Heima er bezt - 01.08.1983, Blaðsíða 7
og Oddeyrar. Svo mikill var rígurinn milli bæjarhlutanna,
að þegar reisa skyldi sameiginlegan barnaskóla, var mælt
milli byggðarenda og deilt í með tveimur. Fannst þá þessi
staður. Þetta er fyrsta sérsmíðaða skólahús Akureyringa og
var geysilega vönduð og merkileg bygging á sínum tíma,
svo sem nýleg úttekt vottar.
í þetta hús gekk Magnús Bjarnason til barnaskólanáms
og voru kennarar hans Halldóra Bjarnadóttir, Vilhelmína
Sigurðardóttir, Páll Jónsson Árdal skáld og Kristján
Sigurðsson. Magnús var ágætlega fallinn til bóknáms nema
hvað sjónskekkja bagaði hann, og fór fyrir þá sök fór hann
ekki í Gagnfræðaskólann sem þá hét (síðar M.A.). Faðir
hans mun líka hafa látið sér vel lynda að hann héldi áfram
sinni iðn, og svo varð. Iðnskóli var þá góður á Akureyri, og
var hvort tveggja að Magnús vann að skipasmíðum hjá
föður sínum og fékk sveinsbréf. En hann lét sér það ekki
Á mynd Ólafs H. Torfasonar frá sumrinu 1983 sést hvílíkar
jarðabœtur hafa verið gerðar á þessum slóðum meðan
Magnús og Ingibjörg hafa búið þarna og fylgst með œvintýra-
legasta skeiði Islandssögunnar.
Eftir að KEA keypti af föður Magnúsar flutti fjölskyldan
út á Oddeyrina 1907, í húsið sem er annað frá vinstri
við fjöruna á mynd Hallgríms Einarssonar. Þarna er aðeins
einn kvistur á því.
nægja, heldur nam einnig húsgagnasmíði hjá Ólafi
Ágústssyni. Hefur Magnús bæði meistarabréf í húsgagna-
smíði og skipasmíði, en prófi frá Iðnskólanum lauk hann
1923. Á þessum árum var hann oft á sumrin við svaðilsama
flutninga á sjó og komst stundum í hann krappan. Kom sér
vel að hann var bæði knár og æðrulaus.
Magnús vann að mestu við skipasmíði til 1937, síðan
gerðist hann slippstjóri sem kallað var, tók við rekstri
Dráttarbrautar Ákureyrar h/f og var við það starf til 1944.
Vegna sérþekkingar sinnar og reynslu var til hans leitað
um skipaskoðun. Hafði hann sem aukastarf skipaskoðun á
Akureyri frá 1938-1948, en síðara árið varð aðalstarf hans
skipaeftirlit í Norðurlandsumdæmi. Fylgdu því mikil og
erfið ferðalög, en Magnús aflaði sér mikils trausts og vel-
vildar, því að hann var allt í senn skarpskyggn, sanngjarn
og raungóður. Þá hefur Magnús afarlengi verið skipa-
Guðrún Magnúsdóttir og Bjarni Einarsson,
foreldrar Magnúsar.