Heima er bezt - 01.08.1983, Blaðsíða 33
Glæsileg útgáfa sér-
stæðasta þjóðsagna-
safnsins
ÍSLENSKAR ÞJÓÐSÖGUR OG
SAGNIR.
Safnað hefir og skráð Sigfús Sigfússon.
Ný útgáfa. Óskar Halldórsson bjó til
prentunar. I.-IV. b. Rvík 1982. Þjóðsaga.
Ekki lætur bókaútgáfan Þjóðsaga deigan
síga með útgáfu íslenskra þjóðsögusafna.
Á undanförnum árum hefir hún sent frá
sér í nýjum útgáfum: Þjóðsögur Jóns
Árnasonar, Grímu, Gráskinnu, Rauð-
skinnu og Ömmu og sitthvað fleira af
þjóðsagnatagi. En s.l. ár hófst hún handa
um annað mesta stórvirkið á þessu sviði,
en það eru Þjóðsögur Sigfúsar Sigfússon-
ar, sem mun ganga næst Þjóðsögum Jóns
Árnasonar að stærð ef ekki stærri. Út eru
komin fjögur bindi, en að minnsta kosti er
jafnmikið eftir.
Þjóðsögur Sigfúsar hófu að koma út á
árinu 1922, en ekki var útgáfunni lokið
fyrr en 36 árum síðar. Mjög var útgáfan
misjafnlega vönduð, sumt afar óvandað,
og sundurleitt safnið að frágangi öllum.
Engar nafnaskrár fylgdu né greinargerð
um „tilveru og baráttusögu" safnsins, eða
um höfundinn. eins og ætlað var í fyrstu.
Þessi nýja útgáfa er um flest ólík hinni
fyrri. Má þar fyrst nefna, að allur ytri
búnaður er hinn fegursti, svo sem á öðrum
þjóðsögum og bókum útgáfunnar. Er
engum gert rangt til, þótt sagt sé, að Haf-
steinn Guðmundsson. eigandi Þjóðsögu,
gefi út fallegri bækur en aðrir hér á landi.
En þetta er ekki hið eina nýja. Texti
sagnanna er endurskoðaður og prentaður
eftir öðru handriti Sigfúsar en fyrra safn-
ið. Að vísu er þessi gerð eldri frá hendi
Sigfúsar, en Óskar Halldórsson, sem bjó
safnið til prentunar, gerir nákvæma grein
fyrir því, hversvegna eldri gerðin var val-
in, og fæ ég ekki annað séð, en þar hafi
verið farin hin réttasta leið. Minnist ég
þess í því sambandi. að Þorsteinn M.
Jónsson. sem var manna kunnugastur
safninu og Sigfúsi, enda náfrændi hans,
sagði mér endur fyrir löngu, að Sigfús
hefði raunverulega spillt handritum sín-
um í nýjum uppskriftum. Lét Þorsteinn
jafnvel þau orð falla, að best hefði verið,
að hann (Sigfús) fengi ekki að hafa hand-
ritin undir höndum eftir fyrstu gerð
þeirra. Þá er hér bætt við allmörgum áður
óprentuðum sögum, og mikið verk unnið í
samanburði handrita, og svo við önnur
eldri þjóðsagnasöfn. Er hér því um full-
komlega vísindalega útgáfu að ræða. Hér
er ekki unnt að gera útgáfu þessari þau
skil, sem vert væri, en ef til vill gefst færi á
því seinna.
