Heima er bezt - 01.08.1983, Blaðsíða 19
Tölvuval og búnaður
tölva
Það liggur í augum uppi að hæfileikar
og afkastageta tölva eru mismunandi.
Um ættfræðinga sem aðra gildir hið
sama: Umfang verkefnanna og úr-
vinnsla gagna verður að ráða því
hvaða — eða hvort — tölva er keypt
og notuð. Nauðsynlegt er að kynna
sér vel tölvumarkaðinn, bera saman
hæfileika og afköst tölva og fylgihluta
þeirra og auðvitað verð og þjónustu
seljanda. Yfirleitt gefur stærri og dýr-
ari tölva meiri möguleika. Það er
mikill kostur ef tölva er móttækileg
fyrir ítarlegar skrár sem innihalda
fjölbreytt atriði.
Þótt mörg ættfræðileg forrit séu
fáanleg er æskilegt að ættfræðingur-
inn geti samið sín eigin forrit eða
keypt ný og fullkomnari ef hann kýs
það heldur. Sérunnin forrit hafa
lækkað nokkuð í verði, en verðið er
afar breytilegt. Ættfræðingar verða að
gera sér grein fyrir því fyrirfram hve
margþætt forrit þeir í raun og veru
þurfa.
Staðreyndin er sú að sérunnin forrit
fyrir ættfræði eru nú fáanleg fyrir frá
20 dölum til 500 (450 til 10.000 kr.
eftir gengi). Svona forrit hefur að
geyma flest það sem ættfræðingur
þarf að nota, kerfi og atriði sem
þannig koma tilbúin að notandinn
setur upplýsingarnar inn í tölvuna
eftir fyrirfram ákveðinni forskrift. Öll
forrit hafa sínar takmarkanir og þær
þarf notandinn að kynna sér í upp-
hafi. Það er t.d. ekki víst að svona
forrit geti ráðið yfir frásögnum, s.s. að
langafi þinn hafi dáið eftir að hafa
dottið af hestbaki eða að hann hafi
verið jarðsettur í vissum kirkjugarði.
Sannleikurinn er sá að núfáanleg for-
rit fyrir ættfræðinga rúma of fáar
upplýsingar, en það er stöðugt unnið
að endurbótum forritanna.
Lausn á takmörkunum ættfræði-
forrita getur verið að skipta forritinu á
milli þeirra atriða sem ósk er um að
geyma. Til dæmis væri hægt að hafa
skrár yfir hjónabönd og börn á einni
skrá og fæðingar og andlát á annarri.
Skrárnar mætti tengja saman með
merkingum. Til þess að fá upplýsing-
ar um einstakling þyrfti með þessu
lagi að prenta báðar skrárnar. Þetta
kynni að vera nauðsynlegt fyrir-
komulag ef tölvan gæti ekki geymt
upplýsingar með öðrum hætti, þ.e.
forrit hennar uppfyllti ekki kröfur
eigandans. Mikið geymslurými og vel
unnið forrit er það sem ættfræðingar
þurfa á að halda.
Það kann að vera vandi að velja sér
eitt af tuttugu fáanlegum forritum.
Menn verða að gera upp við sjálfa sig í
hvaða formi ættarfróðleikur þeirra á
að vera. Það geta verið svo mismun-
andi atriði sem ættfræðingar leggja
áherslu á að ekki er víst að forrit geri
ráð fyrir þeim. Ævi manna er svo
fjölþætt að eðlilega er ættfræðiforrit-
um enn áfátt í ýmsu tilliti. Það er því
líklegt að við athugun á fáanlegum
forritum reynist þau vera í ýmsu frá-
brugðin þeim skýrslum og athuga-
semdum sem menn hafa handritað
hjá sér. Þessi efni verða menn að
vega og meta og líta að minnsta kosti
til að byrja með á tölvuna sem
hjálpartæki sér til léttis. Tölva gerir
hvort eð er aldrei annað en það sem
henni er sagt að gera. Það verður að
vera ljóst þegar í upphafi að tölva
leysir ekki vandamálin hjálparlaust
og mannsheilinn er enn sem fyrr það
sem allt hugarstarf hvílir á.
Ritvinnsla
(„ Word processing“)
Margir notast við stjórnunarforrit
(„management programs“) eða rit-
vinnsluforrit („word-processing pack-
ages“) sem hvort tveggja hafa
geymslubúnað fyrir upplýsingar. Rit-
vinnslugögn („word-processing soft-
ware“) reynast öllu notadrýgri.
Fólk sem hefur reynslu af tölvum
segir sem svo: Ég nota tölvu til að
geyma fyrir mig allar upplýsingar og
heimildir. Þetta er síðan hægt að fá
prentað hvenær sem mig lystir. Ég get
fengið á skjáinn eða á blað hvaða fólk,
fjölskyldu eða ætt sem ég vil. Það er
hægt að bæta við upplýsingum, bæta
inn í eða breyta því sem fyrir er. Hin
nýja vitneskja er svo sett í minni tölv-
unnar undir vissu nafni eða númeri.
Allir sem heita nafni sem t.d. byrjar á
A fara saman í geymslu. Auk bókstafs
má nota fjögurra- eða fimmstafatölur
fyrir aftan nöfnin, allt eftir skyldleika.
Smám saman byggjast upp og flokk-
ast ákveðnir hópar fólks. Upplýsing-
amar eru um nöfn, fæðingardaga og
ár, dánardægur og ár, maka, börn og
foreldra. Allt þetta geymist í tölvunni.
Flokkunarmöguleikarnir eru margir
og það er auðvelt að kalla fram fólk
sem á eitthvað sameiginlegt. Það er
alltaf hægt að endurskoða, bæta við,
breyta eða fella burt, og síðan prenta.
Það er þó mjög áríðandi að hafa
kerfið og merkingar vel skipulagðar í
upphafi.
Nú eru til góð ritvinnsluforrit fyrir
margar tegundir af tölvum. Gerð hafa
verið sérstök forrit handa ættfræðing-
um. Ritvinnsluforrit má nota í margs
konar tilgangi, s.s. bréfaskrifta, ævi-
sagnaritunar og skýrslugerðar. Rit-
höfundar sýna þessari nýju tækni
mikinn áhuga. Tölvur geta meira að
segja teiknað ættartré ef óskað er.
Möguleikar ættfræðinga sem not-
færa sér tölvur eru miklir. Menn geta
fengið yfirlit yfir fólk sem á sér sama
fæðingarstað, dánarstað eða
giftingarstað. Það er hægt að gera
mikinn samanburð og samanröðun.
Þetta gerir tölvunotkunina svo
skemmtilega.
Tölva er ákaflega hagkvæmt tæki.
Hvenær sem er er hægt að segja það
sem fólk vill í eins löngu máli og
Heima er bezl 251