Heima er bezt - 01.08.1983, Blaðsíða 17

Heima er bezt - 01.08.1983, Blaðsíða 17
skammt innan við Helgafellsmelana (þar voru miklar herbúðir) sam- komustaður sem lét ekki mikið yfir sér og hét Tjaldanes. Þarna voru sléttir grasbalar og fjær þýft, hallandi gras- lendi niður að ársprænu, sem rennur eftir dalnum. Um helgar dreifðist nokkuð sá fjöl- menni hópur íslendinga sem vann í Hvítanesi. Þeir voru þó oftast fleiri sem eyddu helginni í Hvitanesi þótt lítið væri þar við að vera. Litlar og óhentugar samgöngur ollu þar mestu um. Eg var í Reykjavík þennan sunnudag sem ætlunin var að fjöl- menna að Tjaldanesi. Ég minnist þess að veðrið var ákaflega gott, sólskin, hiti og nærri logn. Þegar leið að kvöldi fór ég að huga að farkosti upp í Mos- fellssveit. Mér tókst að hafa upp á bíl sem fór að Álafossi, en síðan þramm- aði ég af stað eftir rykugum veginum, áleiðis að Tjaldanesi. Meðfram veginum voru hermenn, einkum bandarískir, á gangi og höfðu sumir að fylginautum íslenskar stúlk- ur, sem virtust skemmta sér vel í návist þeirra. Skammt frá Brúarlandi sá ég Ameríkumann og islenskan kvenmann í innilegum faðmlögum rétt við vegarbrúnina og skeyttu engu umferðinni né rykinu sem þyrlaðist yfir þau. Á leiðinni var varðskýli við veginn og varðmaðurinn með byssu í hönd- um skipaði mér að nema staðar og vildi vita deili á ferðum mínum. Sennilega hefur honum fundist ein- kennilegt hve ég hraðaði mér á göng- unni. Eg tjáði honum að ég væri starfsmaður breska hersins í Hvalfirði og á leið þangað, en fyrst ætlaði ég á ball í sveitinni og lét hann það gott heita. Þegar ég kom að Tjaldanesi var klukkan kringum átta og allmargt fólk komið á staðinn en ekki enn byrjað að dansa. Þó var kominn álitlegur hópur kvenna og höfðu nokkrar þeirra þegar tekið sér sæti á bekkjum, sem voru við eina hlið danspallsins. Danspallurinn var úti undir beru lofti, byggður úr timbri, hvítveðraður eftir rigningar og storma, borð í gólfi og rimlagirðing um kring. Skúrbygg- ing var áföst pallinum. Þar voru seldir gosdrykkir, sælgæti og tóbak. Einhver hafði verið svo hugul- samur að hafa með sér fótbolta og nokkrir unglingar léku sér með hann á grasbala skammt frá, skiptu liði og spiluðu á eitt mark. Ég var alltaf veikur fyrir þegar knattspyrna var annarsvegar og þó ég væri heitur af göngunni gat ég ekki stillt mig um að biðja leyfis um „að fá að vera með“. Það var fúslega veitt og ég tók þátt í leiknum. Ekki leið löng stund þar til ég sagði skilið við fótboltann og bættist í hóp þeirra, sem enn biðu þess að dansinn hæfist og voru ýmist á rölti fram og aftur eða röðuðu sér kringum dans- pallinn og virtu fyrir sér kvenkostinn á bekkjunum. Þá skrönglaðist boddíbíll inn á svæðið. Voru þar komnir Hvítnesingar og höfðu tekið í sinn hóp að minnsta kosti þrjár heimasætur og tvær kaupakonur úr Kjósinni. Það varð „góðra vina fundur“ og allir í sól- skinsskapi, þó orðið væri kvöldsett, enda komið fram yfir miðjan ágúst- mánuð. Auk mín höfðu einhverjir sem unnu í Hvítanesi verið í Reykjavík. Sumir voru þegar komnir og aðrir komu fljótlega. Hver og einn bjargaði sér á áfangastað