Heima er bezt - 01.08.1983, Blaðsíða 6

Heima er bezt - 01.08.1983, Blaðsíða 6
varð eiginlega fyrsti tengiliðurinn milli gömlu bæjarhlut- anna, hinnar eiginlegu Akureyrar og Oddeyrar. Grófargil- ið var því æskuleiksvæði Magnúsar, og rann eftir því lækur. Var þá trébrú yfir hann, svo að gengt væri eftir Hafnar- stræti, þegar Magnús man fyrst eftir sér. Eftir að Kaupfélagið keypti eignir Bjarna skipasmiðs, fluttist hann út á Oddeyri og keypti húseignina Strandgötu 17 árið 1907. Það hús er nú um það bil aldargamalt og mun Pétur Tærgesen af dönskum kaupmannsættum hafa látið byggja það. í þessu húsi hefur Magnús átt heima óslitið frá 1908. Bjarni faðir Magnúsar kom til Akureyrar 18 ára gamall Grófargilið í hjarta Akureyrar. Magnús man vel eftir lœkn- um og brúnn', sem sést hœgra megin á gömlu myndinni, emtu eru þetta æskustöðvarnar Bjarni Einarsson faðir hans átti það svæði sem Kaupfélag Eyfiroinga keypti síðar °8 byggði stórhyggingar sínar á- Mynd: Hallgrímur Einarsson. Til vinstri: París með turnana og Hamborg á horninu eru enn á sínum stað og œtli lœkurinn leynist ekki líka einhvers staðar þarna undir líka? Mynd: ÓHT. til þess að læra skipasmíði af Snorra Jónssyni, en hann hafði numið stórskipasmíði í Danmörku, annálaður hag- leiks- og framkvæmdamaður. Bjarni var svo nokkur ár á Siglufirði og byggði þar sitt fyrsta skip 1886. Það hét Æsk- an, hákarlaskip, og reyndist vel í alla staði. Bjarni skipasmiður gerði alla skapaða hluti. byggði til dæmis Höephnersbryggjurnar. stífluna í Glerá vegna tó- vélanna, þá sem enn stendur (tvær áður höfðu hrunið) og hús og kirkjur úti um allar jarðir. Hann byggði prestshús og kirkju á Siglufirði fyrir sr. Bjarna Þorsteinsson (þeir voru þremenningar), og hann byggði hið fræga hús Hafnarstræti 53 á Akureyri, eða öllu heldur miðja vegu milli Akureyrar 238 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.