Þjóðsögur Sigfúsar eru um margt frá-
brugðnar öðrum íslenskum þjóðsagna-
söfnum, ber þar mest til, að hann hefir
sjálfur ritað nær allar sögurnar með sínu
málfari en ekki sögumannanna. Verður
safnið við það einleitara og tilbreytinga-
minna, og hætt við að sitthvað af sér-
kennum sögumanna hafi glatast og með
þeim ferskleiki sagnanna. Þá gerir Sigfús
sér sem mest far um að færa sönnur á etni
sagnanna. Hann trúði þeim sjálfur og vildi
að aðrir gætu gert hið sama. Enn kemur
það til að nær allar sögurnar eru af Aust-
urlandi, en Sigfús fór þar um hvað eftir
annað, safnaði og safnaði, og má ætla, að
hann hafi komist langt í að gjörtæma það
sagnaefni, sem þar var til. Þannig er það
engin tilviljun, hvað birtist þarna, heldur
er safnið árangur af þrotlausu starfi og
áhuga safnandans, sem haldinn var þeirri
áráttu, að láta ekkert glatast, hversu smá-
vægilegt sem það sýndist, ef þar var að
finna eitthvað þjóðfræðilegs efnis. Verður
elja og atorka Sigfúsar seint fullmetin og
hið mikla menningarstarf, sem hann leysti
af hendi við hin kröppustu kjör. Þá er þess
að gæta, að mikið af hinu mikla sagnaefni,
a.m.k. í sumum bindunum, er komið beint
frá sjónar- og heyrnarvottum, eða ef til vill
með einum millilið, oft náskyldum þeim,
er atburðinn reyndi, til safnandans. Með
þeim hætti er t.d. mjög mikill hluti I.
bindis, og margt í hinum bindunum
þremur. Eykur það mjög gildi sagnanna,
bæði sem þjóðfræða og vísindalegs við-
fangsefnis um dulargáfur og dulskynjanir
íslendinga, sem tæpast verða dregnar í
efa, allt um nútíma efnishyggju.
Verk Óskars Halldórssonar er ómetan-
legt að vandaðri vinnu og þekkingu. Mér
er ókunnugt um, hvort honum hafði enst
aldur til að ganga frá öllu safninu. Ef svo
er ekki er vonandi að einhver fái fetað í
fótspor hans, en það er ekki heiglum hent.
Bölmóður á
tímum frelsis?
ÍSLENSKAR SMÁSÖGUR III.
Þorsteinn Gylfason valdi.
Rvík 1983. Almenna bókafélagið.
Þetta er þriðja og síðasta bindið af smá-
sagnasafni Almenna bókafélagsins, og eru
í því sögur á tímabilinu 1940-1974, án þess
eins og segir i formála, að það ár „hafi að
því er best verður séð nokkra sérstaka
bókmenntasögulega merkingu“. Kristján
Karlsson skrifar hér niðurlag þess for-
mála, sem gildir fyrir safnið allt um ís-
lenska smásagnagerð, og er þessi hluti sem
hinir fyrri fróðlegur og til skilningsauka.
Annars verð ég að játa, að smásögur þessa
bindis höfða minnst til mín af öllu safn-
inu. Ég fæ ekki varist því að finna til þess,
hve mikið er hér af ömurleika og bölsýni,
en varla að örli á kímni eða gamansemi.
Mér verður að spyrja, er það raunverulega
svo, að á þessum áratugum, þegar þjóðin
hefir notið frelsis og meiri vellíðanar en
dæmi eru til áður í sögu hennar, að skáld
hennar séu haldin bölmóði og eymdar-
kennd? Ég veit það ekki, en eitt er víst, að
þessi ágætu skáld lyfta ekki hugum les-
enda sinna eða veita þeim styrk, ef í móti
blæs. Þótt þau vafalítið kunni betur til
verka en fyrirrennarar þeirra, þá eru þau
naumast sömu aufúsugestir. En fátt er mér
minnisstætt úr bókinni að loknum lestri.
En allt um það er fengur að bókinni eins
og fyrri bindunum, þótt ekki væri nema til
samanburðar við liðinn tíma.
Enn eitt merkisritið
Jón Thorarensen:
LITLA SKINNIÐ.
Rvík 1982.
Síra Jón Thorarensen er löngu þjóðkunn-
ur fyrir ritstörf sín, Rauðskinnu, merkilegt
og fjölbreytt safn þjóðlegra fræða og stór-
brotnar skáldsögur, sem eru í senn skáld-
skapur og veruleiki, ofið saman af miklum
hagleik. Mannlýsingar þeirra verða
margar ógleymanlegar, en þjóðlífshliðin
dregin upp af kunnáttu þess manns, sem
Heima er bezt 265