Heima er bezt - 01.08.1983, Blaðsíða 29

Heima er bezt - 01.08.1983, Blaðsíða 29
þess að sjá nokkra mannabyggð, og þá voru margir orðnir svangir og þyrstir. Kl. 6 um kvöldið komum við að kofum, en þar var hópur af mönnum sem hjuggu tré og voru í þann veginn að hætta. Við spurðum hver væri fyrirliðinn. Þeir bentu á hann. Við spurðum hvort hvort hann gæti selt okkur mat. Hann horfir yfir hópinn og þótti víst við nokkuð margir en segir eftir nokkra þögn, að við getum fengið mat fyrir 50 c. máltíðina. Við vorum aðfram komnir af hungri og urðum því fegnir, og þráðum að setjast niður og hvíla okkur og drekka kalt vatn, sem nóg var af í kofanum hjá þeim. Við spyrjum nú þá hvað langt við höfum gengið þann dag. „Tuttugu og átta mílur,“ sögðu þeir. „Svo við eigum þá ekki langt eftir til þess staðar sem við eigum að fara“. Þá spurðu þeir fyrir hvern við ætluðum að vinna. Við sögðum: „Murray." Þá byrja þeir að hlæja, en við sögðum þeim hvað okkur hafi verið sagt, en þeir sögðu það hauga- lýgi, það væri frá enda á járnbraut um 180 mílur til kofanna hans Murrays. Við urðum alveg hissa og áttum engin orð yfir gabbið og ósvífnina að senda okkur út í þetta ferðalag. Svo byrjuðu þeir að segja okkur ljótar sögur af Murray, það vildi enginn hafa neitt með hann að gera, það tylldu engir menn hjá honum — þeir væru alltaf að koma og fara, og margir sem hefðu unnið fyrir hann hefðu aldrei til mannabyggða komist aftur, og verst væri fyrir okkur að það væri svo langt á milli kofanna og illt að ná í mat handa svo mörgum mönnum. Við héldum að þetta væri orðum aukið, og lögðum ekki trúnað á það og báðum um gistingu sem við fengum, ef við gætum holað okkur niður á frosið moldargólfið, og það var ekki glæsilegt í þessum bruna- kulda, 40 fyrir neðan. ið vorum snemma uppi næsta morgun, fegnir að rétta úr okkur. Hvíldin var ekki mikil. Við keyptum morgunverð og lögðum af stað út í óvissuna með dagsskímu og fáeina brauðmola sem við gátum laumað í vasa okkar af borðinu svo lítið bar á. Við báðum um mat með okkur en það fengum við ekki, þeir sögðust ekki hafa svo mikið. Enga kofa vissu þeir nær en 35 mílur. Það var nokkuð stífur áfangi, en brauðmolana átum við um miðjan daginn og þar var okkar eina líkn þann daginn. Eg var í fremsta hópnum og það breyttist ekki alla leið: Þrír landar, sex Norðmenn, tveir Svíar og einn Belgi. Þetta voru vanir skógarhöggsmenn, nema við landarnir. Annar Svíinn var verkstjóri okkar sem átti að verða, hann hét Thor, — maður 45 ára gamall, stór og myndarlegur, og ég held drengur góður, þó honum yrði á að blóta Murray af og til fyrir lygina. Allan daginn þrömmuðum við hægt og jafnt og kl. 8 um kvöldið náðum við að kofa. Þar voru 10 menn við skógar- högg. Þar fengum við sömu viðgerðir og í fyrra plássinu og enn meiri sögur og andstyggð um Murray. Þeir vöruðu okkur við vatni sem væri á leið okkar (Lake Nipigon), ef við færum út á það væri búið með okkur. Það væri 60 mílur á breidd. Tólf menn höfðu týnst þar fyrir skömmu, — Murrays menn og til að forðast þetta þurfti að fara 5 mílna krók og kusum við það, enda þurftum við að finna ein- hverja sleðabraut eða hestaslóð, því nú voru engir kofar sem þeir vissu um. En Murray hafði einn mann í kofa til að taka á móti hestum sem voru að flytja á milli hey og matvöru til manna hans. Austur þangað voru 28 mílur og það þótti ekki álitlegt að ganga það í heljarfrosti, allir orðnir stirðir og ekki góðir til gangs og flestir vonlausir orðnir um að geta komist alla þessa leið sem framundan lá. En það var ekki um annað að National Transcontinental Railway Canadion Pacific Railway Lengst til hægri á korti þessu sést smábærinn Nipigon, endastöð CNR járnbrautarinnar, sem líkur benda til að Magn- ús nefni „St. Johns“ í frásögn sinni. Þeir fé- lagar þurftu að ganga þaðan hátt á annað hundrað mílur til vinnustaðarins við skógarhöggið. A kortið eru merktar helstu jámbrautir 1911, en það er byggt á hluta af áætlunarkortinu „Canadian Northem Railway and Connect- ions“. (Teiknari: Caro- line Trottier, birt fyrir milligöngu dr. Leigh Syms). Grand Trunk Railway Canadian Northern Railway Heimaerbezt 261

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.