Heima er bezt - 01.08.1983, Blaðsíða 16
Óskar Þórðarson frá Haga
I Tjaldanesi
Eftirfarandi frásögn er úr safni endurminninga minna frá árinu 1942, en þá var
ég í vinnu hjá breska fyrirtækinu Dorman Long, sem falið var það verkefni, af
breska hernámsliðinu, að byggja stórskipabryggju við Hvítanes í Hvalfirði.
Bresk og bandarísk herskip hittast í Hvalfirði áður en lagt er af stað með skipalest til Arkhangelsk. Birt með leyfi Almenna bókafélagsins
úrbókinni Orrustan á Atlantshafi.
Eins og gefur að skilja var hugur
margra okkar bundinn við það alla
vikuna að gera sér einhvern dagamun
á sunnudeginum.
Draumurinn var auðvitað sá að
komast á ball, en þar var ekki um
auðugan garð að gresja. Flestir voru
orðnir dauðleiðir á Reynivallaböllun-
um, sögðu úrval kvenna þar í lág-
marki og flestar löngu fráteknar.
Hvað sem satt kann að hafa reynst í
því, voru þeir sem orðið höfðu svo
heppnir að komast í vinfengi við ein-
hverja Kjósarmeyna, eða kaupakonu
í sveitinni, á öðru máli.
En hvert skyldi róið á önnur mið?
Það var stóra spurningin. Á Ferstiklu
var gamalt ungmennafélagshús og
þar voru haldin böll fyrir stríð. Þar var
einnig veitingaskáli og þar hefði e.t.v.
verið hægt að halda samkomur. En
engan heyrði ég minnast á að fara
þangað. Kannske hefur það verið
vegna þess að Ferstikla var orðin um-
setin af hermönnum, vegna veitinga-
sölunnar, og var auk þess á bann-
svæðinu í Hvalfirði.
Ölver, undir Hafnarfjalli sunnan-
verðu, var vinsæll skemmtistaður sem
var mikið sóttur af Akranesingum og
ég vissi til þess að piltar af Akranesi
sem unnu í Hvítanesi sumurin 1941 og
42, fóru þangað á ball og notuðu
tækifærið til að skreppa heim til sín
um leið.
En svo var allt í einu byrjað að tala
um að fara á ball alla leið suður í
Mosfellssveit og fljótlega var það á
vörum allra þessara ballsjúku manna
og þótti sjálfsagt, þótt um langan veg
væri að fara og staðurinn flestum
ókunnur.
Þá var í neðanverðum Mosfellsdal,
248 Heimaerbezt