á sinn hátt en tveir félagar voru svo efnaðir að kaupa með sig leigubíl úr Reykjavík. Nokkru síðar hófst dansinn af full- um krafti og komst þá hreyfing á mannskapinn. Spilararnir komu sér fyrir í einu horni danspallsins og minnir mig að það hafi verið tvær harmonikkur og spilaði oftast annar spilarinn í senn, en stundum þó báðir í einu. Það var mikið fjör og tíminn leið fljótt meðan hauströkkrið mjakaðist yfir dalinn og sólin hvarf og það varð svalara. Tveir vörpulegir menn stóðu við innganginn og tóku aðgangseyri. Nokkrir hermenn komu þarna að, en þeim var gert skiljanlegt að ballið væri „aðeins fyrir Islendinga“ og urðu að láta sér nægja að horfa á. Það gerðu þeir um stund en röltu síðan burt og komu ekki meir við sögu. Eftir vissan tíma, kannske hálftíma, þrjú korter eða klukkutíma voru allir reknir út af pallinum og selt inn á nýjan leik. Þegar menn þreyttust á dansinum gengu sumir niður í móana við ána og settust á þúfu, ekki síst ef þeir höfðu orðið sér úti um dansfélaga sem þeir þurftu að tala eitthvað við sem enginn mátti heyra. Á slíkum stundum líður tíminn fljótt og rökkrið hélt áfram að dökkna og verða að myrkri og þegar dansin- um lauk um tólfleytið var orðið ansi dimmt. Það var mikið um kveðjur þegar komið var að skilnaðarstund- inni, misjafnlega innilegar. Jafnvel þeir sem áttu eftir að verða samferða langt inn í Kjós, nærri tveggja tíma leið, kvöddust eins og hinir og þökk- uðu fyrir skemmtunina. En nú var farið að hugsa til heimferðar. Þröngt var í boddíbílnum, sem verið hafði nær fullskipaður þegar hann kom að Tjaldanesi. Og nú bættust nokkrir í hópinn og enginn var skilinn eftir. Það var „pakkað“. Einhverjir sátu undir sumum stúlknanna þegar lagt var af stað og vildu gjarna leggja á sig nokkur óþægindi fyrir ánægjuna. Ég sat aftast í boddíinu, í horninu vinstra megin. Kaupakona úr Kjósinni nokkuð þéttholda, að mig minnir, var á sífelldu ferðalagi á hnjám sessu- nauta minna í aftasta bekknum. Ekki var svo að skilja að hún væri að miðla blíðu sinni milli okkar, heldur skift- umst við á um að sitja undir henni. I nokkra daga var ég aumur á lærum og hnjákollum því að eins og aðrir fékk ég minn skammt af undirsetunni og aftasti bekkurinn var sýnu verstur til þeirra hluta, þegar bíllinn hossaðist á holóttum veginum. í fyrstu var sungið fullum hálsi, meðan þrekið og röddin leyfði: Mot- her may I go out dancing og I will hang out my washing on the Sigfried- line. En það dró niður í söngmönnun- um smám saman og loks var ekki sungið lengur og bíllinn sniglaðist gegnum myrkrið. Við Laxá var numið staðar og ein- hverjir stigu af. Síðan hjá Hvammi og enn fækkaði farþegunum. Þar fóru úr bílnum tvær ungar stúlkur sem vildu gjarnan fá karlmannsfylgd heim að bænum. En nú var svo mjög af öllum dregið að enginn treystist til að fylgja þeim. Þegar komið var að Hvítanesi fundum við fyrst hve þreyttir og slæptir við vorum og ánægjan yfir velheppnaðri og skemmtilegri ferð blandaðist kvíðanum fyrir vinnudeg- inum sem ekki var ýkja langt undan. Heima er bezt 249

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.