Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1985, Page 3

Heima er bezt - 01.07.1985, Page 3
Forsíðan: Björg Einarsdóttir hefur lyft hulunni af lífi og starfi fjölda íslenskra kvenna með útvarpsþáttagerð og rit- störfum. Hún er líka mikilvirk í félagsmálum, og hefur markað spor í þjóðlífið, þrátt fyrir skamma skólagöngu og krefjandi störf sem heimavinnandi og útivinnandi húsmóðir. Mynd: Ólafur H. Torfason. |Efm 35. ár • 7.-8. blað 1985 Steindór Steindórsson frá Hlöðum 19. júní - Forystugrein 226 Óskar Sigtryggsson Hundarnir okkar 255 Ólafur H. Torfason Viðtal við Björgu Einarsdóttur 228 Helgi Hallgrímsson Búálfar - Þættir um þjóðtrúarfræði VII 258 Birgir Thorlacius Bessastaðir og Geysir 238 Victor Rydberg Búálfurinn — Þýðing Magnúsar Ásgeirssonar 263 Hannes Pétursson Aldur Reynistaðarbræðra 242 Jón Kr. Guðmundsson Þáttur af Þórði í Börmum og ættmönnum hans 264 Guðjón Sveinsson Síðsumarkveðja - Ljóð 245 Bjarni Ó. Frímannsson Sendibréf 267 Kristmundur Bjarnason Arni Reynistaðarmágur 246 Rafn Jónsson Perlur í mold - Sögulok framhaldssögunnar 271 Óþekktur höfundur Sálmur um fæðu skólapilta á Bessastöðum 247 Jón Gísli Högnason Aðfmnsla og fyrirspurnir 275 Höskuldur Einarsson frá Vatnshorni Ur rímum af Sigurði Jónssyni frá Brún — II 248 Ólafur H. Torfason Gettu betur — 2. kollgáta Heima er bezt 276 Oddur Sigurðsson Fljótsdalur - Landkynning Heima er bezt 3 250 Steindór Steindórsson frá Hlöðum Bókahilla 278 1 til höfuðstaðarins, til að halda þar uppi sýndarmennsku stórhýsa og há- launum stjórnargæðinga, á þeirri braut verður að snúa við. En hverfum aftur að landflóttan- um. Eiga þeir sem flytja brott nokkra vissu um betri kjör? Það er að minnsta kosti gömul reynsla, að margir fá al- drei grætt það sár, sem skapast við að rífa upp ræturnar frá ættjörð sinni og þjóð. En kannski er alþjóðahvggjan orðin svo rík nteð þjóð vorri, að átaka- laust sc að slíta ættjarðarböndin og ekki blæði úr sárinu? Það liggur djúpt i manneðlinu að leita út og eltast við óvissan feng og megum vér þar minnast sögunnar af Atta hinum dælska í Heimskringlu. Hann hafði aflað grávöru á fullhlað- inn sleða, en lét hann eftir, til að elta íkorna, sem hann að vísu missti, en í eltingaleiknum týndi hann sleðanum og kom slyppur og snauður heim. Þeir, sem telja sig reiðubúna til að flýja land skyldu hugsa ráð sitt vei, svo að ekki fari fyrir þeim eins og Atta, og þeir hljóti að hverfa heim aftur jafn slyppir og hann. En þó að förin takist giftu- samlegar en veiðiferð Atta, ættu þeir samt að hugleiða örlög margra þeirra, sem flúið hafa land en borið söknuð í brjósti alla æfi síðan, þótt þeim hafi vegnað vel á veraldarvísu. Um það eru dæmin alltof mörg. Það er margt, sem skapar meiri lífshamingju en verald- argengið. Vér skulum því vona að flóttatil- hneiging sú, sem skoðanakönnun fjöl- miðlanna leiddi í ljós sé einungis stundarfyrirbæri, ,,af vindi vakin alda, sem verður til og deyr um leið“. Og ég lýk máli mínu með orðum síra Matthíasar: „Flóttinn, óttinn einmitt sanna afturför og þrældómsstand. Mesta lán og lífsins yndi landsins er að hefja stand. Flýjum því ei fóstru vora, flýjum ekki þetta land.“ St. Std. Heirtm er bezt. Þjóðlcgt hcimilisrit. Stofnað árið 1951. Kcmur út mánaðarlcga. Útg.: Bókaforlag Odds Björnssonar. Ritstj.: Stcindór Stcindórsson frá Hlöðum. Ábyrgöarmaður: Gcir S. Björnsson. Blaðamaður: Ólafur H. Torfason. Heimilisfang: Tryggvabraut 18-20. pósthólf 558, 602 Akurcyri. Sími 96-22500. Áskriftargjald kr. 600.00. í Amcríku USD 25.00. Vcrð stakra hcfta kr. 60.00. Prcntvcrk Odds Björnssonar hf. Heima er bezt 227

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.