Heima er bezt - 01.08.1983, Blaðsíða 9

Heima er bezt - 01.08.1983, Blaðsíða 9
Magnús og Ingibjörg framan við hús sitt í júní 1983. Gatnagerðarframkvæmdir á því sem eitt sinn var athafnasvæði sjóflugvéla og síðan vöruflutningamiðstöðvar. Ef augað er látið fylgja mœlistiku verkfræðinganna á götunni og upp, grillir í húsgafl með risi og tveim gluggum, reyndar sama gafl og sést á myndinni á síðunni á móti. Fátt er það annað sem tengir þessar tvær myndir af sömu slóðum. Stór skip eru hœtt að leggjast að Torfunefsbryggju, Sólbakur gamli er undantekning, því þeim 13 ára gamla öldrunarsjúklingi hefur verið lagt, trúlega verður liann fyrsti skuttogari íslendinga sem fer í brotajárn. aldurs síns, vakti hún óskipta athygli og aðdáun hins unga nágranna síns. Spillti nú ekki fyrir Magnúsi að hann var ágætur af íþróttum sínum, knattleik og kraftaraunum ýmiss konar, svo og leikinn og listfengur dansmaður. Er svo ekki að orðlengja þetta, nema þau opinberuðu trúlofun sína á afmælisdegi Magnúsar á áramótadansleik í Gúttó (Samkomuhúsinu) 1929. Þau giftust og stofnuðu heimili 25. aprO 1931. Þau hafa eignast þrjár dætur, Guðrúnu, Hallfríði og Áslaugu, og einn son, Bjarna. Gott er að sækja þau Ingibjörgu og Magnús heim í hinu tíræða húsi við Strandgötu. Allt ber vott um hlýju, traust- leika og tryggð við gamlar og góðár dyggðir. Myndir og munir margvíslegir er hið merkilegasta menningarsögu- safn. Sjálf eru hjónin fulltrúar margs hins besta úr íslenskri menningu og gædd þeim mannkostum sem tími og tíska fá aldrei úr gildi fellt. Gatnamótin framan við húsið að áliðnu sumri 1983. Mynd: ÓHT. Fulltrúar bœjarins semja við Magnús um að klípa af lóð hans svo breikka megi umferðarœðina við húsgaflinn. Mynd: óht.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.