strákurinn, og leggja
að mér að eiga þennan kvenmann. Og
það er að sarga í mér, þangað til að ég
verð reiður og segi þvert nei, sný við
og ætla mér að komast út. Þá kemur
kerlingin, setur báða hnefana í bakið
á mér og hrindir mér. Þá voru það
ekki fínheitin, því ég fór í gegnum
Heima er bezt 253