Heima er bezt - 01.08.1983, Blaðsíða 30

Heima er bezt - 01.08.1983, Blaðsíða 30
 /trv-r' d/uLnjíA *t* a /yy 4- -/ ' V / /9~trYj ~AC/ Jr-CY ’ *L-r. /yujr CCt'* yi C-r /... //tsZ—__£: ? e~ </<''r C *r 'Ás sLzJ" Frásögn Magnúsar birtist í fyrsta sinn í tímaritinu „The Icelandic Canadian“, desember hefti 1982, og þá í enskri þýðingu. Tímaritið kemur út ársfjórð- ungslega í Winnipeg, Kanada, og er helgað því að varðveita íslenskan menningararf í Norður-Ameríku. Dætur Magnúsar urðu við beiðni Heima er bezt og veittu góðfúslega leyfi sitt til þess að ffásögnin birtist íslenskum lesendum, sett hér orðrétt eftir eiginhandarriti föður þeirra. gera en reyna að halda áfram hvað sem tæki við, og ekki fýsilegt að snúa til baka alla þá leið — og orðnir peninga- lausir. Nei, slíkt var ógjörningur, og eins og sakirstóðu varð að reyna að komast alla leið, eða bara frjósa í hel. Svo var lagt af stað í býti um morguninn. Með brauðbita í vasanum og eftir leiðsögn fundum við troðna sleðabraut og það bætti mikið —sá munur að ganga troðna sleðabraut eða vaða lausan snjóinn. Og enn höldum við hópinn þessir tólf. Hinir sjást hvergi, og svo var alla leið. Við sáum þá ekki framar þessa leið sem eftir var. En allir komust þeir seint og síðar meir til skila nema sjö, sem enginn vissi hvort týndust eða sneru til baka. Tólf voru fundnir uppgefnir á brautinni af hungri og þreytu, en voru svo heppnir að þessir keyrslu-menn fóru þessa braut og keyrðu þá það sem eftir var af leiðinni. Landslagið þarna var nú orðið breytt, hæðir og kletta- belti og meðfram vötnum að fara. Veðrið hreint og bjart en voða frostharka. Brestir og brak um allan skóginn, sem var bæði stór og þéttvaxinn meðfram brautinni og var það okkur líkn, því þegar við fórum yfir víkur gátum við varla varið okkur, svo var veðurhæðin mikil. Við komumst um kvöldið að þessum kofa sem ekki var mikill að sjá, en það rauk þar og það eitt var nóg til að gleðja okkur, því hlýjuna þráðum við ekki síður en matinn. Þar var einn gamall maður sem passaði heyið og hesthúsið, sem hýsti 8 hesta, en ekki þurftum við þess með sem betur fór, þó kofinn væri ekki nema lOx 14 ft þá tróðum við okkur inn og vorum þar um nóttina, en fleiri hefðu ekki getað legið þar á gólfinu því ofninn þurftum við að kynda alla nóttina og opna dyrnar öðru hvoru til að hleypa hreinu lofti inn af og til. Þarna hvíldum við okkur vel þó ekki væri legurúmið gott, og matreiða þurftum við sjálfir og heldur var það fáréttað, en dugði, og var allt velkomið. Karlinum þótti vænt um að fá gesti, því einveran var að gera hann ruglaðan. Hann sá aldrei neinn nema þegar menn fóru þar um með hesta og þurftu hey, og þar var tvisvar í mánuði sem það kom fyrir. Við spurðum karlinn hvað langt væri til næsta kofa, og hann hélt það væri 40 mflur. Og nú fór okkur ekki að lítast á blikuna. — lengi gat allt versnað. Hvernig áttum við að komast þá vegalengd, allir orðnir stirðir og máttfarnir af langvarandi hungri og þreytu. Ekki dugði nú að standa þarna og gefast upp. Við ræddum um þetta um stund og afréðum að halda af stað næsta morgun í Herrans nafni. Og það gerðum við. Veðrið var gott um morguninn, en er komið var hádegi þykknaði loftið og varð mildara og það var blessun fyrir oíckur eins og sakir stóðu, þvi nú voru allir farnir að slakna upp og við gengum hægt og seint í langri halarófu með löngu millibili. Við stönsuðum af og til, en ekki nema örstutta stund í einu, annars hefðum við ekki komist á stað aftur. En nú kom dálítið fyrir sem breytti hugsunarhættinum. Thor var fyrstur, eða spölkorn á undan, og hann sér eitt- hvert hrúgald á brautarjaðrinum og fer að róta við því. Það er þá helfrosinn maður, og sýndist hafa legið þarna æði tíma. Eftir legu hans á brautinni leit út sem hann hefði komið að austan og ekkert hafði hann meðferðis nema brekán, bundið yfir öxlina. Thor leitar í vösum hans og þar var ekkert nema vasahnífur. Hér var ekkert að gera og áfram er haldið. Enn leið löng stund og sjáum við annan sem var eins til reika, og enn er haldið áfram, — eins og mílu, og þar finnum við þann þriðja. Hann lá næstum á miðri brautinni, hafði dottið fram yfir sig, og önnur höndin undir andlitinu. Þetta var aldraður maður, alskeggjaður. Thor velti honum við og leitaði í vösum hans eftir einhverjum skilríkjum, en þar fannst ekki neitt nema 75 cent og þau voru látin vera. Við vorum nú svo hissa á öllu þessu að við gleymdum þreytunni, og enginn talaði um að hvíla sig nálægt þessum dauðu skrokkum, og nú var orðið áliðið dags og allir nudda í áttina. Kl. 4 sást til sólar rétt þegar hún var að setjast, og mér datt í hug að það væri kveðja til okkar, því svo vorum við þjakaðir og aðframkomnir, að við bjuggumst ekki við að eiga eftir að sjá aðra sólaruppkomu eins og þá horfði við. Við löbbuðum svona þegjandi, jafnt og þétt, og nú var kominn stinningskaldur hráslagavindur, nístandi í andlit- inu. Alltaf var horft eftir reyk eða einhverri hreyfingu, en ekkert sást og ekkert heyrðist nema ýlfur í úlfunum í skóg- inum. Jú, þarna sáum við reyk einhvers staðar langt framundan og ómögulegt að giska á fjarlægðina. því landið var svo hæðótt og leyndi vegalengdinni og við orðnir svo vonlausir. að það gladdi okkur lítið að sjá þennan reyk, hann var til okkar eins og eitthvað í fjarlægðinni sem ekki var hægt að öðlast. 262 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.