Heima er bezt - 01.08.1983, Blaðsíða 18
ÆTTFRÆÐI
Tölvur og ættfræði
ARNGRÍMUR SIGURÐSSON TÓK SAMAN
Allir geta hagnýtt sér einfaldari hliðar tölvunotkunar. Nú eru á markaðnum fleiri
en 18gerðir ættfræðivinnslugagna fyrir einkatölvur, sem fáanlegar eru á viðráðanlegu
verði fyrir einstaklinga. Möguleikar ættfræðinga sem notfæra sér tölvur eru miklir,
þær eru afar hagkvæmt og hraðvirkt tæki. Með þeim má geyma tugþúsundir atriða
sem annars lægju e.t.v. í óskipulegum bunkum, láta þær raða þeim á ýmsan máta,
gera fyrir sig samanburð eða prenta út.
Tölvuskráning œttfrœðiheimilda
Allir sem ættfræði stunda standa
fljótlega frammi fyrir flóði upplýs-
inga. Þeir eru að drukkna í miðum og
blöðum sem hrannast upp þegar fólk
tekur að rekja ættir sínar og annarra.
Þetta þekkja allir ættfræðingar. Flest-
ir hafa skipulag á öllum þessum fróð-
leik í höfðinu. Þegar ættfræðingurinn
fellur frá veit enginn um samhengið.
Þetta óskiljanlega ástand á heimildum
veldur því stundum að allt hafnar í
ruslatunnunni. Ættfræðingar hafa oft
safnað minnisatriðum í þúsundatali.
Þetta gæti allt geymst handa næstu
kynslóð ef tölva væri notuð eða þá að
þetta væri gefið úr fjölritað eða
prentað. Tölvur leysa að sjálfsögðu
ekki allan vanda, en að þeím er
geysileg hjálp. Minni þeirra er óskap-
legt. Skipulagsmöguleikarnir eru nær
ótæmandi. Tölva er kjörið tæki fyrir
ættfræðinga. Einkatölvur eru nú
fáanlegar á viðráðanlegu verði.
Tímarit um tölvuskráningu ættfræði-
heimilda eru gefin út.
Sá tölvubúnaður sem hentaði ætt-
fræðingi kostar um 4000 dali (um
80.000 krónur en breytist með gengi).
í þessu verði er innifalið tölva,
minnismiðstöð, tvö diskadrif og
prentari. Fyrir nokkrum árum var lít-
ið fáanlegt af gögnum til ættfræðiúr-
vinnslu, en nú eru á markaðnum fleiri
en 18 gerðir ættfræðivinnslugagna
(„genealogical software“).
Arngrímur Sigurðsson, ritari Ættfrœðifélagsins, hefur léð Heima er bezt nýlegt
yfirlit sitt um þessi efni. Og ástæða er til þess að ítreka við alla þá sem efast
um að þeir ,,ráði við“ tölvutœknina, að flestum kemur á óvart hve aðgengileg
hún í rauninni er.
250 Heima er bezl