Heima er bezt - 01.08.1983, Blaðsíða 14
Rostungurinn og smiðurinn
LEWIS CARROLL
Á sjóinn bláa sólin skein
af svakalegri gnótt,
hún gerði hvað hún gat til þess
að gera hafið rótt, —
en allt þetta var undarlegt
því ennþá var mið nótt.
Af ólund máninn einnig skein
því ávallt fannst honum
að röðull hefði engan rétt
að runnum deginum —
„það ruddalegt af röðli er
að rugla hlutverkum“.
Svo vott var haf sem verið gat
af þurrki sandur þurr
og algjörlega var óskýjað,
á brottu hnoðri hvur
og fugl var ei með gerjagang
ei sást neinn einstakur.
Og rostungur og smiður einn
þar römbuðu hönd í hönd
og grétu mjög er gengu þeir
um svona sendna strönd:
„Ef sandinum væri sópað burt
eg segði: fjögur grönd!“
„Ef meyjar sjö með kústa sjö
sópuðu hana í ár,
heldurðu“ — spurði hvalhross þá
„að hún mundi verða klár?“
En smiður kvað: „Eg efins er“
og af honum hrukku tár.
„Ó ostrur kærar komið nú“,
kvað rostungur, „í labb
um þessa fögru fjörurönd
að fara í labbirabb!
Við fjórar getum leitt á leið.
Við leikum ekkert gabb“.
Forystu-ostran á hann leit
en ekkert veitti hún svar,
hún stundi þungt og hengdi haus
og hristi skeljarnar, —
en það sem hún meinti það var það
að sig langaði ekki par.
En fjórar ostrur stigu á storð
í stuði skartklæddar
með lafafrakka og háan hatt,
en heljar vandi var
að labba sig í labbitúr
í lakkskóm fótlausar.
Og fjórar aðrar fylgdu þeim
og fjórar þeim á land,
í stórhópum þær streymdu fram
og stigu upp á sand
og skullu flatt og skolaði upp.
Það skelfilegt var stand.
246 Heima er bezt