Heima er bezt - 01.08.1983, Blaðsíða 20

Heima er bezt - 01.08.1983, Blaðsíða 20
hverjum sýnist. Tölvan tekur við öllu en fyrirferðin er sama sem engin. Það er hægt að ákveða rými hvers þáttar fyrirfram og tölvan sér um að geyma ónotað rými þangað til þess er þörf. Ættfræðingurinn þarf því ekki að ótt- ast skort á rými fyrir það efni sem hann verður sér úti um. Tölvur og œttartré Ættfræði er áhugamál margra. Ætt- fræðirit, ævisögur og þjóðlegur fróð- leikur margs konar ýta undir þennan áhuga. Nú er farið að nota tölvur i þágu ættfræðinnar. Ættfræði er að verða útbreidd fræðigrein. Allur almenningur hefur fengið áhuga á að rekja ættir sinar, verslunarmenn, húsmæður, skólafólk. Meira að segja 12 ára gömul börn sýna ættfræði áhuga. Það er ekki langt síðan hjón nokkur byrjuðu að skrá ættir sínar. Fyrir þrjátíu árum voru þau ung hjón með tvö smábörn. Lífið blasti þá við þeim og framtíðin var í rósrauðum bjarma, en fortíðin, já, fortíðin var bara fortíð. Þau voru önnum kafin við að sinna þörfum barna sinna og allrar fjöl- skyldunnar. Líf þeirra var í svipuðum farvegi og undangenginna fjöl- skyldna. Svo var það einu sinni að þau eignuðust bók sem í var ættartré. Þau langaði til að setja nöfn ættingja á rétta staði, en þau urðu undrandi á því hve lítið þau vissu um forfeður og formæður. Þau gátu ekki fyllt í allar eyður. Þetta varð til þess að vekja forvitni þeirra og þau fóru að grafast fyrir um eldri ættingja. Áður en leið á löngu höfðu þau fengið óslökkvandi áhuga á ættfræði. Nú var það ekki eingöngu framtíðin eins og forðum sem þau höfðu áhuga á og áætlanir um. Nú höfðu þau fengið mikinn áhuga á rannsókn á horfnum kynslóðum. Fyrir þrjátíu árum gat maður nokkur ekki rakið ættir sínar lengra en til afa síns. Nú þekkir hann sögu fjölskyldunnar aftur til 1488. Hann er jafnvel fær um að hjálpa öðrum sem eru að rekja ættir sínar. Það merkilega er að hann notar til þess einkatölvu („personal computer“). Það er almennt álitið að flestir byrji á ættfræði fyrir forvitni sakir. Áhug- inn er oftast bundinn við fjölskyldu eða ætt viðkomandi manns. Sumt fólk stundar ættfræði af þjóðfélagslegum áhuga. Fólk langar til að sanna að það sé „af ættum“ sem kallað er. Enn aðrir stunda ættfræði vegna félagsskapar- ins sem þeir eru í. Ástæðurnar geta verið enn aðrar. Það má í þessu samhengi nefna sagn- fræðinga, mannfræðinga og erfða- fræðinga. Allir hafa þessir fræðimenn gagn af ættfræði. Ættfræðin veitir miklar upplýsingar um búsetu og fólksflutninga. Ættfræðin veitir mikla heilsufarslega- og læknisfræðilega vitneskju. Dánarorsök og arfgengi sjúkdóma eru mikilvæg atriði. A ð koma sér afstað Flestir hafa eðlislæga forvitni um ætt sína og uppruna. Erfðir skipta svo miklu máli varðandi andlegt og líkamlegt atgervi að þetta er eðlilegt. „Hvað býr eiginlega í mérT spyr margur maðurinn. „Hvernig er samhengið í þessu öllu, mannlifinu yfirleitt?“ spyr ættfræðingurinn. Ættfræði er nú orðin svo vinsæl að hún er ekki lengur talin sérviska eða fánýtt grúsk. Nú hafa tölvufræðingar tekið til við að auðvelda ættfræðingum að hagnýta sér möguleika tölvanna í þágu ættfræðinnar. Hvar á að byrja? Hvernig aflar fólk sér ættfræði og vitneskju um skyldfólk og venslafólk? Flestir ættfræðingar stinga upp á því að byrjandi í fræðigreininni tali við sér eldra og fróðara fólk í fjölskyldunni. Spyrjið spurninga um lifandi og látna. Biðjið um að fá að sjá gömul gögn og skjöl. Leitið að gömlum myndum, ljósritum af fæðingarvottorð- um, skírnarvottorðum, hjúskaparvottorðum, alls konar leyfisbréfum, blaðaúrklippum og minningargreinum. Afmælisdagabækur geta komið að notum. Gangið um kirkjugarða. Það er oft miklar upplýsingar að hafa af leg- steinum. Fólk ætti að fá að skoða öll opinber skjöl. Þegar ætt- fræðingurinn eða fjölskyldusagnfræðingurinn kemst nærri um dánardægur einhvers er ráð að athuga hvort dánartil- kynning eða minningargrein hafi birst um viðkomandi einstakling. Manntöl og fleiri heimildir í Þjóðskjalasafni íslands, s.s. prestsþjónustubækur, eru afar mikilvæg gögn við ættfræðirannsóknir. Ein heimild leiðir til annarrar. Allar upplýsingar koma að gagni. Hin minnsta vísbending getur orðið að miklum þekkingarforða. Það er ótal margt sem getur komið fram í dagsljósið. Vitneskjan eykst oft meira og hraðar en menn órar fyrir í upphafi. Þetta er einmitt það sem gerir ættfræði svo skemmtilega og jafnvel spennandi. Lýkur ættfræðirannsókn nokkurn tíma? Nei. Ekki nema því aðeins að ættfræðingurinn missi áhugann eða sé alveg strandaður í leit sinni. Eins og vitað er heldur lífið áfram, kynslóðir koma og fara. Það verða alltaf til gamlar og nýjar ættir til að rekja. (Grein þessa tók ég saman eftir að hafa lesið grein um þetta efni í erlendu tölvutímariti og er byggt á mörgu sem þar var sagt.) Arngrímur Sigurðsson. 252 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.