Heima er bezt - 01.08.1983, Blaðsíða 13

Heima er bezt - 01.08.1983, Blaðsíða 13
Það kom mér dálítið á óvart, þegar skógarvörðurinn í Vaglaskógi í Fnjóskadal, sagði í útvarpsviðtali nýlega að viðurinn, sem höggvinn var í skóginum á fyrri stríðsárun- um og nota átti til eldiviðar á Akureyri, hafi verið fluttur yfir Vaðlaheiði á hestum. Það rétta í málinu er að viðurinn, sem höggvinn var í skóginum, var bundinn í knippi og þau látin í Fnjóská snemma vors. Áin átti svo að bera knippin með sér niður Fnjóskadal, þegar hinn vanalegi vorvöxtur kæmi í hana. En sá vöxtur brást að mestu þetta vor og fór allt sumarið í að koma viðnum niður eftir ánni að Nesi í Höfðahverfi. þar sem stafla átti knippunum á sjávar- kambinn. Vonin, nœst okkur á myndinni, skip Bjarna Einarssonar, 11 Hinir bátarnir eru Anna, síðan skúta sem úr Vaglaskógi Mér var vel kunnugt um þessa flutninga sjóleiðis, því faðir minn, Bjarni Einarsson skipasmiður, hafði tekið að sér að flytja viðinn frá Nesi til Akureyrar og átti það að gerast um sumarið. Það var komið fram á haust, þegar hægt var að hefjast handa með flutningana inneftir og lentum við, sem unnum að þessu, í talsverðum erfiðleikum vegna hríða og lagnaðarísa. Það mun hafa verið bæjarstjórn Akureyrar, sem gekkst fyrir þessari eldiviðaröflun, en árangur af þessu varð minni en til var ætlast, því mjög illa gekk að selja viðinn og var honum staflað upp á auðu svæði austan við Gránu. Þar lá hann lengi og var ágætur leikvangur fyrir unglingana á Oddeyri. manns eru við skipið en einn með kerru lengst til vinstri. við þekkjum ekki nafn á, svo Áki ogloks Flink, báðirfrá Höephnersverslun. Mynd Hallgrímur Einarsson. Heima er bezt 245

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.