Heima er bezt - 01.08.1983, Blaðsíða 27

Heima er bezt - 01.08.1983, Blaðsíða 27
Magnús Árnason MDNHNHSBLÖÐ UM HRAKNING OG ILLA MEÐFERÐ 3 VESTUR-ÍSLENSKIR SKÓGARHÖGGSMENN 1911-1912 Á minnisblöðum sínum segir Magnús frá fyrstu kynnum sínum af vinnuaðstæðum inn- flytjenda í Kanada í upphafi aldarinnar. Hann lenti í slíkum harðræðum, að við fyrstu sýn gætu lesendur efast um að sagt væri frá raunverulegum atburðum. En þeir sem þekktu Magnús draga orð hans ekki í efa. Honum er lýát sem orðvörum og kurteisum manni, sem ekki fór með ýkjur. Þar við bætist, að hann ritaði minningar þessar aðeins fyrir sig og fjölskyldu sína, en ekki með birtingu þeirra í huga. Einn vinnufélaga Magnúsar síðar á ævinni segist af kynnum sínum við hann og áþekkum vinnuaðstæðum vera sannfærður um að hér sé hvergi hallað réttu máli. í ljósi alls þessa eru minnisblöð Magnúsar stórmerk heimild, sem varpar ljósi á kaup og kjör verkalýðsins áður en vinnulöggjöf og verkalýðsfélög nútímans komu til sögunnar. Stundum er verið að hreyta ónotum í verkalýðshreyfinguna og býsnast yfir heimtufrekju hennar. En hvernig væri lífið hérlendis án hennar? Þessi heimild gæti hjálpað einhverjum til þess að skoða það mál frá fleiri hliðum. Sigurbjörg Stefánsson. (Úr formála með frásögn þessari í ,,The Icelandic Canadian")- Heimaerbezt 259

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.